Ríkasta fólkið í tæknigeiranum aldrei ríkara Sæunn Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Bill Gates stofnandi Microsoft er ríkasti maðurinn á lista Forbes. vísir/epa Samanlagðar eignir ríkustu tæknifrumkvöðla heims eru nú í fyrsta sinn yfir einni billjón Bandaríkjadala samkvæmt nýjum lista Forbes yfir ríkustu starfsmenn tæknifyrirtækja. Eignirnar hafa hækkað um 21 prósent milli ára. City A.M. greinir frá því að samtals eiga tæknifrumkvöðlar á borð við Bill Gates, Mark Zuckerberg og Jeff Bezos 1,08 billjónir dala, jafnvirði 114 billjóna króna. Gates, sem stofnaði Microsoft, er ríkastur og efstur á listanum en hann er metinn á 84,5 milljarða dala, þrátt fyrir að hafa gefið umtalsverðan hlut eigna sinna til góðgerðarmála síðustu áratugi. Bezos, stofnandi Amazon, fylgir fast á eftir með eignir metnar á 81,7 milljarða dala. Zuckerberg, stofnandi Facebook, er svo í þriðja sæti. Rekja má aukinn auð hópsins til þess að gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum hefur almennt hækkað umtalsvert undanfarið. Á síðustu fjórtán mánuðum hefur gengi hlutabréfa í Facebook hækkað um 44 prósent, hlutabréf í Microsoft hækkað um 46 prósent og hlutabréf í Amazon um 27 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samanlagðar eignir ríkustu tæknifrumkvöðla heims eru nú í fyrsta sinn yfir einni billjón Bandaríkjadala samkvæmt nýjum lista Forbes yfir ríkustu starfsmenn tæknifyrirtækja. Eignirnar hafa hækkað um 21 prósent milli ára. City A.M. greinir frá því að samtals eiga tæknifrumkvöðlar á borð við Bill Gates, Mark Zuckerberg og Jeff Bezos 1,08 billjónir dala, jafnvirði 114 billjóna króna. Gates, sem stofnaði Microsoft, er ríkastur og efstur á listanum en hann er metinn á 84,5 milljarða dala, þrátt fyrir að hafa gefið umtalsverðan hlut eigna sinna til góðgerðarmála síðustu áratugi. Bezos, stofnandi Amazon, fylgir fast á eftir með eignir metnar á 81,7 milljarða dala. Zuckerberg, stofnandi Facebook, er svo í þriðja sæti. Rekja má aukinn auð hópsins til þess að gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum hefur almennt hækkað umtalsvert undanfarið. Á síðustu fjórtán mánuðum hefur gengi hlutabréfa í Facebook hækkað um 44 prósent, hlutabréf í Microsoft hækkað um 46 prósent og hlutabréf í Amazon um 27 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira