Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2017 14:47 Svona var grein David Rose slegið upp í Mail on Sunday 5. febrúar. Skjáskot Eftirlitsnefnd með breskum fjölmiðlum hefur komist að þeirri niðurstöðu að götublaðið Mail on Sunday hafi birt verulega misvísandi fullyrðingar um meint svik loftlagsvísindamanna fyrr á þessu ári. Blaðið neyddist til að birta úrskurð þess efnis. Greinin sem um ræðir birtist meðal annars undir fyrirsögninni „Afhjúpun: Hvernig þjóðarleiðtogar voru gabbaðir til að fjárfesta milljarða með hagræddum gögnum um hlýnun jarðar“ í febrúar. Í henni var því haldið ranglega fram að vísindamenn Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun í rannsókn sem þeir birtu sama ár og skrifað var undir Parísarsamkomulagið.Gættu ekki að sannleiksgildi og leiðréttu ekki rangar fullyrðingar Sjálfstæða stofnunin um viðmið í fjölmiðlun (IPSO), sem nokkur bresk blöð eiga aðild að og starfar sem nokkurs konar siðanefnd, komst að þeirri niðurstöðu að Mail on Sunday hefði „brugðist í að gæta að nákvæmni greinarinnar og svo brugðist í að leiðrétta þessar verulega misvísandi yfirlýsingar“. Greinin fór einnig á svig við siðareglur ritstjóra sem IPSO starfar eftir. Þá voru athugasemdir gerðar við graf sem blaðið birti og átti að sýna mikinn mun á tölum NOAA og annarra um hnattræna hlýnun en gaf villandi mynd af gögnunum. Mail on Sunday þurfti að birta dóm IPSO með þessum niðurstöðum í blaðinu. Útgáfa greinarinnar sem birtist á vef systurblaðsins Daily Mail hefst nú á dómi IPSO.Mail on Sunday og Daily Mail hafa áður birt óáreiðalegar greinar um loftslagsmál. Nú hafa blöðin neyðst til að birta úrskurð um rangfærslur í einni slíkri grein.Vísir/AFPRannsóknin hrakti kenningu um „hlé“ á hnattrænni hlýnunForsaga málsins er sú að hópur vísindamanna NOAA birti rannsókn í júní árið 2015 sem benti til þess að svonefnt „hlé“ sem átti að hafa orðið á hnattrænni hlýnun eftir árið 1998 hafi í raun ekki átt sér stað. Afneitarar loftlagsvísinda höfðu ítrekað vísað til þessa meinta hlés til að fullyrða að hnattræn hlýnun ætti sér í raun ekki stað. Niðurstöður vísindamanna NOAA vöktu því litla gleði hjá þeim hópi. Þannig reyndi Lamar Smith, formaður vísindanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að stefna NOAA til að fá afhenta persónulega tölvupósta vísindamannanna sem stóðu að rannsókninni. Hann deildi grein Mail on Sunday meðal annars á opinberum Twitter-reikningi nefndarinnar í febrúar.Gagnrýni á gagnageymslu varð að sönnun um hagræðingu gagna Í grein Mail on Sunday, sem blaðamaðurinn David Rose skrifaði, var fullyrt að vísindamenn NOAA hefðu notast við gögn sem hefðu ekki verið staðfest til að ýkja hlýnun jarðar. Vísindamennirnir hefðu „átt við“ gögnin til að fá þá niðurstöðu og reglur NOAA um áreiðanleika gagna hefðu verið brotnar. Þeir hefðu jafnframt flýtt birtingu greinar þess efnis til þess að hafa sem mest áhrif á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í París þar sem tímamótasamkomulag var undirritað í desember árið 2015. Skrif blaðsins byggðust á bloggfærslu og viðtali við John Bates, fyrrverandi vísindamann hjá NOAA, þar sem hann gagnrýndi vinnubrögð vísindamannana sem stóðu að rannsókninni. Bates var lýst sem „háttsettum uppljóstrara“ í greininni. Lýsti það gagnrýni Bates sem „óhrekjanlegum sönnunum“ um að rannsókn NOAA hefði byggst á misvísandi gögnum.Rannsókn vísindamanna NOAA átti að hafa verið flýtt til að hafa sem mest áhrif á loftslagsfund SÞ í París. Hún birtist hins vegar í júní, hálfu ári fyrir fundinn sögulega.Vísir/AFPGagnrýni Bates laut hins vegar raunverulega að því hvernig gögnin sem rannsóknin byggði á voru skráð og geymd hjá NOAA. Taldi hann að það gæti torveldað að endurtaka og staðfesta niðurstöður hennar. Eftir að grein