Martin: Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 10:30 Martin Hermannsson verður í enn stærra hlutverki með íslenska landsliðinu í Helsinki en fyrir tveimur árum. Framundan er fyrsti leikurinn á móti Grikkjum í dag. „Ég er mjög spenntur og á seinustu tveimur árum eru mínútur mínar í leikjunum alltaf að verða fleiri og fleiri. Ég nýtti fyrsta árið mitt í atvinnumennsku mjög vel í að þroskast sem leikmaður og verða yfirvegaðri. Ég er mjög spenntur að fá stærra hlutvek og tel mig tilbúinn í það," sagði Martin í samtali við Arnar Björnsson. Þú ert búinn að bæta þig á öllum sviðum en er það einhver þáttur sem þú hefur ekki bætt þig? „Það er alltaf hægt að bæta sig og maður getur alltaf orðið betri á öllum sviðum leiksins. Það er alltaf hægt að bæta sig varnarlega. Ég legg mesta áherslu á að bæta varnarleikinn á hverri æfingu“. En þú ert nú skruggugóður varnarmaður samt? „Já ég er fljótur á fótunum en á móti þessum stóru gaurum þarf maður að finna einhverja aðra aðferð til þess að verjast en maður lifir og lærir," sagði Martin Martin var spurður um samanburðinn á liðinu núna og fyrir tveimur árum í Berlín. „Ég tel að það hafi verið erfiðara að velja liðið núna. Með komu Tryggva þá breytist leikur okkar aðeins. Við þurfum að laga leik okkar að honum og hann að aðlagast okkur hinum. Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast. Við finnum það allir, pressan er meiri núna að vinna leik og vonandi tekst það," sagði Martin Er það þess virði að standa í þessu, bíða á hóteli eftir því að flautað verði til leiks? „Þetta er bara orðinn partur af manni. Ég er búinn að gera þetta í svo mörg ár og kann ekki við að vera ekki í jogging galla og á inniskóm. Jú þetta venst vel og spennan og fiðringurinn eykst með hverri mínútunni. Áður en maður veit af er þetta bara búið. Maður má ekki gleyma sér og verður að njóta þess að vera með strákunum. Svo sér maður þá ekki fyrr en eftir eitt ár," sagði Martin Er hægt að fara að sofa í kvöld, verður menn ekki bara yfirspenntir? „Jú það verður allavega góður fiðringur í kvöld en maður þarf að læra að höndla hann. Sérstaklega eftir að hafa gert þetta áður að þá er það aðeins auðveldara. Það var rosalega erfitt seinast að fara að sofa því maður var allur uppspenntur og titrandi fyrir leikina. Núna er þetta aðeins rólegra og maður veit hvað maður er að fara útí. Það hjálpar," sagði Martin að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Martin Hermannsson verður í enn stærra hlutverki með íslenska landsliðinu í Helsinki en fyrir tveimur árum. Framundan er fyrsti leikurinn á móti Grikkjum í dag. „Ég er mjög spenntur og á seinustu tveimur árum eru mínútur mínar í leikjunum alltaf að verða fleiri og fleiri. Ég nýtti fyrsta árið mitt í atvinnumennsku mjög vel í að þroskast sem leikmaður og verða yfirvegaðri. Ég er mjög spenntur að fá stærra hlutvek og tel mig tilbúinn í það," sagði Martin í samtali við Arnar Björnsson. Þú ert búinn að bæta þig á öllum sviðum en er það einhver þáttur sem þú hefur ekki bætt þig? „Það er alltaf hægt að bæta sig og maður getur alltaf orðið betri á öllum sviðum leiksins. Það er alltaf hægt að bæta sig varnarlega. Ég legg mesta áherslu á að bæta varnarleikinn á hverri æfingu“. En þú ert nú skruggugóður varnarmaður samt? „Já ég er fljótur á fótunum en á móti þessum stóru gaurum þarf maður að finna einhverja aðra aðferð til þess að verjast en maður lifir og lærir," sagði Martin Martin var spurður um samanburðinn á liðinu núna og fyrir tveimur árum í Berlín. „Ég tel að það hafi verið erfiðara að velja liðið núna. Með komu Tryggva þá breytist leikur okkar aðeins. Við þurfum að laga leik okkar að honum og hann að aðlagast okkur hinum. Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast. Við finnum það allir, pressan er meiri núna að vinna leik og vonandi tekst það," sagði Martin Er það þess virði að standa í þessu, bíða á hóteli eftir því að flautað verði til leiks? „Þetta er bara orðinn partur af manni. Ég er búinn að gera þetta í svo mörg ár og kann ekki við að vera ekki í jogging galla og á inniskóm. Jú þetta venst vel og spennan og fiðringurinn eykst með hverri mínútunni. Áður en maður veit af er þetta bara búið. Maður má ekki gleyma sér og verður að njóta þess að vera með strákunum. Svo sér maður þá ekki fyrr en eftir eitt ár," sagði Martin Er hægt að fara að sofa í kvöld, verður menn ekki bara yfirspenntir? „Jú það verður allavega góður fiðringur í kvöld en maður þarf að læra að höndla hann. Sérstaklega eftir að hafa gert þetta áður að þá er það aðeins auðveldara. Það var rosalega erfitt seinast að fara að sofa því maður var allur uppspenntur og titrandi fyrir leikina. Núna er þetta aðeins rólegra og maður veit hvað maður er að fara útí. Það hjálpar," sagði Martin að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira