Stalín á Google Frosti Logason skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Staðreyndir eiga undir högg að sækja. Bæði frá hægri og vinstri vængnum. Eins dapurlega og það nú kann að hljóma. Að rýna í tölfræði og greina munstur úr upplýsingum er allt í einu orðið ægilegt tabú. Meira að segja hjá frjálslyndum alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem einmitt sérhæfa sig í því að rýna í tölur og greina munstur. Það segir okkur að undir niðri kraumar eitthvað í tíðaranda okkar sem líklega á eftir að gjósa upp á yfirborðið með miklum hvelli. Tæknirisinn Google hefur innan sinna raða mikið af framsæknu og hæfu starfsfólki. Einn úr hópi þeirra velti fyrir sér í minnisblaði nýverið hvers vegna færri konur réðust í störf forritara. Benti hann á að fyrir því væru hugsanlega einhverjar aðrar og eðlilegri skýringar en hin vinsæla kúgun feðraveldisins. Vísaði hann í nokkrar rannsóknir sem sýndu fram á að mismunandi áhugi kynjanna á ólíkum störfum að meðaltali gæti tengst líffræðilegum þáttum. Þrátt fyrir nokkuð ítarleg gögn og auðsannanleg vísindi á bak við þessa tilgátu verður allt vitlaust. Réttlætisriddarar stökkva fram og urða yfir starfsmanninn í netheimum. Honum er að vísu ekki svarað á nokkurn hátt með málefnalegum rökum en hann er úthrópaður sem karlremba og kvenhatari. Íslenskir baráttumenn fyrir bættara samfélagi gera sig breiða í kommentakerfum og segja manninn mega fara norður og niður og hann eigi ekkert skilið annað en brottrekstur. Og þeim verður að sjálfsögðu að ósk sinni. Enda voru Stalín og Maó líka miklir baráttumenn fyrir bættara samfélagi, þó þeir hafi hvorki verið Píratar né félagar í Jæjahópnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Staðreyndir eiga undir högg að sækja. Bæði frá hægri og vinstri vængnum. Eins dapurlega og það nú kann að hljóma. Að rýna í tölfræði og greina munstur úr upplýsingum er allt í einu orðið ægilegt tabú. Meira að segja hjá frjálslyndum alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem einmitt sérhæfa sig í því að rýna í tölur og greina munstur. Það segir okkur að undir niðri kraumar eitthvað í tíðaranda okkar sem líklega á eftir að gjósa upp á yfirborðið með miklum hvelli. Tæknirisinn Google hefur innan sinna raða mikið af framsæknu og hæfu starfsfólki. Einn úr hópi þeirra velti fyrir sér í minnisblaði nýverið hvers vegna færri konur réðust í störf forritara. Benti hann á að fyrir því væru hugsanlega einhverjar aðrar og eðlilegri skýringar en hin vinsæla kúgun feðraveldisins. Vísaði hann í nokkrar rannsóknir sem sýndu fram á að mismunandi áhugi kynjanna á ólíkum störfum að meðaltali gæti tengst líffræðilegum þáttum. Þrátt fyrir nokkuð ítarleg gögn og auðsannanleg vísindi á bak við þessa tilgátu verður allt vitlaust. Réttlætisriddarar stökkva fram og urða yfir starfsmanninn í netheimum. Honum er að vísu ekki svarað á nokkurn hátt með málefnalegum rökum en hann er úthrópaður sem karlremba og kvenhatari. Íslenskir baráttumenn fyrir bættara samfélagi gera sig breiða í kommentakerfum og segja manninn mega fara norður og niður og hann eigi ekkert skilið annað en brottrekstur. Og þeim verður að sjálfsögðu að ósk sinni. Enda voru Stalín og Maó líka miklir baráttumenn fyrir bættara samfélagi, þó þeir hafi hvorki verið Píratar né félagar í Jæjahópnum.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun