Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Haraldur Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Thorsil fékk lóð í Helguvík skammt frá þeim stað þar sem nú er búið að byggja kísilver United Silicon. vísir/gva Forsvarsmenn Thorsil gera nú ráð fyrir að framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju þeirra í Helguvík hefjist á seinni hluta næsta árs. Þeir hafa engin áform um að koma að rekstri verksmiðju United Silicon á iðnaðarsvæðinu og bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir vandræðin þar á bæ engin áhrif hafa haft á viðræðurnar við Thorsil. „Aðalmálið er að það má ekki líkja okkur saman við það sem hefur ekki gengið upp. Þetta hefur því miður ekki verið gert á réttan hátt hjá United Silicon og við höfum átt í reglulegum samskiptum við alla þá sem koma að okkar verkefni og þar með talið Reykjanesbæ og gert þeim grein fyrir stöðu okkar verkefnis,“ segir John Fenger, stjórnarformaður Thorsil. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði um miðjan júlí kröfu Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og íbúa í Reykjanesbæ um að ákvörðun Umhverfisstofnunar sem gaf Thorsil starfsleyfi yrði ógilt. Félagið fékk leyfið í september 2015 en það var fellt úr gildi í október í fyrra. Nýtt leyfi fékkst í febrúar en mánuði síðar barst önnur kæra sem nefndin hafnaði svo í sumar. „Við vorum búnir að loka fjármögnuninni þannig þetta tafði okkur um eitt ár. Eins og líka hefur komið fram í blöðum hafa einhverjir lífeyrissjóðir dregið sig til baka og þá væntanlega vegna United. Við erum því að ganga frá því að fylla skarðið og klára fjármögnunina á næstu misserum,“ segir John. Heildarfjármögnun verksmiðjunnar nemur 275 milljónum dala, eða um 30 milljörðum króna, og á framleiðsla hennar nú að hefjast á fyrri hluta 2020. „Því miður hefur þetta ekki tekist nógu vel hjá United og verksmiðjan fór í gang of fljótt. Við höfum undirbúið okkar verkefni á allt annan hátt og okkar hugsun er að byggja verksmiðju sem er vel hönnuð þannig að svona óhöpp eigi sér ekki stað,“ segir John og vísar til síendurtekinna mengunaróhappa United Silicon. „Það hefur ekki orðið nein stefnubreyting hjá Reykjanesbæ varðandi Thorsil. Verkefnið hefur aftur á móti ekki verið rætt lengi enda málið í vinnslu hjá þeim. Við vitum að það eru íbúar sem telja það vera tómt rugl en á meðan bæjarstjórn hefur ekki ákveðið annað vinnur kerfið að framgangi kísilveranna í Helguvík,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hlutur Arion banka metinn á 900 milljónir króna Umhverfisstofnun sendi forsvarsmönnum United Silicon bréf á miðvikudag vegna áforma um stöðvun á rekstri verksmiðjunnar þann 10. september eða fyrr fari svo að ljósbogaofn hennar stöðvist enn á ný. Gríðarlegur fjöldi kvartana hafi borist stofnuninni síðan verksmiðjan var gangsett 11. nóvember. Þá hefur komið fram að fyrirtækið hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar og að Arion banki hafi lánað því um átta milljarða króna og lífeyrissjóðir lagt því til hundruð milljóna í hlutafé. Bankinn hefur nú fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni sem var metinn á 900 milljónir króna. Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri verksmiðjunnar og sá sem leiddi verkefnið þangað til hann hætti í stjórn United Silicon í byrjun þessa árs, var á ferðalagi í Svíþjóð í gær þegar blaðamaður náði tali af honum. „Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um. Ég er ekki búinn að kynna mér málið og er í fríi,“ sagði Magnús þegar hann var beðinn um viðbrögð við þeirri stöðu sem komin er upp í rekstri verksmiðjunnar. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. 24. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forsvarsmenn Thorsil gera nú ráð fyrir að framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju þeirra í Helguvík hefjist á seinni hluta næsta árs. Þeir hafa engin áform um að koma að rekstri verksmiðju United Silicon á iðnaðarsvæðinu og bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir vandræðin þar á bæ engin áhrif hafa haft á viðræðurnar við Thorsil. „Aðalmálið er að það má ekki líkja okkur saman við það sem hefur ekki gengið upp. Þetta hefur því miður ekki verið gert á réttan hátt hjá United Silicon og við höfum átt í reglulegum samskiptum við alla þá sem koma að okkar verkefni og þar með talið Reykjanesbæ og gert þeim grein fyrir stöðu okkar verkefnis,“ segir John Fenger, stjórnarformaður Thorsil. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði um miðjan júlí kröfu Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og íbúa í Reykjanesbæ um að ákvörðun Umhverfisstofnunar sem gaf Thorsil starfsleyfi yrði ógilt. Félagið fékk leyfið í september 2015 en það var fellt úr gildi í október í fyrra. Nýtt leyfi fékkst í febrúar en mánuði síðar barst önnur kæra sem nefndin hafnaði svo í sumar. „Við vorum búnir að loka fjármögnuninni þannig þetta tafði okkur um eitt ár. Eins og líka hefur komið fram í blöðum hafa einhverjir lífeyrissjóðir dregið sig til baka og þá væntanlega vegna United. Við erum því að ganga frá því að fylla skarðið og klára fjármögnunina á næstu misserum,“ segir John. Heildarfjármögnun verksmiðjunnar nemur 275 milljónum dala, eða um 30 milljörðum króna, og á framleiðsla hennar nú að hefjast á fyrri hluta 2020. „Því miður hefur þetta ekki tekist nógu vel hjá United og verksmiðjan fór í gang of fljótt. Við höfum undirbúið okkar verkefni á allt annan hátt og okkar hugsun er að byggja verksmiðju sem er vel hönnuð þannig að svona óhöpp eigi sér ekki stað,“ segir John og vísar til síendurtekinna mengunaróhappa United Silicon. „Það hefur ekki orðið nein stefnubreyting hjá Reykjanesbæ varðandi Thorsil. Verkefnið hefur aftur á móti ekki verið rætt lengi enda málið í vinnslu hjá þeim. Við vitum að það eru íbúar sem telja það vera tómt rugl en á meðan bæjarstjórn hefur ekki ákveðið annað vinnur kerfið að framgangi kísilveranna í Helguvík,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hlutur Arion banka metinn á 900 milljónir króna Umhverfisstofnun sendi forsvarsmönnum United Silicon bréf á miðvikudag vegna áforma um stöðvun á rekstri verksmiðjunnar þann 10. september eða fyrr fari svo að ljósbogaofn hennar stöðvist enn á ný. Gríðarlegur fjöldi kvartana hafi borist stofnuninni síðan verksmiðjan var gangsett 11. nóvember. Þá hefur komið fram að fyrirtækið hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar og að Arion banki hafi lánað því um átta milljarða króna og lífeyrissjóðir lagt því til hundruð milljóna í hlutafé. Bankinn hefur nú fært niður 16,3 prósenta hlut sinn í verksmiðjunni sem var metinn á 900 milljónir króna. Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri verksmiðjunnar og sá sem leiddi verkefnið þangað til hann hætti í stjórn United Silicon í byrjun þessa árs, var á ferðalagi í Svíþjóð í gær þegar blaðamaður náði tali af honum. „Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um. Ég er ekki búinn að kynna mér málið og er í fríi,“ sagði Magnús þegar hann var beðinn um viðbrögð við þeirri stöðu sem komin er upp í rekstri verksmiðjunnar.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. 24. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. 24. ágúst 2017 19:30