Þetta sagði ríkisstjórinn nú í hádeginu, en um 20 milljónir manna búa í ríkinu. Búist er við að Irma nái strönd Flórída á sunnudaginn.
Scott sagði fellibylinn vera stærri að umfangi en ríkið sjálft og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströndinni að vera reiðubúnir að flýja. Eins og staðan er nú er Irma líklegri til að valda meiri eyðileggingu en fellibylurinn Andrew sem herjaði á ríkið í ágúst 1992.
Irma er nú flokkaður sem fjórða stigs fellibylur og hefur í dag gengið yfir hafsvæði norður af Kúbu og stefnir á Flórída.
Yfirvöld á Flórída hafa þegar beint þeim fyrirmælum til um 500 þúsund íbúa að yfirgefa heimili sín vegna komu Irmu.
Sagði Long að hlutar af Flórída verði án rafmagns í nokkra daga og að rúmlega 100 þúsund manns muni þurfa að hafast við í neyðarskýlum.