Lögregla í Kaupmannahöfn hefur ekki fundið nein leynihólf um borð í Nautilus, kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Frá þessu greina danskir fjölmiðlar.
Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum.
„Það fundust hólf þar sem við gerðum ráð fyrir að finna hólf,“ sagði Jens Møller Jensen hjá Kaupmannahafnarlögreglunni í samtali við TV2.
Leitin var gerð til að tryggja að allir krókar og kimar bátsins hafi verið rannsakaðir. Ekki hafi verið rökstuddur grunur um að eitthvað kunni að finnast í slíkum hólfum, væru þau þá til á annað borð.
Líkamsleifa sænsku blaðakonunnar Kim Wall er enn leitað í Køgeflóa þar sem danska lögreglan hefur notið aðstoðar sérþjálfaðra leitarhunda í eigu sænsku lögreglunnar.
Madsen er nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa verið valdur að dauða Wall. Um þrjár vikur eru nú frá því að síðast sást til Wall á lífi, en búkur hennar fannst í sjónum suður af Amager.
Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látið lífið í slysi um borð í kafbátnum.
Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen

Tengdar fréttir

Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum
Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum.

Málmstykki var bundið á lík Kim Wall
Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum.

Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni
Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi.