Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2017 12:49 Fellibylurinn Irma gengur yfir hafsvæði norður af Hispanola-eyju í dag. Vísir/AFP Breska ríkissjónvarpið BBC hefur tekið saman yfirlit yfir þær eyjar í Karíbahafi sem þegar hafa orðið á vegi Irmu. Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta.Antígva og Barbúda • Íbúafjöldi: 90.800. • Ein af þeim eyjum í Karíbahafi þar sem velmegun er hvað mest vegna mikils ferðamannaiðnaðar og starfsemi aflandsbanka. • Barbúda var í raun fyrsta fórnarlamb Irmu, en Antígva slapp að mestu við eyðileggingu og hafa engar fréttir hafa borist um dauðsföll þar. Verra er ástandið á Barbúda þar sem 95 prósent bygginga eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Staðfest er að einn hafi látið lífið á Barbúda í óveðrinu.Sankti Martin • Íbúafjöldi: 75 þúsund. • Vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum. Nyrðri hluti eyjunnar er franskur (Saint-Martin) og sá syðri hollenskur (Sint-Maarten). • Staðfest er að átta manns hið minnsta eru látnir á franska hluta eyjarinnar. Fréttir hafa borist af mikilli eyðileggingu á eyjunni, flóðum og rafmagnsleysi.Sankti Barthelemy • Íbúafjöldi: 9.200. • Frönsk eyja og vinsæll áfangastaður fyrir auðuga ferðamenn. • Staðfest að tveir eru látnir og svo hafa borist fréttir af eyðileggingu, flóðum og rafmagnsleysi.Angvilla • Íbúafjöldi: 13.500. • Breskt yfirráðasvæði og vinsæll áfangastaður fyrir vel stæða ferðamenn. • Staðfest er að einn er látinn á eyjunni en umfang eyðileggingarinnar er enn ekki að fullu ljós.Bresku jómfrúreyjar • Íbúafjöldi: 20.600. • Standa saman af fjörutíu eyjum. • Irma gekk yfir nyrstu eyjarnar og er umfang eyðileggingar enn ekki ljós.Púertó Ríkó • Íbúafjöldi: 3,7 milljónir. • Sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna og vinsæll áfangastaður ferðamanna, en hefur glímt við miklar skuldir, fátækt og mikið atvinnuleysi. • Irma gekk yfir svæði norður af eyjunni og olli umfangsmiklu rafmagnsleysi. Umfang eyðileggingarinnar er enn ekki ljóst.Miðað við áætlaða leið Irmu á fellibylurinn enn eftir að herja á íbúa eftirfarandi eyja:Dóminíska lýðveldið • Íbúafjöldi: 10,8 milljónir. • Vinsæll áfangastaður ferðamanna á eyjunni Hispanola. Dóminíska lýðveldið er á austari hluta eyjunnar en Haítí á þeim vestari. • Fellibylurinn gengur nú yfir hafsvæðið rétt norður af eyjunni.Haítí • Íbúafjöldi: 10,6 milljónir. • Á sömu eyju og Dóminíska lýðveldið. Hefur þurft að glíma við afleiðingar mikils jarðskjálfta árið 2010. • Ekki er gert ráð fyrir að Irma gangi inn á landið þó að íbúar á norðurströnd landsins séu í viðbragðsstöðu.Turks- og Caicoseyjar • Íbúafjöldi: 31.500. • Breskar eyjar með blómstrandi ferðamannaiðnað, starfsemi aflandsbanka og sjávarútveg. • Eyjarnar eru láglendar og er hætta á að mikil flóð kunni að herja á íbúa þegar fellibylurinn fer hjá.Kúba • Íbúafjöldi: 11 milljónir. • Framleiðir mikið magn af sykri, tóbaki og kaffi. Mikill ferðamannaiðnaður á eyjunni. • Reiknað er með að fellibylurinn komi að eyjunni í kvöld.Bahamaeyjar • Íbúafjöldi: 350 þúsund. • Eyjaklasi sem samanstendur af samtals sjö hundruð eyjum. Tekið er á móti milljónum ferðamanna á ári hverju. • Viðvaranir hafa verið gefnar út á eyjunum vegna komu Irmu og er búist við mikilli ölduhæð og flóðum. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Breska ríkissjónvarpið BBC hefur tekið saman yfirlit yfir þær eyjar í Karíbahafi sem þegar hafa orðið á vegi Irmu. Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta.Antígva og Barbúda • Íbúafjöldi: 90.800. • Ein af þeim eyjum í Karíbahafi þar sem velmegun er hvað mest vegna mikils ferðamannaiðnaðar og starfsemi aflandsbanka. • Barbúda var í raun fyrsta fórnarlamb Irmu, en Antígva slapp að mestu við eyðileggingu og hafa engar fréttir hafa borist um dauðsföll þar. Verra er ástandið á Barbúda þar sem 95 prósent bygginga eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Staðfest er að einn hafi látið lífið á Barbúda í óveðrinu.Sankti Martin • Íbúafjöldi: 75 þúsund. • Vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum. Nyrðri hluti eyjunnar er franskur (Saint-Martin) og sá syðri hollenskur (Sint-Maarten). • Staðfest er að átta manns hið minnsta eru látnir á franska hluta eyjarinnar. Fréttir hafa borist af mikilli eyðileggingu á eyjunni, flóðum og rafmagnsleysi.Sankti Barthelemy • Íbúafjöldi: 9.200. • Frönsk eyja og vinsæll áfangastaður fyrir auðuga ferðamenn. • Staðfest að tveir eru látnir og svo hafa borist fréttir af eyðileggingu, flóðum og rafmagnsleysi.Angvilla • Íbúafjöldi: 13.500. • Breskt yfirráðasvæði og vinsæll áfangastaður fyrir vel stæða ferðamenn. • Staðfest er að einn er látinn á eyjunni en umfang eyðileggingarinnar er enn ekki að fullu ljós.Bresku jómfrúreyjar • Íbúafjöldi: 20.600. • Standa saman af fjörutíu eyjum. • Irma gekk yfir nyrstu eyjarnar og er umfang eyðileggingar enn ekki ljós.Púertó Ríkó • Íbúafjöldi: 3,7 milljónir. • Sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna og vinsæll áfangastaður ferðamanna, en hefur glímt við miklar skuldir, fátækt og mikið atvinnuleysi. • Irma gekk yfir svæði norður af eyjunni og olli umfangsmiklu rafmagnsleysi. Umfang eyðileggingarinnar er enn ekki ljóst.Miðað við áætlaða leið Irmu á fellibylurinn enn eftir að herja á íbúa eftirfarandi eyja:Dóminíska lýðveldið • Íbúafjöldi: 10,8 milljónir. • Vinsæll áfangastaður ferðamanna á eyjunni Hispanola. Dóminíska lýðveldið er á austari hluta eyjunnar en Haítí á þeim vestari. • Fellibylurinn gengur nú yfir hafsvæðið rétt norður af eyjunni.Haítí • Íbúafjöldi: 10,6 milljónir. • Á sömu eyju og Dóminíska lýðveldið. Hefur þurft að glíma við afleiðingar mikils jarðskjálfta árið 2010. • Ekki er gert ráð fyrir að Irma gangi inn á landið þó að íbúar á norðurströnd landsins séu í viðbragðsstöðu.Turks- og Caicoseyjar • Íbúafjöldi: 31.500. • Breskar eyjar með blómstrandi ferðamannaiðnað, starfsemi aflandsbanka og sjávarútveg. • Eyjarnar eru láglendar og er hætta á að mikil flóð kunni að herja á íbúa þegar fellibylurinn fer hjá.Kúba • Íbúafjöldi: 11 milljónir. • Framleiðir mikið magn af sykri, tóbaki og kaffi. Mikill ferðamannaiðnaður á eyjunni. • Reiknað er með að fellibylurinn komi að eyjunni í kvöld.Bahamaeyjar • Íbúafjöldi: 350 þúsund. • Eyjaklasi sem samanstendur af samtals sjö hundruð eyjum. Tekið er á móti milljónum ferðamanna á ári hverju. • Viðvaranir hafa verið gefnar út á eyjunum vegna komu Irmu og er búist við mikilli ölduhæð og flóðum.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15