Ásgeir á heimavelli í nýju myndbandi Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2017 18:30 Ásgeir hefur verið að gera það gott erlendis. Atwood Magazine og GoldFlakePaint frumsýndu í gær nýtt myndband Ásgeirs við lagið I Know you Know af annarri breiðskífu tónlistarmannsins, Afterglow. Tjarnargatan framleiðir myndbandið en leikstjórn er í höndum Baldvins Albertsson og Arnars Helga Hlynssonar. Myndbandið er tekið upp við bóndabæ í nágrenni Laugarbakka, heimabæ Ásgeirs og er að sögn leikstjóranna innblásið af nýlegu hægvarps verkefni Ásgeirs og RÚV, Beint á vínyl. Grunnhugmyndin er mjög einföld en í myndbandinu keyrir Ásgeir um á traktor og sinnir heyskap. Eins og oft gerist í skapandi vinnu kviknuðu síðan nokkrar skemmtilegar hugmyndir við eftirvinnslu myndbandsins og er endirinn dæmi um eina slíka.„Við tókum þetta myndband upp í sveitinni minni. Gamli náttúrufræði kennarinn minn var svo góður að leyfa okkur að nota bóndabæinn hans og allar græjur í upptökurnar. Allt var þetta skotið á nokkrum klukkutimum í frábæru veðri og góðum fíling,“ segir Ásgeir. Ásgeir hefur einnig sett af stað remix keppni fyrir lagið í samstarfi við MetaPop en áhugasamir geta sent inn eigin endurhljóðblöndun af laginu fyrir 11. október og átt möguleika á að vinna til veglegra verðlauna. Ásgeir er þessa stundina staddur í San Diego í Bandaríkjunum þar sem hann er á rúmlega mánaðarlangri tónleikaferð sem hófst í Vancouver í Kanada og lýkur á tónlistarhátíðinni Austin City Limits 7. október. Frá Bandaríkjunum heldur Ásgeir til Evrópu þar sem hann verður á tónleikaferð út nóvember með stuttri viðkomu í Japan annars vegar og á Íslandi hins vegar þar sem hann kemur fram á tvennum tónleikum á vegum Iceland Airwaves - í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 2. nóvember og í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 3. nóvember. Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Atwood Magazine og GoldFlakePaint frumsýndu í gær nýtt myndband Ásgeirs við lagið I Know you Know af annarri breiðskífu tónlistarmannsins, Afterglow. Tjarnargatan framleiðir myndbandið en leikstjórn er í höndum Baldvins Albertsson og Arnars Helga Hlynssonar. Myndbandið er tekið upp við bóndabæ í nágrenni Laugarbakka, heimabæ Ásgeirs og er að sögn leikstjóranna innblásið af nýlegu hægvarps verkefni Ásgeirs og RÚV, Beint á vínyl. Grunnhugmyndin er mjög einföld en í myndbandinu keyrir Ásgeir um á traktor og sinnir heyskap. Eins og oft gerist í skapandi vinnu kviknuðu síðan nokkrar skemmtilegar hugmyndir við eftirvinnslu myndbandsins og er endirinn dæmi um eina slíka.„Við tókum þetta myndband upp í sveitinni minni. Gamli náttúrufræði kennarinn minn var svo góður að leyfa okkur að nota bóndabæinn hans og allar græjur í upptökurnar. Allt var þetta skotið á nokkrum klukkutimum í frábæru veðri og góðum fíling,“ segir Ásgeir. Ásgeir hefur einnig sett af stað remix keppni fyrir lagið í samstarfi við MetaPop en áhugasamir geta sent inn eigin endurhljóðblöndun af laginu fyrir 11. október og átt möguleika á að vinna til veglegra verðlauna. Ásgeir er þessa stundina staddur í San Diego í Bandaríkjunum þar sem hann er á rúmlega mánaðarlangri tónleikaferð sem hófst í Vancouver í Kanada og lýkur á tónlistarhátíðinni Austin City Limits 7. október. Frá Bandaríkjunum heldur Ásgeir til Evrópu þar sem hann verður á tónleikaferð út nóvember með stuttri viðkomu í Japan annars vegar og á Íslandi hins vegar þar sem hann kemur fram á tvennum tónleikum á vegum Iceland Airwaves - í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 2. nóvember og í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 3. nóvember.
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira