Finnur: Þeir fundu lausnir allan tímann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 13:53 Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, var almennt ánægður með frammistöðu Íslands gegn Slóvenum á Evrópumótinu í körfubolta í dag, en sagði varnarleikinn vera helsta vandamál liðsins. Arnar Björnsson ræddi við Finn eftir leikinn. „Mér fannst við koma ágætlega út sóknarlega, náðum að setja saman fínar fléttur og fá körfurnar, en á sama tíma þá er varnarleikurinn ekki nógu góður.“ „Slóvenía náði að finna lausnir allan tímann. Þegar það fór að hiksta hjá okkur sóknarlega og þeir héldu áfram að gera sitt sóknarlega þá náttúrulega jókst munurinn og þeir fóru að fá hraðaupphlaup og skora í kjölfarið, þannig að á meðan við náum ekki að stoppa þá og treysta á vörnina okkar þá verður þetta alltaf mjög erfitt,“ sagði Finnur. Íslendingar voru sterkir framan af í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta, en leikurinn tapaðist að lokum 75-102. „Við erum minni og við þurfum að taka áhættu hér og þar. Þeir eru bara með það mikla hæfileika og það mikinn líkamlegan styrk í mörgum stöðum að við þurfum nánast að spila óaðfinnanlega til þess að ná að loka hlutunum. Sérstaklega í lokinn þegar Dragic stígur upp og byrjar að stýra showinu, nær að vera klókur og næla sér í villur og koma sér á vítalínuna og byggja upp muninn, þá var þetta strax erfitt.“ „Ég var ánægðastur með strákana sem komu af bekknum og náðu að rífa þetta upp. Frammistaða Elvars var mjög flott, mér fannst Tryggvi koma inn og líma vörnina saman. Við héldum áfram út allan leikinn. Við náum að skapa okkur skot og skapa okkur færi. Haukur, Hlynur og Martin allir að gera vel, sérstaklega sóknarlega, en þetta kemur allt til baka ef við náum ekki að finna leiðir til að verjast þessum liðum, þá verðum við alltaf í bölvuðu basli,“ sagði Finnur að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, var almennt ánægður með frammistöðu Íslands gegn Slóvenum á Evrópumótinu í körfubolta í dag, en sagði varnarleikinn vera helsta vandamál liðsins. Arnar Björnsson ræddi við Finn eftir leikinn. „Mér fannst við koma ágætlega út sóknarlega, náðum að setja saman fínar fléttur og fá körfurnar, en á sama tíma þá er varnarleikurinn ekki nógu góður.“ „Slóvenía náði að finna lausnir allan tímann. Þegar það fór að hiksta hjá okkur sóknarlega og þeir héldu áfram að gera sitt sóknarlega þá náttúrulega jókst munurinn og þeir fóru að fá hraðaupphlaup og skora í kjölfarið, þannig að á meðan við náum ekki að stoppa þá og treysta á vörnina okkar þá verður þetta alltaf mjög erfitt,“ sagði Finnur. Íslendingar voru sterkir framan af í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta, en leikurinn tapaðist að lokum 75-102. „Við erum minni og við þurfum að taka áhættu hér og þar. Þeir eru bara með það mikla hæfileika og það mikinn líkamlegan styrk í mörgum stöðum að við þurfum nánast að spila óaðfinnanlega til þess að ná að loka hlutunum. Sérstaklega í lokinn þegar Dragic stígur upp og byrjar að stýra showinu, nær að vera klókur og næla sér í villur og koma sér á vítalínuna og byggja upp muninn, þá var þetta strax erfitt.“ „Ég var ánægðastur með strákana sem komu af bekknum og náðu að rífa þetta upp. Frammistaða Elvars var mjög flott, mér fannst Tryggvi koma inn og líma vörnina saman. Við héldum áfram út allan leikinn. Við náum að skapa okkur skot og skapa okkur færi. Haukur, Hlynur og Martin allir að gera vel, sérstaklega sóknarlega, en þetta kemur allt til baka ef við náum ekki að finna leiðir til að verjast þessum liðum, þá verðum við alltaf í bölvuðu basli,“ sagði Finnur að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15