Rannsóknarnefnd ítrekar að kanna skuli sleppibúnað björgunarbáta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2017 06:00 Frá því í júní í fyrra þegar Jón Hákon BA var dreginn af hafsbotni. mynd/landhelgisgæslan Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) ítrekar í nýrri skýrslu sinni að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem slík tillaga er send Samgöngustofu í öryggissátt. Fyrir helgi birti nefndin niðurstöðu sína úr rannsókn á banaslysi sem varð í maí í fyrra þegar Brekkunesi ÍS 110 hvolfdi á Vestfjarðarmiðum. Færið var vont og hafði skipstjóri, og jafnframt eini skipverji, strandveiðibátsins hætt sér á svæði sem aðrir bátar vildu eigi fara á. Talið er að alda hafi komið á bátinn en áverkar á hinum látna og ummerki á bátnum benda til þess. Enginn var til frásagnar um atvik. Sjálfvirkur sleppibúnaður Brekkunessins virkaði ekki en hann var á um 2,5 metra dýpi meðan báturinn var á hvolfi. Við prófun virkaði hann á 3,5 metra dýpi. Sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði heldur ekki sem skyldi þegar Jóni Hákoni hvolfdi á svipuðum stað í júlí 2015. Einn fórst í því slysi og þrír komust lífs af við illan leik. RNSA ítrekar eina tillögu sína sem gerð var í niðurlagi skýrslu um atvikið en henni var skilað í febrúar. „Nefndin telur óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir,“ segir í skýrslunni. „[Þ]egar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. 12. maí 2016 11:44 Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu. 24. febrúar 2017 16:08 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) ítrekar í nýrri skýrslu sinni að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem slík tillaga er send Samgöngustofu í öryggissátt. Fyrir helgi birti nefndin niðurstöðu sína úr rannsókn á banaslysi sem varð í maí í fyrra þegar Brekkunesi ÍS 110 hvolfdi á Vestfjarðarmiðum. Færið var vont og hafði skipstjóri, og jafnframt eini skipverji, strandveiðibátsins hætt sér á svæði sem aðrir bátar vildu eigi fara á. Talið er að alda hafi komið á bátinn en áverkar á hinum látna og ummerki á bátnum benda til þess. Enginn var til frásagnar um atvik. Sjálfvirkur sleppibúnaður Brekkunessins virkaði ekki en hann var á um 2,5 metra dýpi meðan báturinn var á hvolfi. Við prófun virkaði hann á 3,5 metra dýpi. Sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði heldur ekki sem skyldi þegar Jóni Hákoni hvolfdi á svipuðum stað í júlí 2015. Einn fórst í því slysi og þrír komust lífs af við illan leik. RNSA ítrekar eina tillögu sína sem gerð var í niðurlagi skýrslu um atvikið en henni var skilað í febrúar. „Nefndin telur óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir,“ segir í skýrslunni. „[Þ]egar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. 12. maí 2016 11:44 Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu. 24. febrúar 2017 16:08 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. 12. maí 2016 11:44
Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu. 24. febrúar 2017 16:08