Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 09:00 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Hamborg í Þýskalandi í júlí síðastliðnum. vísir/getty Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. Þá ætla Trump og Abe að þrýsta enn meira á Norður-Kóreu að láta af eldflaugatilraunum sínum en japanski forsætisráðherrann segir að eldflaugaskotið nú sé „fordæmalaus og alvarleg ógn“ við öryggi Japans. Embættismenn í Suður-Kóreu segja að eldflauginni hafi verið skotið lengra en nokkurri annarri sem Norður-Kóreumenn hafa gert tilraunir með undanfarið. Aðeins eru nokkrar vikur síðan Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hótaði að skjóta á eyjuna Guam í Kyrrahafi en eyjan er bandarískt yfirráðasvæði.Grefur undan friði og öryggi Abe greindi blaðamönnum í Tókýó frá símtali sem hann átti við Trump eftir eldflaugaskotið í gær. Sagði hann að Bandaríkjaforseti hefði tjáð honum að Bandaríkin stæðu heilshugar með Japönum. „Það er svívirðilegt að skjóta eldflaug yfir landið okkar og þetta er fordæmalaus og alvarleg ógn sem auk þess grefur undan friði og öryggi hér í þessum heimshluta,“ sagði Abe við blaðamenn í gær og bætti við að ríkisstjórnin hefði komið mótmælum sínum vegna eldflaugaskotsins á framfæri við yfirvöld í Pyongyang. Eldflaugin, sem talið er að sé af gerðinni Hwasong-12, flaug yfir Hokkaido og lenti í Kyrrahafinu um 1180 kílómetra austur af norðureyju Japans. Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir norðurhluta Japan. 28. ágúst 2017 23:30 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. Þá ætla Trump og Abe að þrýsta enn meira á Norður-Kóreu að láta af eldflaugatilraunum sínum en japanski forsætisráðherrann segir að eldflaugaskotið nú sé „fordæmalaus og alvarleg ógn“ við öryggi Japans. Embættismenn í Suður-Kóreu segja að eldflauginni hafi verið skotið lengra en nokkurri annarri sem Norður-Kóreumenn hafa gert tilraunir með undanfarið. Aðeins eru nokkrar vikur síðan Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hótaði að skjóta á eyjuna Guam í Kyrrahafi en eyjan er bandarískt yfirráðasvæði.Grefur undan friði og öryggi Abe greindi blaðamönnum í Tókýó frá símtali sem hann átti við Trump eftir eldflaugaskotið í gær. Sagði hann að Bandaríkjaforseti hefði tjáð honum að Bandaríkin stæðu heilshugar með Japönum. „Það er svívirðilegt að skjóta eldflaug yfir landið okkar og þetta er fordæmalaus og alvarleg ógn sem auk þess grefur undan friði og öryggi hér í þessum heimshluta,“ sagði Abe við blaðamenn í gær og bætti við að ríkisstjórnin hefði komið mótmælum sínum vegna eldflaugaskotsins á framfæri við yfirvöld í Pyongyang. Eldflaugin, sem talið er að sé af gerðinni Hwasong-12, flaug yfir Hokkaido og lenti í Kyrrahafinu um 1180 kílómetra austur af norðureyju Japans. Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir norðurhluta Japan. 28. ágúst 2017 23:30 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir norðurhluta Japan. 28. ágúst 2017 23:30