Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 16:54 Spánverjar unnu sigur Vísir/getty Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndunum. Spánverjar leiddu 32-38 í hálfleik, en staðan eftir þriðja leikhluta var 54-53 fyrir Króata. NBA-leikmennirnir Ricky Rubio og Marc Gasol fóru mikinn í liði Spánverja í dag. Rubio skoraði 13 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Gasol skoraði aðeins 9 stig en tók niður 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dario Saric, liðsmaður Philadelphia 76ers, var bestur Króata í leiknum með 18 stig og heil 13 fráköst. Hann gaf einnig 4 stoðsendingar og stal 2 boltum. Fyrr í dag vann Svartfjallaland 75-88 sigur á Tékkum. Svartfellingar tóku forystu snemma leiks og létu hana aldrei af hendi. Nikola Ivanovic og Nikola Vucevic skoruðu báðir 17 stig fyrir Svartfjallaland. Hjá Tékkum voru þrír menn með 11 stig, Tomas Satoransky skoraði 13 og Patrik Auda var stigahæstur með 14 stig. Lettar unnu sannfærandi sigur á Rússum, 69-84 í fyrsta leik D-riðils í dag. Janis Timma skoraði 22 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Letta. Alexey Shved var stigahæstur Rússa með 21 stig, 3 fráköst og 6 stoðsendingar. Annars staðar í D-riðli unnu Serbar Breta 68-82. Bojan Bogdanovic var atkvæðamestur í liði Serba með 18 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Teddy Okereafor dróg lestina fyrir Breta og skoraði 17 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Rússland, Serbía og Lettland eru öll með 7 stig í riðlinum þegar ein umferð er eftir. Einum leik er lokið í B-riðli þar sem Litháen rústaði Úkraínu 94-62. Litháar voru með 17 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og þó Úkraínumenn næðu aðeins að krafsa í bakkann fyrir hálfleikinn þá var sigurinn aldrei í hættu. Toranto Raptors-maðurinn Jonas Valanciunas var bestur allra hjá Litháum í dag með 22 stig, 14 fráköst og eina stoðsendingu. Einn maður skoraði næstum helming stiga Úkraínumanna í leiknum. Artem Pustovyi, sem leikur með Obradoiro í spænsku deildinni skoraði 29 stig. Enginn af liðsfélögum hans náði meira en 5 stigum. Pustovyi tók einnig 8 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira
Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndunum. Spánverjar leiddu 32-38 í hálfleik, en staðan eftir þriðja leikhluta var 54-53 fyrir Króata. NBA-leikmennirnir Ricky Rubio og Marc Gasol fóru mikinn í liði Spánverja í dag. Rubio skoraði 13 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Gasol skoraði aðeins 9 stig en tók niður 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dario Saric, liðsmaður Philadelphia 76ers, var bestur Króata í leiknum með 18 stig og heil 13 fráköst. Hann gaf einnig 4 stoðsendingar og stal 2 boltum. Fyrr í dag vann Svartfjallaland 75-88 sigur á Tékkum. Svartfellingar tóku forystu snemma leiks og létu hana aldrei af hendi. Nikola Ivanovic og Nikola Vucevic skoruðu báðir 17 stig fyrir Svartfjallaland. Hjá Tékkum voru þrír menn með 11 stig, Tomas Satoransky skoraði 13 og Patrik Auda var stigahæstur með 14 stig. Lettar unnu sannfærandi sigur á Rússum, 69-84 í fyrsta leik D-riðils í dag. Janis Timma skoraði 22 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Letta. Alexey Shved var stigahæstur Rússa með 21 stig, 3 fráköst og 6 stoðsendingar. Annars staðar í D-riðli unnu Serbar Breta 68-82. Bojan Bogdanovic var atkvæðamestur í liði Serba með 18 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Teddy Okereafor dróg lestina fyrir Breta og skoraði 17 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Rússland, Serbía og Lettland eru öll með 7 stig í riðlinum þegar ein umferð er eftir. Einum leik er lokið í B-riðli þar sem Litháen rústaði Úkraínu 94-62. Litháar voru með 17 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og þó Úkraínumenn næðu aðeins að krafsa í bakkann fyrir hálfleikinn þá var sigurinn aldrei í hættu. Toranto Raptors-maðurinn Jonas Valanciunas var bestur allra hjá Litháum í dag með 22 stig, 14 fráköst og eina stoðsendingu. Einn maður skoraði næstum helming stiga Úkraínumanna í leiknum. Artem Pustovyi, sem leikur með Obradoiro í spænsku deildinni skoraði 29 stig. Enginn af liðsfélögum hans náði meira en 5 stigum. Pustovyi tók einnig 8 fráköst og gaf tvær stoðsendingar.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira