Norðmenn vöruðu Svía við heimsókn Listhaug Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2017 15:31 Sylvi Listhaug, hér fyrir miðju, á ráðherrafundi í Brussel á síðasta ári. Vísir/EPA Norska utanríkisráðuneytið varaði í síðustu viku sænsk stjórnvöld við að annarleg sjónarmið kynnu að leggja að baki heimsókn Sylvi Listhaug, innflytjendamálaráðherra Noregs, til Svíþjóðar. Frá þessu greinir Aftonbladet.Listhaug var á leið til Stokkhólms í dag þegar ráðherra innflytjendamála Svíþjóðar, Heléne Fritzon, aflýsti fyrirhuguðum fundi ráðherranna. Ónafngreindur heimildarmaður Aftonbladet innan sænska utanríkisráðuneytisins segir að starfsmenn norska utanríkisráðuneytisins hafi sagt fyrirætlan Listhaug vera ranga og að mögulegt kynni vera að hún myndi nýta heimsóknina í vafasömum tilgangi. Listhaug ferðaðist til Stokkhólms fyrr í dag þar sem hún hugðist meðal annars heimsækja úthverfið Rinkeby, þar sem hlutfall innflytjenda er mjög hátt og mikið er um félagsleg vandamál. Eftir að hafa aflýst fundinum sagðist Fritzon ekki vilja þátttakandi í kosningabaráttu Listhaug, en þingkosningar fara fram í Noregi þann 11. september næstkomandi. Sagði Fritzon að Listhaug væri ekki að draga upp rétta mynd af landinu. Listhaug er ráðherra Framfaraflokksins og er þekkt fyrir þá hörðu og ströngu afstöðu sem hún hefur tekið í umræðum um innflytjendamál.NRK segir að norska forsætisráðuneytinu sé ekki kunnugt um að utanríkisráðuneytið hafi varað við heimsókn norska ráðherrans. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Norska utanríkisráðuneytið varaði í síðustu viku sænsk stjórnvöld við að annarleg sjónarmið kynnu að leggja að baki heimsókn Sylvi Listhaug, innflytjendamálaráðherra Noregs, til Svíþjóðar. Frá þessu greinir Aftonbladet.Listhaug var á leið til Stokkhólms í dag þegar ráðherra innflytjendamála Svíþjóðar, Heléne Fritzon, aflýsti fyrirhuguðum fundi ráðherranna. Ónafngreindur heimildarmaður Aftonbladet innan sænska utanríkisráðuneytisins segir að starfsmenn norska utanríkisráðuneytisins hafi sagt fyrirætlan Listhaug vera ranga og að mögulegt kynni vera að hún myndi nýta heimsóknina í vafasömum tilgangi. Listhaug ferðaðist til Stokkhólms fyrr í dag þar sem hún hugðist meðal annars heimsækja úthverfið Rinkeby, þar sem hlutfall innflytjenda er mjög hátt og mikið er um félagsleg vandamál. Eftir að hafa aflýst fundinum sagðist Fritzon ekki vilja þátttakandi í kosningabaráttu Listhaug, en þingkosningar fara fram í Noregi þann 11. september næstkomandi. Sagði Fritzon að Listhaug væri ekki að draga upp rétta mynd af landinu. Listhaug er ráðherra Framfaraflokksins og er þekkt fyrir þá hörðu og ströngu afstöðu sem hún hefur tekið í umræðum um innflytjendamál.NRK segir að norska forsætisráðuneytinu sé ekki kunnugt um að utanríkisráðuneytið hafi varað við heimsókn norska ráðherrans.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00