Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2017 12:49 Fellibylurinn Irma gengur yfir hafsvæði norður af Hispanola-eyju í dag. Vísir/AFP Breska ríkissjónvarpið BBC hefur tekið saman yfirlit yfir þær eyjar í Karíbahafi sem þegar hafa orðið á vegi Irmu. Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta.Antígva og Barbúda • Íbúafjöldi: 90.800. • Ein af þeim eyjum í Karíbahafi þar sem velmegun er hvað mest vegna mikils ferðamannaiðnaðar og starfsemi aflandsbanka. • Barbúda var í raun fyrsta fórnarlamb Irmu, en Antígva slapp að mestu við eyðileggingu og hafa engar fréttir hafa borist um dauðsföll þar. Verra er ástandið á Barbúda þar sem 95 prósent bygginga eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Staðfest er að einn hafi látið lífið á Barbúda í óveðrinu.Sankti Martin • Íbúafjöldi: 75 þúsund. • Vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum. Nyrðri hluti eyjunnar er franskur (Saint-Martin) og sá syðri hollenskur (Sint-Maarten). • Staðfest er að átta manns hið minnsta eru látnir á franska hluta eyjarinnar. Fréttir hafa borist af mikilli eyðileggingu á eyjunni, flóðum og rafmagnsleysi.Sankti Barthelemy • Íbúafjöldi: 9.200. • Frönsk eyja og vinsæll áfangastaður fyrir auðuga ferðamenn. • Staðfest að tveir eru látnir og svo hafa borist fréttir af eyðileggingu, flóðum og rafmagnsleysi.Angvilla • Íbúafjöldi: 13.500. • Breskt yfirráðasvæði og vinsæll áfangastaður fyrir vel stæða ferðamenn. • Staðfest er að einn er látinn á eyjunni en umfang eyðileggingarinnar er enn ekki að fullu ljós.Bresku jómfrúreyjar • Íbúafjöldi: 20.600. • Standa saman af fjörutíu eyjum. • Irma gekk yfir nyrstu eyjarnar og er umfang eyðileggingar enn ekki ljós.Púertó Ríkó • Íbúafjöldi: 3,7 milljónir. • Sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna og vinsæll áfangastaður ferðamanna, en hefur glímt við miklar skuldir, fátækt og mikið atvinnuleysi. • Irma gekk yfir svæði norður af eyjunni og olli umfangsmiklu rafmagnsleysi. Umfang eyðileggingarinnar er enn ekki ljóst.Miðað við áætlaða leið Irmu á fellibylurinn enn eftir að herja á íbúa eftirfarandi eyja:Dóminíska lýðveldið • Íbúafjöldi: 10,8 milljónir. • Vinsæll áfangastaður ferðamanna á eyjunni Hispanola. Dóminíska lýðveldið er á austari hluta eyjunnar en Haítí á þeim vestari. • Fellibylurinn gengur nú yfir hafsvæðið rétt norður af eyjunni.Haítí • Íbúafjöldi: 10,6 milljónir. • Á sömu eyju og Dóminíska lýðveldið. Hefur þurft að glíma við afleiðingar mikils jarðskjálfta árið 2010. • Ekki er gert ráð fyrir að Irma gangi inn á landið þó að íbúar á norðurströnd landsins séu í viðbragðsstöðu.Turks- og Caicoseyjar • Íbúafjöldi: 31.500. • Breskar eyjar með blómstrandi ferðamannaiðnað, starfsemi aflandsbanka og sjávarútveg. • Eyjarnar eru láglendar og er hætta á að mikil flóð kunni að herja á íbúa þegar fellibylurinn fer hjá.Kúba • Íbúafjöldi: 11 milljónir. • Framleiðir mikið magn af sykri, tóbaki og kaffi. Mikill ferðamannaiðnaður á eyjunni. • Reiknað er með að fellibylurinn komi að eyjunni í kvöld.Bahamaeyjar • Íbúafjöldi: 350 þúsund. • Eyjaklasi sem samanstendur af samtals sjö hundruð eyjum. Tekið er á móti milljónum ferðamanna á ári hverju. • Viðvaranir hafa verið gefnar út á eyjunum vegna komu Irmu og er búist við mikilli ölduhæð og flóðum. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Breska ríkissjónvarpið BBC hefur tekið saman yfirlit yfir þær eyjar í Karíbahafi sem þegar hafa orðið á vegi Irmu. Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta.Antígva og Barbúda • Íbúafjöldi: 90.800. • Ein af þeim eyjum í Karíbahafi þar sem velmegun er hvað mest vegna mikils ferðamannaiðnaðar og starfsemi aflandsbanka. • Barbúda var í raun fyrsta fórnarlamb Irmu, en Antígva slapp að mestu við eyðileggingu og hafa engar fréttir hafa borist um dauðsföll þar. Verra er ástandið á Barbúda þar sem 95 prósent bygginga eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Staðfest er að einn hafi látið lífið á Barbúda í óveðrinu.Sankti Martin • Íbúafjöldi: 75 þúsund. • Vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum. Nyrðri hluti eyjunnar er franskur (Saint-Martin) og sá syðri hollenskur (Sint-Maarten). • Staðfest er að átta manns hið minnsta eru látnir á franska hluta eyjarinnar. Fréttir hafa borist af mikilli eyðileggingu á eyjunni, flóðum og rafmagnsleysi.Sankti Barthelemy • Íbúafjöldi: 9.200. • Frönsk eyja og vinsæll áfangastaður fyrir auðuga ferðamenn. • Staðfest að tveir eru látnir og svo hafa borist fréttir af eyðileggingu, flóðum og rafmagnsleysi.Angvilla • Íbúafjöldi: 13.500. • Breskt yfirráðasvæði og vinsæll áfangastaður fyrir vel stæða ferðamenn. • Staðfest er að einn er látinn á eyjunni en umfang eyðileggingarinnar er enn ekki að fullu ljós.Bresku jómfrúreyjar • Íbúafjöldi: 20.600. • Standa saman af fjörutíu eyjum. • Irma gekk yfir nyrstu eyjarnar og er umfang eyðileggingar enn ekki ljós.Púertó Ríkó • Íbúafjöldi: 3,7 milljónir. • Sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna og vinsæll áfangastaður ferðamanna, en hefur glímt við miklar skuldir, fátækt og mikið atvinnuleysi. • Irma gekk yfir svæði norður af eyjunni og olli umfangsmiklu rafmagnsleysi. Umfang eyðileggingarinnar er enn ekki ljóst.Miðað við áætlaða leið Irmu á fellibylurinn enn eftir að herja á íbúa eftirfarandi eyja:Dóminíska lýðveldið • Íbúafjöldi: 10,8 milljónir. • Vinsæll áfangastaður ferðamanna á eyjunni Hispanola. Dóminíska lýðveldið er á austari hluta eyjunnar en Haítí á þeim vestari. • Fellibylurinn gengur nú yfir hafsvæðið rétt norður af eyjunni.Haítí • Íbúafjöldi: 10,6 milljónir. • Á sömu eyju og Dóminíska lýðveldið. Hefur þurft að glíma við afleiðingar mikils jarðskjálfta árið 2010. • Ekki er gert ráð fyrir að Irma gangi inn á landið þó að íbúar á norðurströnd landsins séu í viðbragðsstöðu.Turks- og Caicoseyjar • Íbúafjöldi: 31.500. • Breskar eyjar með blómstrandi ferðamannaiðnað, starfsemi aflandsbanka og sjávarútveg. • Eyjarnar eru láglendar og er hætta á að mikil flóð kunni að herja á íbúa þegar fellibylurinn fer hjá.Kúba • Íbúafjöldi: 11 milljónir. • Framleiðir mikið magn af sykri, tóbaki og kaffi. Mikill ferðamannaiðnaður á eyjunni. • Reiknað er með að fellibylurinn komi að eyjunni í kvöld.Bahamaeyjar • Íbúafjöldi: 350 þúsund. • Eyjaklasi sem samanstendur af samtals sjö hundruð eyjum. Tekið er á móti milljónum ferðamanna á ári hverju. • Viðvaranir hafa verið gefnar út á eyjunum vegna komu Irmu og er búist við mikilli ölduhæð og flóðum.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15