Mail on Sunday birtist tók Bates sjálfur af öll tvímæli um að fyrrverandi vinnufélagar hans hefðu átt við gögnin. „Þetta eru ekki gögn sem er búið að búa til á nokkurn hátt,“ sagði Bates við AP-fréttastofuna.Rangtúlkuðu gagnrýni Bates Niðurstaða IPSO var að Mail on Sunday hefði greint rangt frá ummælum Bates í greininni. Stofnunin taldi sér aftur á móti ekki stætt á að úrskurða um vísindaleg álitaefni sem komu fram í kvörtun vegna greinarinnar. Vísindamenn gagnrýndu Rose harðlega á sínum tíma og bentu meðal annars á að niðurstöður NOAA hefðu verið staðfestar af öðrum hópum.This article is so wrong its hard to know where to start https://t.co/i015AysbUe. Satellites, buoys, and Argo all agree with new NOAA record pic.twitter.com/yz4nlkvFah— Zeke Hausfather (@hausfath) February 4, 2017 Bob Ward, forstöðumaður stefnumótunar og samskiptamála hjá rannsóknastofnun London School of Economics um loftslagsbreytingar, var sá sem kvartaði til IPSO yfir grein Mail on Sunday. „Gervifréttir um loftslagsbreytingar eru veruleg ógn við almannahag í Bretland, Bandaríkjunum og öðrum löndum. Samfélag sérfræðinga verður að halda áfram að veita áróðursflóði loftslagsvísindaafneitara mótspyrnu,“ segir Ward við The Guardian og fagnar niðurstöðu IPSO.Þekktur fyrir villandi fréttir um loftslagsmálTalsmaður Mail on Sunday segir að blaðið hafi orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöður IPSO en að það samþykki þær. David Rose, blaðamaðurinn sem skrifaði greinina, er þekktur fyrir að skrifa misvísandi fréttir um loftslagsmál, að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian og New York Times. „Við erum vongóð um að í kjölfar þessa verði ritsjórinn gagnrýnari á greinar sem herra Rose stingur að þeim,“ segir Ward. Hvorki Rose né Smith, formaður vísindanefndar Bandaríkjaþings, svöruðu beiðnum New York Times um viðbrögð við úrskurðinum. Fréttaskýringar Loftslagsmál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Eftirlitsnefnd með breskum fjölmiðlum hefur komist að þeirri niðurstöðu að götublaðið Mail on Sunday hafi birt verulega misvísandi fullyrðingar um meint svik loftlagsvísindamanna fyrr á þessu ári. Blaðið neyddist til að birta úrskurð þess efnis. Greinin sem um ræðir birtist meðal annars undir fyrirsögninni „Afhjúpun: Hvernig þjóðarleiðtogar voru gabbaðir til að fjárfesta milljarða með hagræddum gögnum um hlýnun jarðar“ í febrúar. Í henni var því haldið ranglega fram að vísindamenn Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun í rannsókn sem þeir birtu sama ár og skrifað var undir Parísarsamkomulagið.Gættu ekki að sannleiksgildi og leiðréttu ekki rangar fullyrðingar Sjálfstæða stofnunin um viðmið í fjölmiðlun (IPSO), sem nokkur bresk blöð eiga aðild að og starfar sem nokkurs konar siðanefnd, komst að þeirri niðurstöðu að Mail on Sunday hefði „brugðist í að gæta að nákvæmni greinarinnar og svo brugðist í að leiðrétta þessar verulega misvísandi yfirlýsingar“. Greinin fór einnig á svig við siðareglur ritstjóra sem IPSO starfar eftir. Þá voru athugasemdir gerðar við graf sem blaðið birti og átti að sýna mikinn mun á tölum NOAA og annarra um hnattræna hlýnun en gaf villandi mynd af gögnunum. Mail on Sunday þurfti að birta dóm IPSO með þessum niðurstöðum í blaðinu. Útgáfa greinarinnar sem birtist á vef systurblaðsins Daily Mail hefst nú á dómi IPSO.Mail on Sunday og Daily Mail hafa áður birt óáreiðalegar greinar um loftslagsmál. Nú hafa blöðin neyðst til að birta úrskurð um rangfærslur í einni slíkri grein.Vísir/AFPRannsóknin hrakti kenningu um „hlé“ á hnattrænni hlýnunForsaga málsins er sú að hópur vísindamanna NOAA birti rannsókn í júní árið 2015 sem benti til þess að svonefnt „hlé“ sem átti að hafa orðið á hnattrænni hlýnun eftir árið 1998 hafi í raun ekki átt sér stað. Afneitarar loftlagsvísinda höfðu ítrekað vísað til þessa meinta hlés til að fullyrða að hnattræn hlýnun ætti sér í raun ekki stað. Niðurstöður vísindamanna NOAA vöktu því litla gleði hjá þeim hópi. Þannig reyndi Lamar Smith, formaður vísindanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að stefna NOAA til að fá afhenta persónulega tölvupósta vísindamannanna sem stóðu að rannsókninni. Hann deildi grein Mail on Sunday meðal annars á opinberum Twitter-reikningi nefndarinnar í febrúar.Gagnrýni á gagnageymslu varð að sönnun um hagræðingu gagna Í grein Mail on Sunday, sem blaðamaðurinn David Rose skrifaði, var fullyrt að vísindamenn NOAA hefðu notast við gögn sem hefðu ekki verið staðfest til að ýkja hlýnun jarðar. Vísindamennirnir hefðu „átt við“ gögnin til að fá þá niðurstöðu og reglur NOAA um áreiðanleika gagna hefðu verið brotnar. Þeir hefðu jafnframt flýtt birtingu greinar þess efnis til þess að hafa sem mest áhrif á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í París þar sem tímamótasamkomulag var undirritað í desember árið 2015. Skrif blaðsins byggðust á bloggfærslu og viðtali við John Bates, fyrrverandi vísindamann hjá NOAA, þar sem hann gagnrýndi vinnubrögð vísindamannana sem stóðu að rannsókninni. Bates var lýst sem „háttsettum uppljóstrara“ í greininni. Lýsti það gagnrýni Bates sem „óhrekjanlegum sönnunum“ um að rannsókn NOAA hefði byggst á misvísandi gögnum.Rannsókn vísindamanna NOAA átti að hafa verið flýtt til að hafa sem mest áhrif á loftslagsfund SÞ í París. Hún birtist hins vegar í júní, hálfu ári fyrir fundinn sögulega.Vísir/AFPGagnrýni Bates laut hins vegar raunverulega að því hvernig gögnin sem rannsóknin byggði á voru skráð og geymd hjá NOAA. Taldi hann að það gæti torveldað að endurtaka og staðfesta niðurstöður hennar. Eftir að grein Mail on Sunday birtist tók Bates sjálfur af öll tvímæli um að fyrrverandi vinnufélagar hans hefðu átt við gögnin. „Þetta eru ekki gögn sem er búið að búa til á nokkurn hátt,“ sagði Bates við AP-fréttastofuna.Rangtúlkuðu gagnrýni Bates Niðurstaða IPSO var að Mail on Sunday hefði greint rangt frá ummælum Bates í greininni. Stofnunin taldi sér aftur á móti ekki stætt á að úrskurða um vísindaleg álitaefni sem komu fram í kvörtun vegna greinarinnar. Vísindamenn gagnrýndu Rose harðlega á sínum tíma og bentu meðal annars á að niðurstöður NOAA hefðu verið staðfestar af öðrum hópum.This article is so wrong its hard to know where to start https://t.co/i015AysbUe. Satellites, buoys, and Argo all agree with new NOAA record pic.twitter.com/yz4nlkvFah— Zeke Hausfather (@hausfath) February 4, 2017 Bob Ward, forstöðumaður stefnumótunar og samskiptamála hjá rannsóknastofnun London School of Economics um loftslagsbreytingar, var sá sem kvartaði til IPSO yfir grein Mail on Sunday. „Gervifréttir um loftslagsbreytingar eru veruleg ógn við almannahag í Bretland, Bandaríkjunum og öðrum löndum. Samfélag sérfræðinga verður að halda áfram að veita áróðursflóði loftslagsvísindaafneitara mótspyrnu,“ segir Ward við The Guardian og fagnar niðurstöðu IPSO.Þekktur fyrir villandi fréttir um loftslagsmálTalsmaður Mail on Sunday segir að blaðið hafi orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöður IPSO en að það samþykki þær. David Rose, blaðamaðurinn sem skrifaði greinina, er þekktur fyrir að skrifa misvísandi fréttir um loftslagsmál, að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian og New York Times. „Við erum vongóð um að í kjölfar þessa verði ritsjórinn gagnrýnari á greinar sem herra Rose stingur að þeim,“ segir Ward. Hvorki Rose né Smith, formaður vísindanefndar Bandaríkjaþings, svöruðu beiðnum New York Times um viðbrögð við úrskurðinum.
Fréttaskýringar Loftslagsmál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira