Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Jóhann K. Jóhannsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 20. ágúst 2017 12:27 Framkvæmdastjóri flugrekstarsviðs Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega þegar eitthvað kemur upp á. Þó sé alltaf spurning hvað teljist nægjanlegar upplýsingar.Vísir greindi frá því í morgun að fjölmargir Íslendingar hafi þurft að dvelja á flugvöllum, jafnt í Keflavík sem og á Spáni svo klukkustundum skiptir, í von og óvon um hvenær flugið þeirra fer í loftið. Þeirra á meðal er Hilmar Kristensson, sem Vísir ræddi við í morgun, og bíður hann enn eftir því að komast í flug til Malaga sem fyrirhugað var að færi í lofið klukkan 6 í morgun.Sjá einnig: Íslendingar lýsa martaðarhelgi Primera AirHann hefur í dag lagt leið sína þrisvar til Keflavíkur og alltaf fær hann þau skilaboð að búið sé að fresta fluginu. Það hafi svo verið fyrir tilviljun sem hann komst að því að flugi hans hefði verið frestað til klukkan 14 í dag. Þær upplýsingar hafi hann fengið á vef Isavia, ekki frá Primera Air, og er hann ósáttur við upplýsingagjöf flugfélagsins. Farþegar á vegum Heimsferða og Úrval Útsýnar hafa einnig lent í vandræðum og segja þeir að misvísandi upplýsingar séu að koma frá ferðaskrifstofunum og flugfélaginu.Upplýsingar í sms, tölvupóstum og á flugvöllunum Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Primera Air, segir í samtali við fréttastofu að seinkunina megi rekja til tæknilegra örðugleika. „Staðan er núna sú að gert er ráð fyrir því að vélin fari klukkan 23 frá Tenerife, á staðartíma og lendi í Keflavík um klukkan 03:55.“Eins og fram kom í frétt Vísis hafa hafa margir kvartað yfir lélegri upplýsingagjöf frá félaginu. Aðspurður segir Ásgeir svolítið erfitt að bregðast við þeim kvörtunum. „Við erum með ferla sem eiga að tryggja það að farþegar fái töluverðar upplýsingar á flugvöllunum - eða ef þeir eru ekki komnir þangað ennþá“ segir Ásgeir og segir þau í formi sms-skilaboða og tölvupósta. Þá eigi einnig að vera hægt að fá upplýsingar hjá þjónustufyrirtækjum Primera Air á flugvöllunum. Hann segir að í tilfelli Hilmars hafi upplýsingar bæði ratað á farþega í sms-skilaboðum sem og á flugvöllinn í Keflavík - „En það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“Eina annasamasta helgi ársins Primera Air sendi fréttastofunni yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem hún harmar hvernig málin hafa þróast. Hana má lesa hér að neðan.Vegna óviðráðanlegra tæknilegra orsaka er seinkun á flugi Primera Air 6F104 frá Tenerife til Keflavíkur.Gert er ráð fyrir að flugið fari frá Tenerife kl 23:00 (á staðartíma) í kvöld og lendi í Keflavík kl 03:55 (á staðartíma).Ástæðan fyrir seinkuninni er vegan tæknilegra orsaka og einnig þar sem áhöfnin var búinn að vera á vakt of lengi til að geta klára flugið frá Tenerife til Keflavíkur. Þar sem um er að ræða eina annasömustu helgi ársins eru engar varaflugvélar á lausu í Evrópu.Þar sem ekki fannst önnur vél til að fljúga með farþeganna heim var tekinn ákvörðun um að senda bæði áhöfn og farþega á hóte svo allir gætu hvílst fyrir flugið heim. Alir farþegar eru á leið á hótel og þjónustufyrirtækið á Tenerife flugvelli hefur staðfest að allir farþegar hafa fengið upplýsingar um áætlaða brottför.Okkur hjá Primera Air þykir mjög miður að það hafi orðið seinkun á fluginu og biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa haft í för með sér fyrir farþegana okkar.Þeir farþegar sem telja sig eiga rétt á bótum er bent á að upplýsingar er að finna á vefsíðu Primera Air: Primeraair.is Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Framkvæmdastjóri flugrekstarsviðs Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega þegar eitthvað kemur upp á. Þó sé alltaf spurning hvað teljist nægjanlegar upplýsingar.Vísir greindi frá því í morgun að fjölmargir Íslendingar hafi þurft að dvelja á flugvöllum, jafnt í Keflavík sem og á Spáni svo klukkustundum skiptir, í von og óvon um hvenær flugið þeirra fer í loftið. Þeirra á meðal er Hilmar Kristensson, sem Vísir ræddi við í morgun, og bíður hann enn eftir því að komast í flug til Malaga sem fyrirhugað var að færi í lofið klukkan 6 í morgun.Sjá einnig: Íslendingar lýsa martaðarhelgi Primera AirHann hefur í dag lagt leið sína þrisvar til Keflavíkur og alltaf fær hann þau skilaboð að búið sé að fresta fluginu. Það hafi svo verið fyrir tilviljun sem hann komst að því að flugi hans hefði verið frestað til klukkan 14 í dag. Þær upplýsingar hafi hann fengið á vef Isavia, ekki frá Primera Air, og er hann ósáttur við upplýsingagjöf flugfélagsins. Farþegar á vegum Heimsferða og Úrval Útsýnar hafa einnig lent í vandræðum og segja þeir að misvísandi upplýsingar séu að koma frá ferðaskrifstofunum og flugfélaginu.Upplýsingar í sms, tölvupóstum og á flugvöllunum Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Primera Air, segir í samtali við fréttastofu að seinkunina megi rekja til tæknilegra örðugleika. „Staðan er núna sú að gert er ráð fyrir því að vélin fari klukkan 23 frá Tenerife, á staðartíma og lendi í Keflavík um klukkan 03:55.“Eins og fram kom í frétt Vísis hafa hafa margir kvartað yfir lélegri upplýsingagjöf frá félaginu. Aðspurður segir Ásgeir svolítið erfitt að bregðast við þeim kvörtunum. „Við erum með ferla sem eiga að tryggja það að farþegar fái töluverðar upplýsingar á flugvöllunum - eða ef þeir eru ekki komnir þangað ennþá“ segir Ásgeir og segir þau í formi sms-skilaboða og tölvupósta. Þá eigi einnig að vera hægt að fá upplýsingar hjá þjónustufyrirtækjum Primera Air á flugvöllunum. Hann segir að í tilfelli Hilmars hafi upplýsingar bæði ratað á farþega í sms-skilaboðum sem og á flugvöllinn í Keflavík - „En það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“Eina annasamasta helgi ársins Primera Air sendi fréttastofunni yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem hún harmar hvernig málin hafa þróast. Hana má lesa hér að neðan.Vegna óviðráðanlegra tæknilegra orsaka er seinkun á flugi Primera Air 6F104 frá Tenerife til Keflavíkur.Gert er ráð fyrir að flugið fari frá Tenerife kl 23:00 (á staðartíma) í kvöld og lendi í Keflavík kl 03:55 (á staðartíma).Ástæðan fyrir seinkuninni er vegan tæknilegra orsaka og einnig þar sem áhöfnin var búinn að vera á vakt of lengi til að geta klára flugið frá Tenerife til Keflavíkur. Þar sem um er að ræða eina annasömustu helgi ársins eru engar varaflugvélar á lausu í Evrópu.Þar sem ekki fannst önnur vél til að fljúga með farþeganna heim var tekinn ákvörðun um að senda bæði áhöfn og farþega á hóte svo allir gætu hvílst fyrir flugið heim. Alir farþegar eru á leið á hótel og þjónustufyrirtækið á Tenerife flugvelli hefur staðfest að allir farþegar hafa fengið upplýsingar um áætlaða brottför.Okkur hjá Primera Air þykir mjög miður að það hafi orðið seinkun á fluginu og biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa haft í för með sér fyrir farþegana okkar.Þeir farþegar sem telja sig eiga rétt á bótum er bent á að upplýsingar er að finna á vefsíðu Primera Air: Primeraair.is
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30