Mikilvægi hófseminnar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 07:00 Stjórnmálamenn eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sumir segja að þeir séu of margir og aðrir eru þeirrar skoðunar að allir aðrir en þeir sem núna eru í stjórnmálum eigi að vera þar. Það þykir jafnvel gáfuleg skoðun að stjórnmálamenn skipti ekki lengur máli, heimurinn sé breyttur og áhrifin liggi annars staðar en hjá kjörnum fulltrúum. Ég er ekki sammála því sjónarmiði og það skiptir máli hvernig stjórnmálamenn tjá sig. Á undanförnum árum hefur þeim stjórnmálamönnum fjölgað, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, sem telja sér til framdráttar að hampa öfgahópum. Þeir fara fram með stóryrðum, skeyta engu um staðreyndir, rannsóknir eða sannleika og láta sig engu varða þótt ummæli þeirra valdi einstaklingum eða hópum tjóni eða ótta. Skiljanlega fljóta fjölmiðlarnir með, það er fréttnæmt þegar frambjóðendur til hárra embætta segja krassandi hluti umbúðalaust og láta alla heyra það. Og í sjálfu sér getur verið nauðsynlegt að hlutirnir séu sagðir hreint og beint. En það er ekki afsökun fyrir fordómum, hatri og fáfræði né heldur lýðskrumi hvers konar. Slíkt tal manna sem eru í kastljósi fjölmiðla er beinlínis hættulegt því það gefur öfgaöflunum skjól, normaliserar þau og verður að lokum skálkaskjól ofbeldis og glæpa. Um það eru sorgleg nýleg dæmi. Þess vegna eiga fjölmiðlar að veita hefðbundnum stjórnmálamönnum meiri athygli, gefa þeim meiri tíma sem vanda málflutning sinn, jafnvel þó þeir séu ekki eins mikið bíó og hinir. Það er betra að stjórnmálamenn séu skemmtilegir og áhugaverðir, en mestu skiptir að þeir séu málefnalegir og ábyrgir. Slíkir stjórnmálamenn valda ekki skaða. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun
Stjórnmálamenn eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sumir segja að þeir séu of margir og aðrir eru þeirrar skoðunar að allir aðrir en þeir sem núna eru í stjórnmálum eigi að vera þar. Það þykir jafnvel gáfuleg skoðun að stjórnmálamenn skipti ekki lengur máli, heimurinn sé breyttur og áhrifin liggi annars staðar en hjá kjörnum fulltrúum. Ég er ekki sammála því sjónarmiði og það skiptir máli hvernig stjórnmálamenn tjá sig. Á undanförnum árum hefur þeim stjórnmálamönnum fjölgað, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, sem telja sér til framdráttar að hampa öfgahópum. Þeir fara fram með stóryrðum, skeyta engu um staðreyndir, rannsóknir eða sannleika og láta sig engu varða þótt ummæli þeirra valdi einstaklingum eða hópum tjóni eða ótta. Skiljanlega fljóta fjölmiðlarnir með, það er fréttnæmt þegar frambjóðendur til hárra embætta segja krassandi hluti umbúðalaust og láta alla heyra það. Og í sjálfu sér getur verið nauðsynlegt að hlutirnir séu sagðir hreint og beint. En það er ekki afsökun fyrir fordómum, hatri og fáfræði né heldur lýðskrumi hvers konar. Slíkt tal manna sem eru í kastljósi fjölmiðla er beinlínis hættulegt því það gefur öfgaöflunum skjól, normaliserar þau og verður að lokum skálkaskjól ofbeldis og glæpa. Um það eru sorgleg nýleg dæmi. Þess vegna eiga fjölmiðlar að veita hefðbundnum stjórnmálamönnum meiri athygli, gefa þeim meiri tíma sem vanda málflutning sinn, jafnvel þó þeir séu ekki eins mikið bíó og hinir. Það er betra að stjórnmálamenn séu skemmtilegir og áhugaverðir, en mestu skiptir að þeir séu málefnalegir og ábyrgir. Slíkir stjórnmálamenn valda ekki skaða. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun