Þarf ölmusukort til að skoða Ísland? Ögmundur Jónasson skrifar 8. september 2017 07:00 Það er eins gott að gleyma ekki greiðslukortinu þegar farið er með fjölskylduna að skoða „landið okkar“. Þegar kostar það fimm hundruð krónur að koma við í þjóðgarðinum á Þingvöllum, fjögur hundruð á mann að ganga á Helgafell og fjögur hundruð kostar í Kerið, sex þúsund og fimm hundruð að skoða Víðgelmi í Hallmundarhrauni og einnig sex þúsund og fimm hundruð að skoða Raufarhólshelli, helming þar af í Vatnshelli á Snæfellsnesi, sjö hundruð mun kosta að parkera við Seljalandsfoss og sex hundruð í Skaftafelli, síðan er Dettifoss að koma með inngangseyri og fleiri og fleiri. Nú kostar líka þrjú hundruð krónur að pissa í Hörpu og fjögur hundruð og níutíu að horfa á fjallahringinn úr Perlunni. Allt fær sitt verð. Hugmyndir hafa komið fram um að rukka inn í Skálholtskirkju, til dæmis fimm hundruð krónur svo gera megi við altaristöfluna. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Og allir ánægðir – að sögn. Fréttablaðið sýndi okkur í sumarbyrjun dansandi erlenda ferðmenn við Kerið í Grímsnesi undir fyrirsögninni „Ferðamenn sáttir við aðgangseyri í Kerið“. Þar borgar hver maður fjögur hundruð krónur til „eigenda“ þessarar náttúruperlu fyrir að fá að horfa á hana. Samkvæmt íslenskum lögum er þessi gjaldtaka óheimil enda enginn samningur verið gerður við Umhverfisstofnun eins og lög gera ráð fyrir. Fréttablaðið sagði okkur einnig að í fyrra hafi Kerfélagið rukkað fyrir sjötíu milljónir og væri hagnaður þar af þrjátíu milljónir. Blaðið hafði eftir talsmanni eiganda: „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu…“ Rukkunin er ólögmæt og jafnvel í þeim tilvikum sem heimila mætti gjaldtöku lögum samkvæmt væri arðtaka ólögmæt. Hvernig væri að spyrja nánar út í þetta? Og hvernig væri að velta því fyrir sér hvernig það verður fyrir tekjulitla fjölskyldu að ferðast um Ísland ef fer sem horfir með rukkara á hverju horni? Nema að gefin verði út sérstök ölmusukort fyrir þá sem ella gætu aldrei notið landsins síns. Og ef handhafar náttúruperlanna taka sitt úr vösum ferðamanna, mætti líka spyrja hve mikið verði eftir fyrir þá sem eru að selja raunverulega þjónustu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Það er eins gott að gleyma ekki greiðslukortinu þegar farið er með fjölskylduna að skoða „landið okkar“. Þegar kostar það fimm hundruð krónur að koma við í þjóðgarðinum á Þingvöllum, fjögur hundruð á mann að ganga á Helgafell og fjögur hundruð kostar í Kerið, sex þúsund og fimm hundruð að skoða Víðgelmi í Hallmundarhrauni og einnig sex þúsund og fimm hundruð að skoða Raufarhólshelli, helming þar af í Vatnshelli á Snæfellsnesi, sjö hundruð mun kosta að parkera við Seljalandsfoss og sex hundruð í Skaftafelli, síðan er Dettifoss að koma með inngangseyri og fleiri og fleiri. Nú kostar líka þrjú hundruð krónur að pissa í Hörpu og fjögur hundruð og níutíu að horfa á fjallahringinn úr Perlunni. Allt fær sitt verð. Hugmyndir hafa komið fram um að rukka inn í Skálholtskirkju, til dæmis fimm hundruð krónur svo gera megi við altaristöfluna. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Og allir ánægðir – að sögn. Fréttablaðið sýndi okkur í sumarbyrjun dansandi erlenda ferðmenn við Kerið í Grímsnesi undir fyrirsögninni „Ferðamenn sáttir við aðgangseyri í Kerið“. Þar borgar hver maður fjögur hundruð krónur til „eigenda“ þessarar náttúruperlu fyrir að fá að horfa á hana. Samkvæmt íslenskum lögum er þessi gjaldtaka óheimil enda enginn samningur verið gerður við Umhverfisstofnun eins og lög gera ráð fyrir. Fréttablaðið sagði okkur einnig að í fyrra hafi Kerfélagið rukkað fyrir sjötíu milljónir og væri hagnaður þar af þrjátíu milljónir. Blaðið hafði eftir talsmanni eiganda: „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu…“ Rukkunin er ólögmæt og jafnvel í þeim tilvikum sem heimila mætti gjaldtöku lögum samkvæmt væri arðtaka ólögmæt. Hvernig væri að spyrja nánar út í þetta? Og hvernig væri að velta því fyrir sér hvernig það verður fyrir tekjulitla fjölskyldu að ferðast um Ísland ef fer sem horfir með rukkara á hverju horni? Nema að gefin verði út sérstök ölmusukort fyrir þá sem ella gætu aldrei notið landsins síns. Og ef handhafar náttúruperlanna taka sitt úr vösum ferðamanna, mætti líka spyrja hve mikið verði eftir fyrir þá sem eru að selja raunverulega þjónustu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun