Dúettinn Úlfur Úlfur of orðljótur fyrir Pólverja Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. september 2017 10:15 Úlfur Úlfur er að gera það gott í austurhluta Evrópu. Vísir/Eyþór Rappdúettinn íslenski Úlfur Úlfur var nýlega gestur þáttarins Dzien Dobry á pólsku sjónvarpsstöðinni TVN og tók þar lagið sitt Bróðir. Það vakti athygli margra aðdáenda dúettsins að þeir breyttu í það minnsta einni línu í laginu og fjarlægðu þar orðið „motherfucker“. „Það var stranglega bannað að segja motherfucker. Ég sagði samt „fokk“ aftur og aftur og það virtist alveg vera í góðu lagi,“ segir Arnar Freyr, annar helmingur dúettsins, og því virðast Pólverjarnir ekki hafa verið neitt agalega strangir þó svo að orðið „motherfucker“ hafi verið á bannlista – enda hrikalega óviðeigandi orð, sérstaklega eldsnemma á morgnana en Dzien Dobry er morgunþáttur eins og nafnið gefur til kynna („Góðan daginn“). Í þættinum kynnti Úlfur Úlfur tónleika sína í Varsjá sem fóru fram um kvöldið en strákarnir hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem þeir stoppuðu í Finnlandi, Rússlandi, Lettlandi og núna í Póllandi. Pólverjar og Lettar virðast sérstaklega hafa fílað sveitina því að af myndum á samfélagsmiðlum að dæma var mikið mannhaf á tónleikunum – þá sérstaklega í Lettlandi, enda Lettar vinaþjóð okkar Íslendinga. Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rappdúettinn íslenski Úlfur Úlfur var nýlega gestur þáttarins Dzien Dobry á pólsku sjónvarpsstöðinni TVN og tók þar lagið sitt Bróðir. Það vakti athygli margra aðdáenda dúettsins að þeir breyttu í það minnsta einni línu í laginu og fjarlægðu þar orðið „motherfucker“. „Það var stranglega bannað að segja motherfucker. Ég sagði samt „fokk“ aftur og aftur og það virtist alveg vera í góðu lagi,“ segir Arnar Freyr, annar helmingur dúettsins, og því virðast Pólverjarnir ekki hafa verið neitt agalega strangir þó svo að orðið „motherfucker“ hafi verið á bannlista – enda hrikalega óviðeigandi orð, sérstaklega eldsnemma á morgnana en Dzien Dobry er morgunþáttur eins og nafnið gefur til kynna („Góðan daginn“). Í þættinum kynnti Úlfur Úlfur tónleika sína í Varsjá sem fóru fram um kvöldið en strákarnir hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem þeir stoppuðu í Finnlandi, Rússlandi, Lettlandi og núna í Póllandi. Pólverjar og Lettar virðast sérstaklega hafa fílað sveitina því að af myndum á samfélagsmiðlum að dæma var mikið mannhaf á tónleikunum – þá sérstaklega í Lettlandi, enda Lettar vinaþjóð okkar Íslendinga.
Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira