Þar greina þeir Pétur Marinó Jónsson og Dóri DNA kappana í ræmur og segja sína skoðun á bardaganum sem allir eru að tala um.
Þeir félagar hrósuðu meðal annars Floyd Mayweather fyrir það hversu öflugur hann hefur verið að auglýsa bardagann og sjálfan sig.
„Floyd sagði á Instagram að hann ætlaði að vera á strippklúbbnum sínum í Vegas alla daga vikunnar og fólk gæti komið og hitt hann,“ segir Pétur Marinó og þeir félagar voru líka hrifnir af því hvernig Floyd tókst að selja að vera með minni hanska væri eitthvað betra fyrir Conor.
„Floyd hefur barist með þessa hanska 46 sinnum í 49 bardögum sínum. Það fattaði þetta enginn fyrr en eftir á. Hann plataði alla,“ segir Dóri og hlær.
Þökk sé meðal annars snilli Mayweather hafa stuðlarnir lækkað mikið á Conor hjá veðbönkum.
Umræðuna má sjá hér að neðan og þátturinn hefst eins og áður segir klukkan 21.00 í kvöld. Hann verður svo endursýndur á morgun sem og á laugardag.
Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.