Ástin dýrmætari en keisaratitlarnir Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 4. september 2017 05:54 Kei Komuro og Mako voru hamingjan uppmáluð á fundinum í gær. Vísir/getty Japanska prinsessa Mako greindi frá því í gær að hún hefði trúlofast kærastanum sínum, sem er af almúgaættum. Verður það óhjákvæmilega til þess, eins og Vísir greindi frá í vor, að hún verður svipt öllum konunglegum titlum í fyllingu tímans. Sviptingin er umdeild enda kveða japönsk lög á um að einungis kvenleggur keisaraættarinnar þurfi að afsala sér titlunum ef hann gengur að eiga einhvern af almúgaættum. Mako er elsta barnabarn Akihito keisara og dóttir prinsins Fumihito sem er annar í röðinni að japanska keisaratitlinum. Bróðir hennar, sem fæddur er árið 2001, er sá þriðji.Hún eins og máni, hann eins og sól Mako var hamingjan uppmáluð á blaðamannafundi í konunglegum heimkynnunum í gær þar sem hún greindi frá ákvörðun þeirra Kei Komuro. Hann er 25 ára gamall lögfræðingur en þau prinsessan kynntust þegar þau voru bæði í námi. Mako vinnur nú að doktorsgráðunni sinni og starfar við rannsóknir. Á fundinum sagðist Mako gera sér fullkomlega grein fyrir því hvaða afleiðingar ákvörðun hennar myndi hafa. Þrátt fyrir að hafa uppfyllt skyldur sínar sem meðlimur keisaraættarinnar hefði hún notið þess að lifa sínu eigin lífi. Mako sagðist fyrst hafa fallið fyrir brosi Kei Komuro, sem hún sagði brosa „eins og sólin“ en hann líkti henni við mána sem vakti yfir honum. Búist er við því að þau Mako og Kei Komuro gangi í það heilaga á næsta ári.Gæti ættin lognast út af? Hávær orðrómur er uppi þess efnis að keisarinn Akihito muni láta af embætti á komandi mánuðum en hann er á níræðisaldri og orðinn heilsuveill. Óvissa ríkir um framtíð japönsku keisaraættarinnar en Makó er aðeins eitt fjögurra barnabarna keisarans. Ákveði hin þrjú einnig að gifta frá sér erfðaréttinn er viðbúið að ætt keisarans, sem unnt er að rekja aftur til ára fyrir Kristsburð, lognist út af. Hingað til hefur tignin aðeins erfst í karllegg en umræða hefur verið uppi í landinu um að leyfa kvenkyns keisara eða leggja embætti keisara alfarið niður. Kóngafólk Tengdar fréttir Japönsk prinsessa afsalar sér titlum fyrir ástina Prinsessan Mako hyggst giftast manni sem er af almúgaættum. 18. maí 2017 08:10 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Japanska prinsessa Mako greindi frá því í gær að hún hefði trúlofast kærastanum sínum, sem er af almúgaættum. Verður það óhjákvæmilega til þess, eins og Vísir greindi frá í vor, að hún verður svipt öllum konunglegum titlum í fyllingu tímans. Sviptingin er umdeild enda kveða japönsk lög á um að einungis kvenleggur keisaraættarinnar þurfi að afsala sér titlunum ef hann gengur að eiga einhvern af almúgaættum. Mako er elsta barnabarn Akihito keisara og dóttir prinsins Fumihito sem er annar í röðinni að japanska keisaratitlinum. Bróðir hennar, sem fæddur er árið 2001, er sá þriðji.Hún eins og máni, hann eins og sól Mako var hamingjan uppmáluð á blaðamannafundi í konunglegum heimkynnunum í gær þar sem hún greindi frá ákvörðun þeirra Kei Komuro. Hann er 25 ára gamall lögfræðingur en þau prinsessan kynntust þegar þau voru bæði í námi. Mako vinnur nú að doktorsgráðunni sinni og starfar við rannsóknir. Á fundinum sagðist Mako gera sér fullkomlega grein fyrir því hvaða afleiðingar ákvörðun hennar myndi hafa. Þrátt fyrir að hafa uppfyllt skyldur sínar sem meðlimur keisaraættarinnar hefði hún notið þess að lifa sínu eigin lífi. Mako sagðist fyrst hafa fallið fyrir brosi Kei Komuro, sem hún sagði brosa „eins og sólin“ en hann líkti henni við mána sem vakti yfir honum. Búist er við því að þau Mako og Kei Komuro gangi í það heilaga á næsta ári.Gæti ættin lognast út af? Hávær orðrómur er uppi þess efnis að keisarinn Akihito muni láta af embætti á komandi mánuðum en hann er á níræðisaldri og orðinn heilsuveill. Óvissa ríkir um framtíð japönsku keisaraættarinnar en Makó er aðeins eitt fjögurra barnabarna keisarans. Ákveði hin þrjú einnig að gifta frá sér erfðaréttinn er viðbúið að ætt keisarans, sem unnt er að rekja aftur til ára fyrir Kristsburð, lognist út af. Hingað til hefur tignin aðeins erfst í karllegg en umræða hefur verið uppi í landinu um að leyfa kvenkyns keisara eða leggja embætti keisara alfarið niður.
Kóngafólk Tengdar fréttir Japönsk prinsessa afsalar sér titlum fyrir ástina Prinsessan Mako hyggst giftast manni sem er af almúgaættum. 18. maí 2017 08:10 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Japönsk prinsessa afsalar sér titlum fyrir ástina Prinsessan Mako hyggst giftast manni sem er af almúgaættum. 18. maí 2017 08:10