Ægir: Við þurfum þessa orku frá Íslendingunum í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 11:30 Ægir Þór Steinarsson. Vísir/ÓskarÓ Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni á sitt annað Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu en hann var einnig með í Berlín fyrir tveimur árum. „Það er mikið að fara yfir og áreiti í kringum þetta en við erum annars einbeittir og búnir að gera þetta áður," sagði Ægir Þór Steinarsson þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli íslenska liðsins í gær. Móherji í fyrsta leiknum í dag er Grikkland en hversu vel þekkja íslensku strákarnir gríska liðið? „Við þekkjum þá vel því það eru þarna margir leikmenn sem eru í Olympiacos og Panathinaikos og einhverjir sem hafa verið í NBA áður. Maður er því mikið búinn að horfa á þessa leikmenn,“ sagði Ægir. „Þeir eru sterkir og það eru góðir leikmenn í öllum stöðum. Það eru líka margir þeirra sem eru að spila saman og þetta er því eins og félagslið. Þeir ættu því að ná vel saman og verða því erfiðir,“ sagði Ægir. Lokaundirbúningsleikur Íslands var í Litháen og tapaðist með 20 stigum en Ægir segir þann leik hafa skipt íslenska liðið miklu máli. „Það var mikilvægt að fá þennan leik á móti Litháen og venjast akkurat þessu háa „leveli“ sem þarf til þess að vinna leiki. Þú þarft að spila vel í 40 mínútur því það er ekki nóg að spila vel í 15 eða 20 mínútur. Við ætlum að taka þetta ennþá lengra núna,“ sagði Ægir. Hann segir að íslensku strákarnir muni fá aukaorku frá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem verða í stúkunni í Helsinki. „Ég held að formið geti ekki verið betra hjá mér en svo skiptir ekki máli hvort þú sért í góðu formi eða ekki þegar þú spilar í þessari höll og fyrir framan þessa áhorfendur. Þú ferð þá á einhverjum öðrum kröftum,“ sagði Ægir og hann vill heyra í Íslendingunum í kvöld. „Lið eins og hjá okkur þarf á þessu að halda og að vera með þannig stemmningu. Við þrífumst á þeirri stemmningu. Við þurfum að vera að pressa boltann og vera að tvídekka. Við þurfum að vera á fullu til að jafna bilið á hæðinni og öllu. Við þurfum þessa orku,“ sagði Ægir. Hann segir breiddina í íslenska liðinu vera að aukast. „Við þurfum marga fætur í þetta og við erum með breiddina í það líka finnst mér. Við erum með marga leikmenn sem geta komið inná og hjálpað til og við erum allir tilbúnir í það,“ sagði Ægir. Ægir segir það hafa verið hrikalega stórt skref fyrir sig að vinna sér sæti í Eurobasket hópnum sem er nú mættur til Helsinki. „Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að hugsa lengi um þessa stund. Ég er ofboðslega stoltur að fá tækifærið til að spila fyrir land og þjóð. Það er engin klysja. Maður fær alveg gæsahúð að labba inn á völlinn, heyra þjóðsönginn og spila síðan fyrir landið sitt,“ sagði Ægir. „Það er mikilvægt að við séum allir með ákveðið hlutverk. Ég veit að ég þarf að koma inná og setja ákveðinn tón varnarlega. Ég byrja á því að pressa boltann og setja upp sóknirnar. Ég geri það sem ég geri vel“ sagði Ægir. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni á sitt annað Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu en hann var einnig með í Berlín fyrir tveimur árum. „Það er mikið að fara yfir og áreiti í kringum þetta en við erum annars einbeittir og búnir að gera þetta áður," sagði Ægir Þór Steinarsson þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli íslenska liðsins í gær. Móherji í fyrsta leiknum í dag er Grikkland en hversu vel þekkja íslensku strákarnir gríska liðið? „Við þekkjum þá vel því það eru þarna margir leikmenn sem eru í Olympiacos og Panathinaikos og einhverjir sem hafa verið í NBA áður. Maður er því mikið búinn að horfa á þessa leikmenn,“ sagði Ægir. „Þeir eru sterkir og það eru góðir leikmenn í öllum stöðum. Það eru líka margir þeirra sem eru að spila saman og þetta er því eins og félagslið. Þeir ættu því að ná vel saman og verða því erfiðir,“ sagði Ægir. Lokaundirbúningsleikur Íslands var í Litháen og tapaðist með 20 stigum en Ægir segir þann leik hafa skipt íslenska liðið miklu máli. „Það var mikilvægt að fá þennan leik á móti Litháen og venjast akkurat þessu háa „leveli“ sem þarf til þess að vinna leiki. Þú þarft að spila vel í 40 mínútur því það er ekki nóg að spila vel í 15 eða 20 mínútur. Við ætlum að taka þetta ennþá lengra núna,“ sagði Ægir. Hann segir að íslensku strákarnir muni fá aukaorku frá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem verða í stúkunni í Helsinki. „Ég held að formið geti ekki verið betra hjá mér en svo skiptir ekki máli hvort þú sért í góðu formi eða ekki þegar þú spilar í þessari höll og fyrir framan þessa áhorfendur. Þú ferð þá á einhverjum öðrum kröftum,“ sagði Ægir og hann vill heyra í Íslendingunum í kvöld. „Lið eins og hjá okkur þarf á þessu að halda og að vera með þannig stemmningu. Við þrífumst á þeirri stemmningu. Við þurfum að vera að pressa boltann og vera að tvídekka. Við þurfum að vera á fullu til að jafna bilið á hæðinni og öllu. Við þurfum þessa orku,“ sagði Ægir. Hann segir breiddina í íslenska liðinu vera að aukast. „Við þurfum marga fætur í þetta og við erum með breiddina í það líka finnst mér. Við erum með marga leikmenn sem geta komið inná og hjálpað til og við erum allir tilbúnir í það,“ sagði Ægir. Ægir segir það hafa verið hrikalega stórt skref fyrir sig að vinna sér sæti í Eurobasket hópnum sem er nú mættur til Helsinki. „Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að hugsa lengi um þessa stund. Ég er ofboðslega stoltur að fá tækifærið til að spila fyrir land og þjóð. Það er engin klysja. Maður fær alveg gæsahúð að labba inn á völlinn, heyra þjóðsönginn og spila síðan fyrir landið sitt,“ sagði Ægir. „Það er mikilvægt að við séum allir með ákveðið hlutverk. Ég veit að ég þarf að koma inná og setja ákveðinn tón varnarlega. Ég byrja á því að pressa boltann og setja upp sóknirnar. Ég geri það sem ég geri vel“ sagði Ægir.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira