Sex mánaða nálgunarbann vegna ítrekaðra hótana gegn konu og barni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2017 10:48 Konan og barnið voru talin stafa raunveruleg hætta af manninum. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni og brottvísun af heimili gagnvart konu og barni. Í greinargerð barnaverndarnefndar sem fylgir úrskurði héraðsdóms er upphaf málsins takið til ársins 2014. Þá sótti maðurinn barnið á leikskóla í leyfisleysi, ók með það út fyrir höfuðborgarsvæðið og samkvæmt nafnlausri tilkynningu til yfirvalda, hótaði hann að svipta sig og barnið lífi. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafi ítrekað sótt barnið á leikskólann þar sem hann hafi haft uppi ógnandi hegðun og gróft málfar í garð starfsmanna. Þurfti starfsfólk leikskólans að setja sér sérstaka viðbragðsáætlun til þess að bregðast við þessu athæfi mannsins. Konunni var útvegaður neyðarhnappur en maðurinn sendi henni ógnandi sms-skilaboð í febrúar og ágúst á þessu ári. Skilaboðin og hótanirnar sem fólst í þeim voru kærðar til lögreglu.Skilaboðin sem kærð voru til lögreglu„„Styttist í að ég losna við gipsið og þá verður það bara ofbeldi gegn ofbeldi“ (sent 23. febrúar). „Laungu komin tími á að þú upplifir að tapa barninu þínu!!!!!“ (sent 8. ágúst). “..þú hefur ennþá 2 daga til að leyfa mér að hitta [...] annars áttu eftir að grenja eins og stúngin grís í marga mánuði og ár“ (sent 9. ágúst)“ .Þá kemur einnig fram í úrskurði héraðsdóms að maðurinn sæti nú þegar nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni vegna hótana og ofbeldis og að tvær ákærur hafi verið gefnar út á hendur honum vegna ofbeldisbrota í hennar garð. Er það mat barnaverndarnefndar að konunni og barninu stafi raunveruleg hætta af manninum og að hann muni halda áfram ofsóknum sínum í þeirra garð. Var manninum því gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði, þannig að lagt verði bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar og barnsins, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilin, mælt frá miðju. Jafnframt var lagt bann við því að maðurinn veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Dómsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni og brottvísun af heimili gagnvart konu og barni. Í greinargerð barnaverndarnefndar sem fylgir úrskurði héraðsdóms er upphaf málsins takið til ársins 2014. Þá sótti maðurinn barnið á leikskóla í leyfisleysi, ók með það út fyrir höfuðborgarsvæðið og samkvæmt nafnlausri tilkynningu til yfirvalda, hótaði hann að svipta sig og barnið lífi. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafi ítrekað sótt barnið á leikskólann þar sem hann hafi haft uppi ógnandi hegðun og gróft málfar í garð starfsmanna. Þurfti starfsfólk leikskólans að setja sér sérstaka viðbragðsáætlun til þess að bregðast við þessu athæfi mannsins. Konunni var útvegaður neyðarhnappur en maðurinn sendi henni ógnandi sms-skilaboð í febrúar og ágúst á þessu ári. Skilaboðin og hótanirnar sem fólst í þeim voru kærðar til lögreglu.Skilaboðin sem kærð voru til lögreglu„„Styttist í að ég losna við gipsið og þá verður það bara ofbeldi gegn ofbeldi“ (sent 23. febrúar). „Laungu komin tími á að þú upplifir að tapa barninu þínu!!!!!“ (sent 8. ágúst). “..þú hefur ennþá 2 daga til að leyfa mér að hitta [...] annars áttu eftir að grenja eins og stúngin grís í marga mánuði og ár“ (sent 9. ágúst)“ .Þá kemur einnig fram í úrskurði héraðsdóms að maðurinn sæti nú þegar nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni vegna hótana og ofbeldis og að tvær ákærur hafi verið gefnar út á hendur honum vegna ofbeldisbrota í hennar garð. Er það mat barnaverndarnefndar að konunni og barninu stafi raunveruleg hætta af manninum og að hann muni halda áfram ofsóknum sínum í þeirra garð. Var manninum því gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði, þannig að lagt verði bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar og barnsins, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilin, mælt frá miðju. Jafnframt var lagt bann við því að maðurinn veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent