Rannsóknarnefnd ítrekar að kanna skuli sleppibúnað björgunarbáta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2017 06:00 Frá því í júní í fyrra þegar Jón Hákon BA var dreginn af hafsbotni. mynd/landhelgisgæslan Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) ítrekar í nýrri skýrslu sinni að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem slík tillaga er send Samgöngustofu í öryggissátt. Fyrir helgi birti nefndin niðurstöðu sína úr rannsókn á banaslysi sem varð í maí í fyrra þegar Brekkunesi ÍS 110 hvolfdi á Vestfjarðarmiðum. Færið var vont og hafði skipstjóri, og jafnframt eini skipverji, strandveiðibátsins hætt sér á svæði sem aðrir bátar vildu eigi fara á. Talið er að alda hafi komið á bátinn en áverkar á hinum látna og ummerki á bátnum benda til þess. Enginn var til frásagnar um atvik. Sjálfvirkur sleppibúnaður Brekkunessins virkaði ekki en hann var á um 2,5 metra dýpi meðan báturinn var á hvolfi. Við prófun virkaði hann á 3,5 metra dýpi. Sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði heldur ekki sem skyldi þegar Jóni Hákoni hvolfdi á svipuðum stað í júlí 2015. Einn fórst í því slysi og þrír komust lífs af við illan leik. RNSA ítrekar eina tillögu sína sem gerð var í niðurlagi skýrslu um atvikið en henni var skilað í febrúar. „Nefndin telur óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir,“ segir í skýrslunni. „[Þ]egar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. 12. maí 2016 11:44 Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu. 24. febrúar 2017 16:08 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) ítrekar í nýrri skýrslu sinni að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem slík tillaga er send Samgöngustofu í öryggissátt. Fyrir helgi birti nefndin niðurstöðu sína úr rannsókn á banaslysi sem varð í maí í fyrra þegar Brekkunesi ÍS 110 hvolfdi á Vestfjarðarmiðum. Færið var vont og hafði skipstjóri, og jafnframt eini skipverji, strandveiðibátsins hætt sér á svæði sem aðrir bátar vildu eigi fara á. Talið er að alda hafi komið á bátinn en áverkar á hinum látna og ummerki á bátnum benda til þess. Enginn var til frásagnar um atvik. Sjálfvirkur sleppibúnaður Brekkunessins virkaði ekki en hann var á um 2,5 metra dýpi meðan báturinn var á hvolfi. Við prófun virkaði hann á 3,5 metra dýpi. Sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði heldur ekki sem skyldi þegar Jóni Hákoni hvolfdi á svipuðum stað í júlí 2015. Einn fórst í því slysi og þrír komust lífs af við illan leik. RNSA ítrekar eina tillögu sína sem gerð var í niðurlagi skýrslu um atvikið en henni var skilað í febrúar. „Nefndin telur óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir,“ segir í skýrslunni. „[Þ]egar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. 12. maí 2016 11:44 Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu. 24. febrúar 2017 16:08 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. 12. maí 2016 11:44
Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu. 24. febrúar 2017 16:08