Króatar og Rússar áfram með fullt hús stiga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2017 16:47 Bojan Bogdanovic hefur skorað yfir 20 stig í öllum þremur leikjum Króata á EM. vísir/epa Fjórum leikjum er lokið á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Bojan Bogdanovic, leikmaður Indiana Pacers, leiddi Króata til sigurs á Svartfellingum, 72-76, í C-riðli. Króatar eru með sex stig á toppi riðilsins en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína. Bogdanovic skoraði 23 stig og tók sex fráköst. Hann er meðal stigahæstu manna mótsins með 22,3 stig að meðaltali í leik. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 14 stig fyrir Króatíu sem leiddi allan leikinn og komst m.a. í 0-10 í upphafi leiks. Tyrese Rice var stigahæstur hjá Svartfjallalandi með 22 stig. Liðið er með fjögur stig í 3. sæti C-riðils. Adam Hanga átti stórleik þegar Ungverjar báru sigurorð af Tékkum, 85-73, í C-riðli. Þetta var fyrsti sigur Ungverjalands á EM. Hanga skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar í ungverska liðinu. Hann hitti úr 10 af 16 skotum sínum. Tomas Satoransky og Lukas Palyza skoruðu 18 stig hvor fyrir Tékkland sem er með fjögur stig í 5. sæti C-riðils.Aleksei Shved var öflugur í sigri Rússa á Belgum.vísir/epaRússar eru áfram með fullt hús stiga í D-riðli eftir 67-76 sigur á Belgum í dag. Aleksei Shved fór fyrir Rússum með 20 stigum, sex fráköstum og sex stoðsendingum. Timofey Mozgov skoraði 12 stig. Rússland er með sex stig á toppi riðilsins eftir þrjá sigra í jafn mörgum leikjum. Maxime De Zeeuw skoraði 15 stig fyrir Belga sem eru í 3. sæti riðilsins með fjögur stig eftir einn sigur og tvö töp. Kristpas Porzingis, leikmaður New York Knicks, sýndi hvers hann er megnugur þegar Lettland vann fimm stiga sigur á Bretlandi, 97-92, í D-riðli. Porzingis skoraði 28 stig og tók átta fráköst fyrir Letta sem eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Porzingis hitti úr 11 af 17 skotum sínum í leiknum. Gabe Olaseni skoraði 23 stig og tók 10 fráköst fyrir breska liðið sem er enn án stiga í D-riðli. Í kvöld mætast svo Spánverjar og Rúmenar í C-riðli og Serbar og Tyrkir í D-riðli. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Fjórum leikjum er lokið á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Bojan Bogdanovic, leikmaður Indiana Pacers, leiddi Króata til sigurs á Svartfellingum, 72-76, í C-riðli. Króatar eru með sex stig á toppi riðilsins en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína. Bogdanovic skoraði 23 stig og tók sex fráköst. Hann er meðal stigahæstu manna mótsins með 22,3 stig að meðaltali í leik. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 14 stig fyrir Króatíu sem leiddi allan leikinn og komst m.a. í 0-10 í upphafi leiks. Tyrese Rice var stigahæstur hjá Svartfjallalandi með 22 stig. Liðið er með fjögur stig í 3. sæti C-riðils. Adam Hanga átti stórleik þegar Ungverjar báru sigurorð af Tékkum, 85-73, í C-riðli. Þetta var fyrsti sigur Ungverjalands á EM. Hanga skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar í ungverska liðinu. Hann hitti úr 10 af 16 skotum sínum. Tomas Satoransky og Lukas Palyza skoruðu 18 stig hvor fyrir Tékkland sem er með fjögur stig í 5. sæti C-riðils.Aleksei Shved var öflugur í sigri Rússa á Belgum.vísir/epaRússar eru áfram með fullt hús stiga í D-riðli eftir 67-76 sigur á Belgum í dag. Aleksei Shved fór fyrir Rússum með 20 stigum, sex fráköstum og sex stoðsendingum. Timofey Mozgov skoraði 12 stig. Rússland er með sex stig á toppi riðilsins eftir þrjá sigra í jafn mörgum leikjum. Maxime De Zeeuw skoraði 15 stig fyrir Belga sem eru í 3. sæti riðilsins með fjögur stig eftir einn sigur og tvö töp. Kristpas Porzingis, leikmaður New York Knicks, sýndi hvers hann er megnugur þegar Lettland vann fimm stiga sigur á Bretlandi, 97-92, í D-riðli. Porzingis skoraði 28 stig og tók átta fráköst fyrir Letta sem eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Porzingis hitti úr 11 af 17 skotum sínum í leiknum. Gabe Olaseni skoraði 23 stig og tók 10 fráköst fyrir breska liðið sem er enn án stiga í D-riðli. Í kvöld mætast svo Spánverjar og Rúmenar í C-riðli og Serbar og Tyrkir í D-riðli.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum