SA & samfélagsleg ábyrgð Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. september 2017 07:00 Tugir fanga á Íslandi ljúka afplánun sinni á ári hverju. Þeir fara um sem frjálsir menn en eiga engu að síður erfitt með að fá störf og húsnæði. Helmingur þeirra sem losna brýtur af sér að nýju og endar á sama stað. Þetta kostar samfélagið milljarða enda snertiflöturinn víða, t.d. hjá lögreglu, dómstólum, fangelsunum, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu. Er þá ónefndur kostnaður dómþola og ekki síður brotaþola sem getur bæði verið fjárhagslegur og persónulegur. Meira en helmingur fanga endar sem öryrkjar eða þarf á framfærslu sveitarfélaga að halda til langs tíma. Ekki alls fyrir löngu kom fram í fjölmiðlum að aldrei hafi jafn margir þegið fjárhagsaðstoð eins og um þessar mundir. Jafnframt kom fram að stærsti hópurinn væri einhleypir karlmenn með litla menntun. Langstærsti hópur fanga er einmitt einhleypir karlmenn með litla menntun. Þetta eru mennirnir sem koma út úr fangelsunum, frjálsir en hafa ekkert í farteskinu til að takast á við lífið.Starfsþjálfun í fangelsum Í mínum huga er skýrt að atvinnulífið, Samtök atvinnulífsins sérstaklega, þarf að koma að málum. Þróa mætti styttri námskeið þannig að fangar í afplánun fengju starfsþjálfun sem nýtast myndi utan veggja fangelsisins. Þá verður að vera vilji til að ráða fyrrverandi fanga til starfa því fái hann ekki tækifæri endar hann aftur í fangelsi. Það er samfélagslega hagkvæmt að fangar fái tækifæri og njóti aftur trausts. Með því að skapa störf fyrir fyrrverandi fanga lækkar kostnaður og tekjur aukast í formi skatta, auk þess sem samfélagið fær nýta þegna sem skila einhverju til baka en taka ekki eingöngu. Ég skora því á Samtök atvinnulífsins og atvinnurekendur almennt að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og taka upp hanskann fyrir fyrrverandi fanga. Yfir til ykkar. Greinarhöfundur er formaður Afstöðu – félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Tugir fanga á Íslandi ljúka afplánun sinni á ári hverju. Þeir fara um sem frjálsir menn en eiga engu að síður erfitt með að fá störf og húsnæði. Helmingur þeirra sem losna brýtur af sér að nýju og endar á sama stað. Þetta kostar samfélagið milljarða enda snertiflöturinn víða, t.d. hjá lögreglu, dómstólum, fangelsunum, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu. Er þá ónefndur kostnaður dómþola og ekki síður brotaþola sem getur bæði verið fjárhagslegur og persónulegur. Meira en helmingur fanga endar sem öryrkjar eða þarf á framfærslu sveitarfélaga að halda til langs tíma. Ekki alls fyrir löngu kom fram í fjölmiðlum að aldrei hafi jafn margir þegið fjárhagsaðstoð eins og um þessar mundir. Jafnframt kom fram að stærsti hópurinn væri einhleypir karlmenn með litla menntun. Langstærsti hópur fanga er einmitt einhleypir karlmenn með litla menntun. Þetta eru mennirnir sem koma út úr fangelsunum, frjálsir en hafa ekkert í farteskinu til að takast á við lífið.Starfsþjálfun í fangelsum Í mínum huga er skýrt að atvinnulífið, Samtök atvinnulífsins sérstaklega, þarf að koma að málum. Þróa mætti styttri námskeið þannig að fangar í afplánun fengju starfsþjálfun sem nýtast myndi utan veggja fangelsisins. Þá verður að vera vilji til að ráða fyrrverandi fanga til starfa því fái hann ekki tækifæri endar hann aftur í fangelsi. Það er samfélagslega hagkvæmt að fangar fái tækifæri og njóti aftur trausts. Með því að skapa störf fyrir fyrrverandi fanga lækkar kostnaður og tekjur aukast í formi skatta, auk þess sem samfélagið fær nýta þegna sem skila einhverju til baka en taka ekki eingöngu. Ég skora því á Samtök atvinnulífsins og atvinnurekendur almennt að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og taka upp hanskann fyrir fyrrverandi fanga. Yfir til ykkar. Greinarhöfundur er formaður Afstöðu – félags fanga.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun