Iron & Wine til Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 17:47 Tónleikar með Iron & Wine verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu þann 14. janúar. visir/getty Ísland verður einn viðkomustaða tónlistarmannsins Sam Beam á tónleikaferðalagi hans í tilefni plötunnar Beast Epic sem kom út 25. ágúst. Sam Beam hefur samið og flutt lög undir nafninu Iron & Wine í meira en áratug. Tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 14. janúar. Iron & Wine mun flytja öll sín helstu lög í bland við efni á nýju plötunni Beast Epic.Beast Epic hefur víða hlotið góða dóma. Í tónlistartímaritinu Q Magazine er nýju plötunni lýst sem afturhvarfi til eldri platna tónlistarmannsins. Þá er sagt að viskan leki af textunum sem er að finna á Beast Epic. Þeir séu eins og samtal föður og sonar. Þá segir í tónlistargagnrýni Pitchfork: „Að hlusta á plötuna er eins og að umvefja sig með hlýju teppi þegar manni er kalt.“ Miðinn kostar frá 4990 krónum en nokkur verðsvæði eru í boði. Miðasala hefst á föstudaginn klukkan 10.00 á harpa.is/iron. Þá fer forsala Senu Live fram einum sólarhring áður, á fimmtudaginn klukkan 10.00. Allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live fá tölvupóst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miðann. Miðasölunni lýkur í síðasta lagi klukkan 22.00. Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Ísland verður einn viðkomustaða tónlistarmannsins Sam Beam á tónleikaferðalagi hans í tilefni plötunnar Beast Epic sem kom út 25. ágúst. Sam Beam hefur samið og flutt lög undir nafninu Iron & Wine í meira en áratug. Tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 14. janúar. Iron & Wine mun flytja öll sín helstu lög í bland við efni á nýju plötunni Beast Epic.Beast Epic hefur víða hlotið góða dóma. Í tónlistartímaritinu Q Magazine er nýju plötunni lýst sem afturhvarfi til eldri platna tónlistarmannsins. Þá er sagt að viskan leki af textunum sem er að finna á Beast Epic. Þeir séu eins og samtal föður og sonar. Þá segir í tónlistargagnrýni Pitchfork: „Að hlusta á plötuna er eins og að umvefja sig með hlýju teppi þegar manni er kalt.“ Miðinn kostar frá 4990 krónum en nokkur verðsvæði eru í boði. Miðasala hefst á föstudaginn klukkan 10.00 á harpa.is/iron. Þá fer forsala Senu Live fram einum sólarhring áður, á fimmtudaginn klukkan 10.00. Allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live fá tölvupóst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miðann. Miðasölunni lýkur í síðasta lagi klukkan 22.00.
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira