Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2017 09:00 Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar. vísir/ernir Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félagið á nú 23,3 prósenta hlut í Pressunni. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar og Arnar framkvæmdastjóri félagsins. Eignarhlutur Dalsins, sem er í jafnri eigu þeirra Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmanns, fór á sama tíma úr 88,4 í 66,3 prósent. Eiga nú félög í eigu Björns Inga og Arnars um 31 prósent hlut í Pressunni. Eins og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku var lánveitingum Dalsins til Pressunnar breytt í hlutafé og eignaðist félagið þannig ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækinu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Í dag verður stefna félagsins Útvarðar ehf., sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar, fyrrverandi stjórnarformanns DV, á hendur Pressunni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skuldar Pressan Útverði tugi milljóna króna. Síðar í mánuðinum verður gjaldþrotabeiðni tollstjórans á hendur Vefpressunni tekin fyrir í héraðsdómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Sjá meira
Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félagið á nú 23,3 prósenta hlut í Pressunni. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar og Arnar framkvæmdastjóri félagsins. Eignarhlutur Dalsins, sem er í jafnri eigu þeirra Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmanns, fór á sama tíma úr 88,4 í 66,3 prósent. Eiga nú félög í eigu Björns Inga og Arnars um 31 prósent hlut í Pressunni. Eins og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku var lánveitingum Dalsins til Pressunnar breytt í hlutafé og eignaðist félagið þannig ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækinu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Í dag verður stefna félagsins Útvarðar ehf., sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar, fyrrverandi stjórnarformanns DV, á hendur Pressunni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skuldar Pressan Útverði tugi milljóna króna. Síðar í mánuðinum verður gjaldþrotabeiðni tollstjórans á hendur Vefpressunni tekin fyrir í héraðsdómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Sjá meira
Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21. júní 2017 23:30
Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00