Staðfestir að Abouyaaqoub hafi ekið bílnum Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2017 11:24 Lögreglustjórinn Josep Lluís Trapero segir að af þeim tólf mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni sé einungis einn, Abouyaaqoub, sem sé enn leitað. Vísir/getty Lögregla á Spáni hefur staðfest að hinn 22 ára Younes Abouyaaqoub hafi verið sá sem ók hvíta sendiferðabílnum á gangandi vegfarendur á Römblunni í Barcelona á fimmtudag þar sem þrettán létu lífið. Abouyaaqoub er nú leitað alls staðar í Evrópu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að ekki sé talið útilokað að Abouyaaqoub hafi flúið yfir landamærin til Frakklands. Spænskir fjölmiðlar hafa birt nýjar myndir úr öryggismyndavélum þar sem sjá má Abouyaaqoub flýja fótgangandi af vettvangi. Sést hann fara, klæddur sólgleraugum, í gegnum markaðinn La Boqueria frá Römblunni, ásamt öðrum sem eru að flýja frá vettvangi.Lögregla í Katalóníu hefur birt nýjar myndir af hinum 22 ára Younes Abouyaaqoub.Mossos d'EsuadraLögregla rannsakar nú hvort að Abouyaaqoub hafi stungið spænskan mann og stolið bíl hans um níutíu mínútum eftir árásina á Römblunni. Um tveimur tímum eftir árásina fannst hinn 34 ára Pau Pérez frá bænum Vila Franca látinn. Hann er því talinn vera sá fimmtándi sem lét lífið í hryðjuverkaárásinni. Alls fórust þrettán manns þegar bílnum var ekið niður Römbluna og þá fórst ein kona í árás í bænum Cambrils nokkrum tímum síðar. Lögreglustjórinn Josep Lluís Trapero sagði frá því í gær að af þeim tólf mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni sé einungis einn, Abouyaaqoub, sem sé enn leitað. Fimm þeirra létu lífið í Cambrils, fjórir eru í haldi lögreglu og enn eigi eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja manna sem fórust eftir að springing varð í húsi í bænum Alcanar, suður af Barcelona á miðvikudagskvöldið. Telur lögregla að húsið hafi verið notað sem sprengjuverksmiðja fyrir enn skæðari árás. Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. 20. ágúst 2017 17:57 Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Tólf hryðjuverkamenn ætluðu að gera fleiri árásir á Barcelona. Younes Abouyaaqoub er grunaður um að hafa ráðist á Römbluna og myrt þrettán. Krítarkort hans var notað til þess að leigja sendiferðabílinn sem var notaður í árásinni. 21. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Lögregla á Spáni hefur staðfest að hinn 22 ára Younes Abouyaaqoub hafi verið sá sem ók hvíta sendiferðabílnum á gangandi vegfarendur á Römblunni í Barcelona á fimmtudag þar sem þrettán létu lífið. Abouyaaqoub er nú leitað alls staðar í Evrópu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að ekki sé talið útilokað að Abouyaaqoub hafi flúið yfir landamærin til Frakklands. Spænskir fjölmiðlar hafa birt nýjar myndir úr öryggismyndavélum þar sem sjá má Abouyaaqoub flýja fótgangandi af vettvangi. Sést hann fara, klæddur sólgleraugum, í gegnum markaðinn La Boqueria frá Römblunni, ásamt öðrum sem eru að flýja frá vettvangi.Lögregla í Katalóníu hefur birt nýjar myndir af hinum 22 ára Younes Abouyaaqoub.Mossos d'EsuadraLögregla rannsakar nú hvort að Abouyaaqoub hafi stungið spænskan mann og stolið bíl hans um níutíu mínútum eftir árásina á Römblunni. Um tveimur tímum eftir árásina fannst hinn 34 ára Pau Pérez frá bænum Vila Franca látinn. Hann er því talinn vera sá fimmtándi sem lét lífið í hryðjuverkaárásinni. Alls fórust þrettán manns þegar bílnum var ekið niður Römbluna og þá fórst ein kona í árás í bænum Cambrils nokkrum tímum síðar. Lögreglustjórinn Josep Lluís Trapero sagði frá því í gær að af þeim tólf mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni sé einungis einn, Abouyaaqoub, sem sé enn leitað. Fimm þeirra létu lífið í Cambrils, fjórir eru í haldi lögreglu og enn eigi eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja manna sem fórust eftir að springing varð í húsi í bænum Alcanar, suður af Barcelona á miðvikudagskvöldið. Telur lögregla að húsið hafi verið notað sem sprengjuverksmiðja fyrir enn skæðari árás.
Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. 20. ágúst 2017 17:57 Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Tólf hryðjuverkamenn ætluðu að gera fleiri árásir á Barcelona. Younes Abouyaaqoub er grunaður um að hafa ráðist á Römbluna og myrt þrettán. Krítarkort hans var notað til þess að leigja sendiferðabílinn sem var notaður í árásinni. 21. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. 20. ágúst 2017 17:57
Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Tólf hryðjuverkamenn ætluðu að gera fleiri árásir á Barcelona. Younes Abouyaaqoub er grunaður um að hafa ráðist á Römbluna og myrt þrettán. Krítarkort hans var notað til þess að leigja sendiferðabílinn sem var notaður í árásinni. 21. ágúst 2017 06:00