Verkefnið á að vekja fólk til umhugsunar Guðný Hrönn skrifar 25. ágúst 2017 10:00 Helga segir Take back the beach-verkefnið hafa breytt hugsunarhætti sínum. Ljósmyndarinn Helga Nína Aas hefur undanfarna daga birt á Instagram ljósmyndir sínar af íslenskum konum í sundfötum. Ljósmyndirnar eru unnar í samstarfi við bandaríska vefinn Refinery 29 og verkefnið á að vekja fólk til umhugsunar um líkamsímynd. „Þetta byrjar þannig að Amanda Gorence hjá Refinery 29 hefur samband við mig og kynnir þessa hugmynd fyrir mér,“ segir ljósmyndarinn Helga Nína aðspurð hvernig það kom til að hún tók þátt í verkefninu sem heitir Take back the beach sem snýst um líkamsímynd kvenna. „Þetta eru sem sagt portrett-myndir af konum í sundfötunum og svo fylgir smá texti með hverri mynd. Í textanum er frásögn kvennanna um hvernig hefur verið talað um líkama þeirra, hvernig þær horfa á líkama annarra kvenna og bara líkamsímynd almennt,“ segir Helga Nína þegar hún er beðin um að lýsa verkefninu. „Ég held að fjölmiðlar hafi alveg svakalega áhrif á okkur og margt fólk er rosalega upptekið af því að passa inn í ákveðið box hvað varðar útlit. Og við erum oft upptekin af því að flokka fólk eftir útliti,“ útskýrir Helga Nína.Sýnishorn úr myndaþætti Helgu Nínu.MYND/REFINERY29Helga Nína segir markmið verkefnisins vera að vekja fólk til umhugsunar og sjálf er hún orðin meðvitaðri um útlitsdýrkun og líkamsímynd síðan hún tók þátt í því. „Verkefnið á að fá okkur til að pæla aðeins í því hvernig við hugsum um og lítum á líkama. En þetta er stanslaus barátta því maður dettur gjarnan í það að horfa á fólk t.d. á netinu og hugsa: „Vá hvað þessi er flott, vel klædd, með flottan líkama,“ og svo framvegis. En maður verður að stoppa sig af og minna sig á að maður er ekki í neinni samkeppni.“ „Ég hef alltaf haft þessar pælingar í undirmeðvitundinni en núna er ég að reyna að spá meira í þetta. Núna reyni ég öllum stundum að meta hvort hugsanir mínar og hugmyndir séu heilbrigðar. Það er ekki nóg að velta þessu fyrir sér einu sinni, maður þarf stöðugt að minna sig á þessa hluti.“ Lítið mál að finna þátttakendurSýnishorn úr myndaþættinum sem Helga Nína tók fyrir vefinn Refinery29.MYND/REFINERY29Spurð út í hvernig hún fann konur til að taka þátt í Take back the beach-verkefninu segir Helga Nína: „Ég setti inn opinbera auglýsingu á Facebook og á nokkrum klukkutímum fékk ég fullt af umsóknum. Það var rosalega mikill áhugi fyrir þessu. Þetta eru allt konur sem vilja vera partur af þessari hreyfingu: að brjóta niður þetta „bodyshaming“ sem er svo algengt. Þessar konur stóðu bara fyrir framan myndavélina og sýndu sig nákvæmlega eins og þær eru,“ útskýrir Helga Nína sem segir það hafa verið lítið mál að finna opnar konur sem voru tilbúnar að taka þátt í verkefninu.„Ein þeirra sem tók þátt hefur til dæmis orðið fyrir einelti alla sína ævi og þetta var mikil áskorun fyrir hana. En hún vildi taka þátt og sýna að hún þarf ekkert að skammast sín fyrir að líta út eins og hún gerir.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segist Helga hafa áhuga á að vinna áfram með þetta þema. „Mig langar að vinna áfram með þetta verkefni, mér finnst þetta áríðandi. Ég hef líka verið að velta fyrir mér pressunni sem karlmenn eru undir. Ég er að heyra sögur og hef lesið athugasemdir á netinu um karlmenn, við erum öll undir einhverjum þrýstingi hvað varðar útlit og vöxt.“ gudnyhronn@365.is Ljósmyndarar Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Ljósmyndarinn Helga Nína Aas hefur undanfarna daga birt á Instagram ljósmyndir sínar af íslenskum konum í sundfötum. Ljósmyndirnar eru unnar í samstarfi við bandaríska vefinn Refinery 29 og verkefnið á að vekja fólk til umhugsunar um líkamsímynd. „Þetta byrjar þannig að Amanda Gorence hjá Refinery 29 hefur samband við mig og kynnir þessa hugmynd fyrir mér,“ segir ljósmyndarinn Helga Nína aðspurð hvernig það kom til að hún tók þátt í verkefninu sem heitir Take back the beach sem snýst um líkamsímynd kvenna. „Þetta eru sem sagt portrett-myndir af konum í sundfötunum og svo fylgir smá texti með hverri mynd. Í textanum er frásögn kvennanna um hvernig hefur verið talað um líkama þeirra, hvernig þær horfa á líkama annarra kvenna og bara líkamsímynd almennt,“ segir Helga Nína þegar hún er beðin um að lýsa verkefninu. „Ég held að fjölmiðlar hafi alveg svakalega áhrif á okkur og margt fólk er rosalega upptekið af því að passa inn í ákveðið box hvað varðar útlit. Og við erum oft upptekin af því að flokka fólk eftir útliti,“ útskýrir Helga Nína.Sýnishorn úr myndaþætti Helgu Nínu.MYND/REFINERY29Helga Nína segir markmið verkefnisins vera að vekja fólk til umhugsunar og sjálf er hún orðin meðvitaðri um útlitsdýrkun og líkamsímynd síðan hún tók þátt í því. „Verkefnið á að fá okkur til að pæla aðeins í því hvernig við hugsum um og lítum á líkama. En þetta er stanslaus barátta því maður dettur gjarnan í það að horfa á fólk t.d. á netinu og hugsa: „Vá hvað þessi er flott, vel klædd, með flottan líkama,“ og svo framvegis. En maður verður að stoppa sig af og minna sig á að maður er ekki í neinni samkeppni.“ „Ég hef alltaf haft þessar pælingar í undirmeðvitundinni en núna er ég að reyna að spá meira í þetta. Núna reyni ég öllum stundum að meta hvort hugsanir mínar og hugmyndir séu heilbrigðar. Það er ekki nóg að velta þessu fyrir sér einu sinni, maður þarf stöðugt að minna sig á þessa hluti.“ Lítið mál að finna þátttakendurSýnishorn úr myndaþættinum sem Helga Nína tók fyrir vefinn Refinery29.MYND/REFINERY29Spurð út í hvernig hún fann konur til að taka þátt í Take back the beach-verkefninu segir Helga Nína: „Ég setti inn opinbera auglýsingu á Facebook og á nokkrum klukkutímum fékk ég fullt af umsóknum. Það var rosalega mikill áhugi fyrir þessu. Þetta eru allt konur sem vilja vera partur af þessari hreyfingu: að brjóta niður þetta „bodyshaming“ sem er svo algengt. Þessar konur stóðu bara fyrir framan myndavélina og sýndu sig nákvæmlega eins og þær eru,“ útskýrir Helga Nína sem segir það hafa verið lítið mál að finna opnar konur sem voru tilbúnar að taka þátt í verkefninu.„Ein þeirra sem tók þátt hefur til dæmis orðið fyrir einelti alla sína ævi og þetta var mikil áskorun fyrir hana. En hún vildi taka þátt og sýna að hún þarf ekkert að skammast sín fyrir að líta út eins og hún gerir.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segist Helga hafa áhuga á að vinna áfram með þetta þema. „Mig langar að vinna áfram með þetta verkefni, mér finnst þetta áríðandi. Ég hef líka verið að velta fyrir mér pressunni sem karlmenn eru undir. Ég er að heyra sögur og hef lesið athugasemdir á netinu um karlmenn, við erum öll undir einhverjum þrýstingi hvað varðar útlit og vöxt.“ gudnyhronn@365.is
Ljósmyndarar Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira