Haukur Helgi: Veit ekki hvort ég fer að gráta eða hlæja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 18:00 Haukur Helgi Pálsson var léttur þegar íslensku leikmennirnir hittu blaðamenn á hóteli íslenska liðsins í dag en framundan er fyrsti leikurinn á Eurobasket á morgun. „Ég segi nú ekki að það sé skyldusigur á móti Grikkjum. Við förum í þennan leik eins og alla aðra leiki og ætlum að sigra.Við þurfum að koma okkur í þá stöðu að geta sigrað það er hugarfarið,“ sagði Haukur Helgi Pálsson í samtali við Arnar Björnsson. Leikmenn liðsins bíða spenntir eftir fyrsta leiknum og það sést á andlitum þeirra að þeir eru orðnir spenntir. En hversu gaman er þetta? „Þetta er bara frábært. Umgjörðin er meiri núna finnst mér. Þetta er búið að vera bara óaðfinnanlegt, alveg fáránlega skemmtilegar og tilfinningar eru miklar,“ sagði Haukur Helgi við Arnar. „Maður er alltaf að tala um þessar tilfinningar en þetta er bara þannig. Um leið og ég stíg inná þetta gólf veit ég ekki hvað fer um mig, hvort ég fer að gráta eða hlæja. Ég hlakka til að stíga á gólfið og sjá alla stuðningsmennina og fara að spila á móti þessum mönnum," sagði Haukur Helgi. Hann minnist þessa þegar íslenska landsliðið fékk frábæran stuðning á EM í Berlín fyrir tveimur árum en stuðningurinn verður ekki minni nú. „Við gerðum þetta fyrir tveimur árum en umgjörðin er betri núna. Þegar maður steig á þetta gólf fyrir tveimur árum þá fylltist maður af þvílíku stolti og krafti. Þegar maður horfði upp í stúkuna að sjá alla í bláu eða hvítu og spila fyrir þjóðina. Það er það sem maður er að gera og bíður eftir allan veturinn að spila fyrir land og þjóð. Fjölskylda mín verður þarna og liðsfélagar og það er það sem skiptir máli núna að standa sig fyrir liðsfélaga sína og gera fjölskyldu stolta og fólkið sem er þarna,“ sagði Haukur að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson var léttur þegar íslensku leikmennirnir hittu blaðamenn á hóteli íslenska liðsins í dag en framundan er fyrsti leikurinn á Eurobasket á morgun. „Ég segi nú ekki að það sé skyldusigur á móti Grikkjum. Við förum í þennan leik eins og alla aðra leiki og ætlum að sigra.Við þurfum að koma okkur í þá stöðu að geta sigrað það er hugarfarið,“ sagði Haukur Helgi Pálsson í samtali við Arnar Björnsson. Leikmenn liðsins bíða spenntir eftir fyrsta leiknum og það sést á andlitum þeirra að þeir eru orðnir spenntir. En hversu gaman er þetta? „Þetta er bara frábært. Umgjörðin er meiri núna finnst mér. Þetta er búið að vera bara óaðfinnanlegt, alveg fáránlega skemmtilegar og tilfinningar eru miklar,“ sagði Haukur Helgi við Arnar. „Maður er alltaf að tala um þessar tilfinningar en þetta er bara þannig. Um leið og ég stíg inná þetta gólf veit ég ekki hvað fer um mig, hvort ég fer að gráta eða hlæja. Ég hlakka til að stíga á gólfið og sjá alla stuðningsmennina og fara að spila á móti þessum mönnum," sagði Haukur Helgi. Hann minnist þessa þegar íslenska landsliðið fékk frábæran stuðning á EM í Berlín fyrir tveimur árum en stuðningurinn verður ekki minni nú. „Við gerðum þetta fyrir tveimur árum en umgjörðin er betri núna. Þegar maður steig á þetta gólf fyrir tveimur árum þá fylltist maður af þvílíku stolti og krafti. Þegar maður horfði upp í stúkuna að sjá alla í bláu eða hvítu og spila fyrir þjóðina. Það er það sem maður er að gera og bíður eftir allan veturinn að spila fyrir land og þjóð. Fjölskylda mín verður þarna og liðsfélagar og það er það sem skiptir máli núna að standa sig fyrir liðsfélaga sína og gera fjölskyldu stolta og fólkið sem er þarna,“ sagði Haukur að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira