Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Anton Ingi Leifsson skrifar 2. september 2017 13:02 Haukur í leiknum í dag. vísir/ernir Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. „Þetta var ekki skemmtilegur leikur. Það meiðir okkur að ég sé ekki að finna mig, en Martin og Hörður stigu upp. Leiðinlegt að ég gat ekki fylgt því eftir sérstaklega eftir síðasta leik," sagði Haukur Helgi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, eftir leikinn í dag. Haukur Helgi var ekki að finna sig eins vel og í fyrsta leiknum þar sem hann var stigahæsti leikmaður vallarins í tapinu gegn Grikkjum. „Mér leið vel inni á vellinum, en sum skotin voru bara ofan í og upp úr. Sum voru bara "way off" en ég þarf bara fara að fara hugleiða aðeins og horfa inn í sjálfan mig og sjá hvað ég er að gera öðruvísi í dag en í fyrradag." „Þetta var mjög leiðinlegt hvernig þetta gerðist. Mér finnst við ekkert slakari en þetta lið í sannleika sagt. Þeir eru frábært lið, hittu úr öllu og spila mjög vel. Þeir tóku okkur dálítið út úr rhytmanum." „Ég held að við þurfum að hætta að pæla aðeins í þeim og horfa á okkur sjálfa; hvernig við spilum, hvernig leikstíllinn okkar hefur verið, hvernig við komumst hingað og halda því áfram. Halda í hjartað og baráttuna."Sjá meira:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt „Við þurfum að finna fyrir aðdáendunum og leyfa þeim að drífa okkur áfram. Vera óhræddir og þora að skjóta," en byrjunin var afar góð og íslensku stuðninsgmennirnir voru vel með á nótunum. Strákarnir náðu þó ekki að fylgja því eftir. „Við byrjuðum mjög vel og þeir halda ívið okkur og koma með áhlaup. Við byrjuðum að sækja vel á körfuna og vorum að spila okkar leik, en ég veit ekki hvort við höfum hikað eftir að við vorum ekki að fá villurnar." „Mín skot voru klárlega ekki að fara ofan í. Ég þurfti að hætta hugsa svona mikið út í þetta og halda áfram að skjóta, en ég þarf bara að gíra mig upp í næsta leik." Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum okkar, en liðið mætir stórliði Frakklands strax á morgun. „Núna förum við bara upp á hótel og þegar við förum að sofa þá er þessi leikur bara farinn. Frakkarnir eru hrikalega sterkir og tapa fyrsta leik, en þeir koma brjálaðir til baka." „Við mötchum ekkert vel upp á móti þeim, en þeir hafa ekki þetta hjarta. Þeim finnst þeir eiga að vinna leikina finnst mér og ég held að þeir hafi komið þannig inn í Finnaleikinn sem þeir töpuðu." „Það kom mér á óvart að Finnarnir kýldu þá bara fyrst og það er eitthvað sem við þurfum að gera," sagði Haukur Helgi að lokum í samtali við Óskar í Helsinki. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. „Þetta var ekki skemmtilegur leikur. Það meiðir okkur að ég sé ekki að finna mig, en Martin og Hörður stigu upp. Leiðinlegt að ég gat ekki fylgt því eftir sérstaklega eftir síðasta leik," sagði Haukur Helgi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, eftir leikinn í dag. Haukur Helgi var ekki að finna sig eins vel og í fyrsta leiknum þar sem hann var stigahæsti leikmaður vallarins í tapinu gegn Grikkjum. „Mér leið vel inni á vellinum, en sum skotin voru bara ofan í og upp úr. Sum voru bara "way off" en ég þarf bara fara að fara hugleiða aðeins og horfa inn í sjálfan mig og sjá hvað ég er að gera öðruvísi í dag en í fyrradag." „Þetta var mjög leiðinlegt hvernig þetta gerðist. Mér finnst við ekkert slakari en þetta lið í sannleika sagt. Þeir eru frábært lið, hittu úr öllu og spila mjög vel. Þeir tóku okkur dálítið út úr rhytmanum." „Ég held að við þurfum að hætta að pæla aðeins í þeim og horfa á okkur sjálfa; hvernig við spilum, hvernig leikstíllinn okkar hefur verið, hvernig við komumst hingað og halda því áfram. Halda í hjartað og baráttuna."Sjá meira:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt „Við þurfum að finna fyrir aðdáendunum og leyfa þeim að drífa okkur áfram. Vera óhræddir og þora að skjóta," en byrjunin var afar góð og íslensku stuðninsgmennirnir voru vel með á nótunum. Strákarnir náðu þó ekki að fylgja því eftir. „Við byrjuðum mjög vel og þeir halda ívið okkur og koma með áhlaup. Við byrjuðum að sækja vel á körfuna og vorum að spila okkar leik, en ég veit ekki hvort við höfum hikað eftir að við vorum ekki að fá villurnar." „Mín skot voru klárlega ekki að fara ofan í. Ég þurfti að hætta hugsa svona mikið út í þetta og halda áfram að skjóta, en ég þarf bara að gíra mig upp í næsta leik." Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum okkar, en liðið mætir stórliði Frakklands strax á morgun. „Núna förum við bara upp á hótel og þegar við förum að sofa þá er þessi leikur bara farinn. Frakkarnir eru hrikalega sterkir og tapa fyrsta leik, en þeir koma brjálaðir til baka." „Við mötchum ekkert vel upp á móti þeim, en þeir hafa ekki þetta hjarta. Þeim finnst þeir eiga að vinna leikina finnst mér og ég held að þeir hafi komið þannig inn í Finnaleikinn sem þeir töpuðu." „Það kom mér á óvart að Finnarnir kýldu þá bara fyrst og það er eitthvað sem við þurfum að gera," sagði Haukur Helgi að lokum í samtali við Óskar í Helsinki.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum