Það er langbest að vera á Íslandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2017 10:00 Lilja og Sara ætla kannski að halda tónleika saman þegar þær eru orðnar unglingar en fyrst ætla þær að safna sér fyrir hljóðfærum. Vísir/Ernir Vinkonurnar Sara Louzir og Lilja Andradóttir eru á leiksvæði í hverfinu sínu að halda tónleika með þykjustuhljóðfæri í höndunum. Sara situr í rólunni en Lilja stendur uppi á borði og saman syngja þær með miklum tilþrifum NeiNei, sem Áttan gerði vinsælt fyrr á þessu ári. Falleg dúkka situr í kerru rétt hjá. „Hún er að hlusta á okkur,“ segir Lilja til skýringar þegar laginu lýkur. Lilja er ljóshærð og bláeyg og Sara svarthærð og brúneyg. Sara kveðst hafa fæðst á Íslandi en mamma hennar og pabbi séu frá Alsír. „Ég hef aldrei átt heima í Alsír, bara á Íslandi, en ég fer stundum til Alsír og heimsæki ömmu mína,“ segir hún. „Það er langbest að vera á Íslandi. Þar er aldrei stríð,“ segir Lilja sem kveðst hafa fæðst í Frakklandi. Þær eru báðar nýbyrjaðar í 2. bekk í Dalskóla í Reykjavík. „Við Lilja erum saman í bekk,“ segir Sara og bætir við að þar séu tveir 2. bekkir. „Við erum í 2.G af því kennarinn okkar heitir Gyða.“ „Við löbbum í röð inn í stofuna. Gyða er með bjöllu og þegar hún hringir henni þá hætta allir að tala. Við erum svo þæg,“ lýsir Lilja. Sara segir Dalskóla vera góðan skóla „Þar er aldrei neinn að stríða.“ Lilja tekur undir það. „Allir eru góðir vinir, alveg sama hvaða tungumál þeir tala, einn strákur talar spænsku og ein stelpa ensku.“ Best að tefja þær ekki lengur, eru þær ekki að æfa fyrir alvörutónleika? Lilja hikar aðeins áður en hún svarar: „Kannski þegar við erum orðnar unglingar. Þá höldum við tónleika saman.“ „Við erum ekki búnar að safna okkur fyrir hljóðfærum,“ útskýrir Sara. „Ég hugsa að við byrjum á að verða söngkonur.“ Krakkar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Vinkonurnar Sara Louzir og Lilja Andradóttir eru á leiksvæði í hverfinu sínu að halda tónleika með þykjustuhljóðfæri í höndunum. Sara situr í rólunni en Lilja stendur uppi á borði og saman syngja þær með miklum tilþrifum NeiNei, sem Áttan gerði vinsælt fyrr á þessu ári. Falleg dúkka situr í kerru rétt hjá. „Hún er að hlusta á okkur,“ segir Lilja til skýringar þegar laginu lýkur. Lilja er ljóshærð og bláeyg og Sara svarthærð og brúneyg. Sara kveðst hafa fæðst á Íslandi en mamma hennar og pabbi séu frá Alsír. „Ég hef aldrei átt heima í Alsír, bara á Íslandi, en ég fer stundum til Alsír og heimsæki ömmu mína,“ segir hún. „Það er langbest að vera á Íslandi. Þar er aldrei stríð,“ segir Lilja sem kveðst hafa fæðst í Frakklandi. Þær eru báðar nýbyrjaðar í 2. bekk í Dalskóla í Reykjavík. „Við Lilja erum saman í bekk,“ segir Sara og bætir við að þar séu tveir 2. bekkir. „Við erum í 2.G af því kennarinn okkar heitir Gyða.“ „Við löbbum í röð inn í stofuna. Gyða er með bjöllu og þegar hún hringir henni þá hætta allir að tala. Við erum svo þæg,“ lýsir Lilja. Sara segir Dalskóla vera góðan skóla „Þar er aldrei neinn að stríða.“ Lilja tekur undir það. „Allir eru góðir vinir, alveg sama hvaða tungumál þeir tala, einn strákur talar spænsku og ein stelpa ensku.“ Best að tefja þær ekki lengur, eru þær ekki að æfa fyrir alvörutónleika? Lilja hikar aðeins áður en hún svarar: „Kannski þegar við erum orðnar unglingar. Þá höldum við tónleika saman.“ „Við erum ekki búnar að safna okkur fyrir hljóðfærum,“ útskýrir Sara. „Ég hugsa að við byrjum á að verða söngkonur.“
Krakkar Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira