Ástin dýrmætari en keisaratitlarnir Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 4. september 2017 05:54 Kei Komuro og Mako voru hamingjan uppmáluð á fundinum í gær. Vísir/getty Japanska prinsessa Mako greindi frá því í gær að hún hefði trúlofast kærastanum sínum, sem er af almúgaættum. Verður það óhjákvæmilega til þess, eins og Vísir greindi frá í vor, að hún verður svipt öllum konunglegum titlum í fyllingu tímans. Sviptingin er umdeild enda kveða japönsk lög á um að einungis kvenleggur keisaraættarinnar þurfi að afsala sér titlunum ef hann gengur að eiga einhvern af almúgaættum. Mako er elsta barnabarn Akihito keisara og dóttir prinsins Fumihito sem er annar í röðinni að japanska keisaratitlinum. Bróðir hennar, sem fæddur er árið 2001, er sá þriðji.Hún eins og máni, hann eins og sól Mako var hamingjan uppmáluð á blaðamannafundi í konunglegum heimkynnunum í gær þar sem hún greindi frá ákvörðun þeirra Kei Komuro. Hann er 25 ára gamall lögfræðingur en þau prinsessan kynntust þegar þau voru bæði í námi. Mako vinnur nú að doktorsgráðunni sinni og starfar við rannsóknir. Á fundinum sagðist Mako gera sér fullkomlega grein fyrir því hvaða afleiðingar ákvörðun hennar myndi hafa. Þrátt fyrir að hafa uppfyllt skyldur sínar sem meðlimur keisaraættarinnar hefði hún notið þess að lifa sínu eigin lífi. Mako sagðist fyrst hafa fallið fyrir brosi Kei Komuro, sem hún sagði brosa „eins og sólin“ en hann líkti henni við mána sem vakti yfir honum. Búist er við því að þau Mako og Kei Komuro gangi í það heilaga á næsta ári.Gæti ættin lognast út af? Hávær orðrómur er uppi þess efnis að keisarinn Akihito muni láta af embætti á komandi mánuðum en hann er á níræðisaldri og orðinn heilsuveill. Óvissa ríkir um framtíð japönsku keisaraættarinnar en Makó er aðeins eitt fjögurra barnabarna keisarans. Ákveði hin þrjú einnig að gifta frá sér erfðaréttinn er viðbúið að ætt keisarans, sem unnt er að rekja aftur til ára fyrir Kristsburð, lognist út af. Hingað til hefur tignin aðeins erfst í karllegg en umræða hefur verið uppi í landinu um að leyfa kvenkyns keisara eða leggja embætti keisara alfarið niður. Kóngafólk Tengdar fréttir Japönsk prinsessa afsalar sér titlum fyrir ástina Prinsessan Mako hyggst giftast manni sem er af almúgaættum. 18. maí 2017 08:10 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Sjá meira
Japanska prinsessa Mako greindi frá því í gær að hún hefði trúlofast kærastanum sínum, sem er af almúgaættum. Verður það óhjákvæmilega til þess, eins og Vísir greindi frá í vor, að hún verður svipt öllum konunglegum titlum í fyllingu tímans. Sviptingin er umdeild enda kveða japönsk lög á um að einungis kvenleggur keisaraættarinnar þurfi að afsala sér titlunum ef hann gengur að eiga einhvern af almúgaættum. Mako er elsta barnabarn Akihito keisara og dóttir prinsins Fumihito sem er annar í röðinni að japanska keisaratitlinum. Bróðir hennar, sem fæddur er árið 2001, er sá þriðji.Hún eins og máni, hann eins og sól Mako var hamingjan uppmáluð á blaðamannafundi í konunglegum heimkynnunum í gær þar sem hún greindi frá ákvörðun þeirra Kei Komuro. Hann er 25 ára gamall lögfræðingur en þau prinsessan kynntust þegar þau voru bæði í námi. Mako vinnur nú að doktorsgráðunni sinni og starfar við rannsóknir. Á fundinum sagðist Mako gera sér fullkomlega grein fyrir því hvaða afleiðingar ákvörðun hennar myndi hafa. Þrátt fyrir að hafa uppfyllt skyldur sínar sem meðlimur keisaraættarinnar hefði hún notið þess að lifa sínu eigin lífi. Mako sagðist fyrst hafa fallið fyrir brosi Kei Komuro, sem hún sagði brosa „eins og sólin“ en hann líkti henni við mána sem vakti yfir honum. Búist er við því að þau Mako og Kei Komuro gangi í það heilaga á næsta ári.Gæti ættin lognast út af? Hávær orðrómur er uppi þess efnis að keisarinn Akihito muni láta af embætti á komandi mánuðum en hann er á níræðisaldri og orðinn heilsuveill. Óvissa ríkir um framtíð japönsku keisaraættarinnar en Makó er aðeins eitt fjögurra barnabarna keisarans. Ákveði hin þrjú einnig að gifta frá sér erfðaréttinn er viðbúið að ætt keisarans, sem unnt er að rekja aftur til ára fyrir Kristsburð, lognist út af. Hingað til hefur tignin aðeins erfst í karllegg en umræða hefur verið uppi í landinu um að leyfa kvenkyns keisara eða leggja embætti keisara alfarið niður.
Kóngafólk Tengdar fréttir Japönsk prinsessa afsalar sér titlum fyrir ástina Prinsessan Mako hyggst giftast manni sem er af almúgaættum. 18. maí 2017 08:10 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Sjá meira
Japönsk prinsessa afsalar sér titlum fyrir ástina Prinsessan Mako hyggst giftast manni sem er af almúgaættum. 18. maí 2017 08:10