Leigufélag með 180 íbúðir sett í söluferli Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2017 08:30 Vallahverfið hefur byggst hratt upp á undanförnum árum. Vísir/GVA Eigendur leigufélagsins Vellir 15 ehf., sem á samtals um 180 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Til stendur að selja allt hlutafé í félaginu, en það er að stærstum hluta í eigu Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins, og ÓDT ráðgjafa, sem er í eigu stærstu hluthafa hótelkeðjunnar. Það er fyrirtækjaráðgjöf verðbréfafyrirtækisins Virðingar sem hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Áætlað kaupverð fyrir allt fasteignasafnið gæti verið um 3 til 3,5 milljarðar króna. Leigufélagið á um 180 íbúðir en um 70 prósent þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Hverfið hefur byggst hratt upp að undanförnu og búa þar um 4.300 manns. Er stærsti hluti íbúanna fjölskyldufólk á aldrinum 21-40 ára. Fram kom í umfjöllun hagfræðideildar Landsbankans fyrr á árinu að fasteignaverð hafi hækkað hratt í hverfinu, samhliða aukinni uppbyggingu, en hækkunin nam til dæmis liðlega sautján prósentum árið 2015. Sé litið til áranna 2014 til 2016 hækkaði fasteignaverðið á Völlunum um hátt í þrjátíu prósent. 14,4 milljóna tap varð af rekstri Valla 15 árið 2015 og jókst tapið um rúmar tíu milljónir á milli ára. Eigið fé félagsins var 718,5 milljónir í lok árs 2015 og var eiginfjárhlutfallið um 31 prósent. Átti félagið þá fasteignir sem voru bókfærðar á 2,3 milljarða króna í ársreikningi þess. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Eigendur leigufélagsins Vellir 15 ehf., sem á samtals um 180 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Til stendur að selja allt hlutafé í félaginu, en það er að stærstum hluta í eigu Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins, og ÓDT ráðgjafa, sem er í eigu stærstu hluthafa hótelkeðjunnar. Það er fyrirtækjaráðgjöf verðbréfafyrirtækisins Virðingar sem hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Áætlað kaupverð fyrir allt fasteignasafnið gæti verið um 3 til 3,5 milljarðar króna. Leigufélagið á um 180 íbúðir en um 70 prósent þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Hverfið hefur byggst hratt upp að undanförnu og búa þar um 4.300 manns. Er stærsti hluti íbúanna fjölskyldufólk á aldrinum 21-40 ára. Fram kom í umfjöllun hagfræðideildar Landsbankans fyrr á árinu að fasteignaverð hafi hækkað hratt í hverfinu, samhliða aukinni uppbyggingu, en hækkunin nam til dæmis liðlega sautján prósentum árið 2015. Sé litið til áranna 2014 til 2016 hækkaði fasteignaverðið á Völlunum um hátt í þrjátíu prósent. 14,4 milljóna tap varð af rekstri Valla 15 árið 2015 og jókst tapið um rúmar tíu milljónir á milli ára. Eigið fé félagsins var 718,5 milljónir í lok árs 2015 og var eiginfjárhlutfallið um 31 prósent. Átti félagið þá fasteignir sem voru bókfærðar á 2,3 milljarða króna í ársreikningi þess. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf