Tyrkir unnu Króata | Ísland og Króatía jöfn á toppnum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tyrkir unnu sterkan sigur í kvöld.vísir/getty
Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króatíu í I-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Tyrkir eru því komnir með 14 stig, eins og Úkraína, en fara upp fyrir þá í þriðja sætið á markatölu.
Úrslitin þýða að Íslendingar eru jafnir Króötum að stigum á toppi riðilsins, en Króatar eru með betri markatölu og halda því toppsætinu.
Cenk Tosun, leikmaður Besiktas í heimalandinu, skoraði sigurmarkið fyrir Tyrki á 75. mínútu.
Í hinum leik riðilsins vann Finnland 0-1 sigur á Kósóvó. Teemu Pukki skoraði mark Finna á 83. mínútu.
Sú úrslit höfðu engin áhrif á stöðu riðilsins, liðin eru í 5. og 6. sæti með enga möguleika á því að komast í umspilið.