Svona var gluggadagurinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. september 2017 00:00 Kylian Mbappé er kominn til PSG. Vísir/Getty Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi. Paris Saint-Germain fékk franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco út tímabilið. Að því loknu á PSG möguleika á að kaupa hann á rúmlega 160 milljónir punda. Annað franskt ungstirni, Thomas Lemar, var sterklega orðaður við bæði Arsenal og Liverpool en hélt kyrru fyrir hjá Monaco. Ekkert varð af því að Alexis Sánchez yfirgæfi Arsenal og Philippe Coutinho er ennþá leikmaður Liverpool. Bítlaborgarfélagið keypti Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal en tókst ekki að landa Virgil van Dijk frá Southampton. Þá lánaði Liverpool Divock Origi til Wolfsburg. Everton og Chelsea voru búin að komast að samkomulagi um kaup á Ross Barkley. Hann hætti hins vegar við að fara til Chelsea í miðri læknisskoðun. Ótrúlegt mál. Chelsea fékk hins vegar ítalska varnarmanninn Davide Zappacosta frá Torino. Swansea missti sinn markahæsta leikmann frá því á síðasta tímabili, Fernando Llorente, til Tottenham sem keypti einnig Serge Aurier frá PSG. Í staðinn fékk Swansea Wilfried Bony aftur til sín og fékk Portúgalann unga og efnilega, Renato Sanches, á láni frá Bayern München. Vísir fylgdist vel með gangi mála í dag en beina textalýsingu frá gluggadeginum má lesa hér að neðan.Helstu félagaskipti dagsins:Kylian Mbappe frá Monaco til PSG (Lánssamningur) Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal til Liverpool (35 milljónir punda)Serge Aurier frá PSG til Tottenham (23 milljónir punda)Renato Sanches frá Bayern til Swansea (Lánssamningur)Wilfried Bony frá Man City til Swansea (11,7 milljónir punda)Fernando Llorente frá Swansea til Tottenham (11,7 milljónir punda)Davide Zappacosta frá Torino til Chelsea (23 milljónir punda)
Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi. Paris Saint-Germain fékk franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco út tímabilið. Að því loknu á PSG möguleika á að kaupa hann á rúmlega 160 milljónir punda. Annað franskt ungstirni, Thomas Lemar, var sterklega orðaður við bæði Arsenal og Liverpool en hélt kyrru fyrir hjá Monaco. Ekkert varð af því að Alexis Sánchez yfirgæfi Arsenal og Philippe Coutinho er ennþá leikmaður Liverpool. Bítlaborgarfélagið keypti Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal en tókst ekki að landa Virgil van Dijk frá Southampton. Þá lánaði Liverpool Divock Origi til Wolfsburg. Everton og Chelsea voru búin að komast að samkomulagi um kaup á Ross Barkley. Hann hætti hins vegar við að fara til Chelsea í miðri læknisskoðun. Ótrúlegt mál. Chelsea fékk hins vegar ítalska varnarmanninn Davide Zappacosta frá Torino. Swansea missti sinn markahæsta leikmann frá því á síðasta tímabili, Fernando Llorente, til Tottenham sem keypti einnig Serge Aurier frá PSG. Í staðinn fékk Swansea Wilfried Bony aftur til sín og fékk Portúgalann unga og efnilega, Renato Sanches, á láni frá Bayern München. Vísir fylgdist vel með gangi mála í dag en beina textalýsingu frá gluggadeginum má lesa hér að neðan.Helstu félagaskipti dagsins:Kylian Mbappe frá Monaco til PSG (Lánssamningur) Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal til Liverpool (35 milljónir punda)Serge Aurier frá PSG til Tottenham (23 milljónir punda)Renato Sanches frá Bayern til Swansea (Lánssamningur)Wilfried Bony frá Man City til Swansea (11,7 milljónir punda)Fernando Llorente frá Swansea til Tottenham (11,7 milljónir punda)Davide Zappacosta frá Torino til Chelsea (23 milljónir punda)
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira