Körfubolti

Tryggvi sendur í lyfjapróf með verðandi liðsfélaga

Anton Ingi Leifsson. skrifar
Tryggvi og Diot í lyfjaprófinu.
Tryggvi og Diot í lyfjaprófinu. vísir/twitter-síða Diot Antoine
Tryggvi Snær Hlinason, hinn stóri og stæðilegi miðherji íslenska körfuboltalandsliðsins í körfubolta, var tekinn í lyfjapróf eftir leik Íslands og Frakklands í dag þar sem íslenska liðið tapaði stórt.

Valið er að handahófi og Tryggvi var dreginn upp úr háttinum í leikmannahópi Íslands, en með honum úr liði Frakka var nýji samherjinn hans hjá Valencia, Diot Antoine.

Diot er leikstjórnandi hjá Valencia og hefur verið þar í þrjú ár, eða frá árinu 2015, en Tryggvi gekk í raðir Valencia í sumar.

Þeir mættust á vellinum í dag og Diot birti svo mynd af þeim félögum í lyfjaprófinu strax eftir leik þar sem hann sagði að þetta væri frábær leið til að kynnast hvor öðrum.

Opinber Twitter-síða Valencia svaraði svo Twitti Diot og grínuðust með það að Valencia hafi óskað eftir því að þeir yrðu sendir saman, sem hluti af ákveðnu prógrammi.


Tengdar fréttir

Jón Arnór: Kannski barnalegt að hugsa þannig

Jón Arnór Stefánsson missti af nær öllum undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Helsinki og það er augljóst á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer ekki leikmaður í leikæfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×