Haukur: Við fundum okkur svolítið sjálfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 07:30 Haukur Helgi Pálsson. Mynd/FIBA Það var gott hljóðið í Hauk Helga Pálssyni eftir æfingu íslenska körfuboltalandsliðsins í gær en liðið var þá að undirbúa sig fyrir leik á móti Slóvenum á EM í Helsinki sem fram fer í dag. „Staðan er góð. Mórallinn er eins hátt uppi og hann getur orðið núna. Það var góður hvíldardagur í dag (í gær) og við nýttum hann vel. Við verðum tilbúnir á morgun (í dag). Mórallinn er mjög góður,“ segir Haukur. Síðasti leikur við Frakka gekk betur en sá á móti Póllandi daginn áður. „Okkur fannst þetta bara vera þokkalega vel gert í síðasta leik þrátt fyrir þetta tap. Við fundum okkur svolítið sjálfir, það voru fleiri að hitta og meira að gerast. Það er erfitt að spila á móti liði sem er með sjötíu prósent hittni,“ segir Haukur. „Núna er bara að halda þessu áfram og menn eru bara spenntir fyrir næsta leik. Þetta var orðið þannig að maður var farinn að bíða eftir að fá hvíldardaginn en núna er maður farinn að bíða eftir að hann sé búinn þannig að við getum farið að spila aftur,“ segir Haukur. En hvað þarf að gerast í dag til að íslenska liðið nái góðum úrslitum? „Við þurfum allir að eiga toppleik. Við þurfum að berjast og við þurfum að gera eins við gerðum á móti Frökkum fyrstu 25 mínúturnar og gera það í 40 mínútur. Þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Haukur. „Það sem Frakkar höfðu var gífurleg breidd og þeir gátu spilað bara tuttugu mínútur á hverjum manni. Það skipti ekki máli hver var að koma inná hjá þeim. Það er erfitt að takast á við þannig menn í 40 mínútur,“ segir Haukur. „Slóvenar eru með hrikalega flott lið líka og þeir eru ósigraðir i þessum riðli. Það verður þvílíkt verkefni fyrir okkur en við mætum því bara og erum alveg klárir,“ segir Haukur. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Íslands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Það var gott hljóðið í Hauk Helga Pálssyni eftir æfingu íslenska körfuboltalandsliðsins í gær en liðið var þá að undirbúa sig fyrir leik á móti Slóvenum á EM í Helsinki sem fram fer í dag. „Staðan er góð. Mórallinn er eins hátt uppi og hann getur orðið núna. Það var góður hvíldardagur í dag (í gær) og við nýttum hann vel. Við verðum tilbúnir á morgun (í dag). Mórallinn er mjög góður,“ segir Haukur. Síðasti leikur við Frakka gekk betur en sá á móti Póllandi daginn áður. „Okkur fannst þetta bara vera þokkalega vel gert í síðasta leik þrátt fyrir þetta tap. Við fundum okkur svolítið sjálfir, það voru fleiri að hitta og meira að gerast. Það er erfitt að spila á móti liði sem er með sjötíu prósent hittni,“ segir Haukur. „Núna er bara að halda þessu áfram og menn eru bara spenntir fyrir næsta leik. Þetta var orðið þannig að maður var farinn að bíða eftir að fá hvíldardaginn en núna er maður farinn að bíða eftir að hann sé búinn þannig að við getum farið að spila aftur,“ segir Haukur. En hvað þarf að gerast í dag til að íslenska liðið nái góðum úrslitum? „Við þurfum allir að eiga toppleik. Við þurfum að berjast og við þurfum að gera eins við gerðum á móti Frökkum fyrstu 25 mínúturnar og gera það í 40 mínútur. Þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Haukur. „Það sem Frakkar höfðu var gífurleg breidd og þeir gátu spilað bara tuttugu mínútur á hverjum manni. Það skipti ekki máli hver var að koma inná hjá þeim. Það er erfitt að takast á við þannig menn í 40 mínútur,“ segir Haukur. „Slóvenar eru með hrikalega flott lið líka og þeir eru ósigraðir i þessum riðli. Það verður þvílíkt verkefni fyrir okkur en við mætum því bara og erum alveg klárir,“ segir Haukur.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Íslands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Íslands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum