Sjáðu síðasta blaðamannafund Conors og Mayweather Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2017 21:15 Box gegn MMA. Svona pósuðu kapparnir í kvöld. vísir/getty Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. Conor mætti rúmum klukkutíma of seint á fundinn en Mayweather lét það ekkert trufla sig. Segist vera ýmsu vanur. Það var miklu meiri ró yfir báðum köppum en á fyrri fundum. Hugurinn kominn í bardagann og engin ástæða til þess að vera með of mikil læti. Conor sagðist vera himinlifandi með æfingabúðirnar og sagðist vera klár í að keyra tólf lotur á fullu gasi. „Ég mun keyra í hann af fullum krafti og brjóta hann. Að fara í minni hanska voru mikil mistök af hans hálfu. Ég get ekki séð að hann lifi af tvær lotur eftir þessa breytingu,“ sagði Írinn borubrattur. „Ég mun útboxa hann í hans íþrótt. Ég mun rústa honum en hluti af mér verður sorgmæddur fyrir þeirra hönd því þeir hefðu aldrei átt að ná í mig.“ Hinn reynslumikli Mayweather var ótrúlega auðmjúkur. Þakkaði öðrum hvorum manni í heiminum og hrósaði meira að segja Conor í hástert. „Það má enginn efast um að ég tek þessu mjög alvarlega. Conor er frábær bardagamaður og mikill toppmaður. Hann er gríðarlegur keppnismaður og þetta verður alvöru bardagi,“ sagði Mayweather. „Ég er búinn í að vera í þessu í 21 ár og hef fengið öll högg sem til eru. Samt stend ég hér enn ósigraður. Þetta verður ekki auðvelt Conor. Það hafa menn komið með stórar sprengjur til mín en ég er með graníthöku. Mundu líka að ef þú getur kýlt verður þú að geta líka tekið á móti höggum.“ WBC-sambandið tilkynnti líka á fundinum í kvöld að sigurvegarinn fengi svokallað peningabelti sem er vel við hæfi. Alltaf eitthvað nýtt. Sjá má fundinn hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sjá meira
Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. Conor mætti rúmum klukkutíma of seint á fundinn en Mayweather lét það ekkert trufla sig. Segist vera ýmsu vanur. Það var miklu meiri ró yfir báðum köppum en á fyrri fundum. Hugurinn kominn í bardagann og engin ástæða til þess að vera með of mikil læti. Conor sagðist vera himinlifandi með æfingabúðirnar og sagðist vera klár í að keyra tólf lotur á fullu gasi. „Ég mun keyra í hann af fullum krafti og brjóta hann. Að fara í minni hanska voru mikil mistök af hans hálfu. Ég get ekki séð að hann lifi af tvær lotur eftir þessa breytingu,“ sagði Írinn borubrattur. „Ég mun útboxa hann í hans íþrótt. Ég mun rústa honum en hluti af mér verður sorgmæddur fyrir þeirra hönd því þeir hefðu aldrei átt að ná í mig.“ Hinn reynslumikli Mayweather var ótrúlega auðmjúkur. Þakkaði öðrum hvorum manni í heiminum og hrósaði meira að segja Conor í hástert. „Það má enginn efast um að ég tek þessu mjög alvarlega. Conor er frábær bardagamaður og mikill toppmaður. Hann er gríðarlegur keppnismaður og þetta verður alvöru bardagi,“ sagði Mayweather. „Ég er búinn í að vera í þessu í 21 ár og hef fengið öll högg sem til eru. Samt stend ég hér enn ósigraður. Þetta verður ekki auðvelt Conor. Það hafa menn komið með stórar sprengjur til mín en ég er með graníthöku. Mundu líka að ef þú getur kýlt verður þú að geta líka tekið á móti höggum.“ WBC-sambandið tilkynnti líka á fundinum í kvöld að sigurvegarinn fengi svokallað peningabelti sem er vel við hæfi. Alltaf eitthvað nýtt. Sjá má fundinn hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sjá meira