Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 14:59 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er áhyggjufullur vegna spennunnar á Kóreuskaga,. Vísir/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýnir bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld fyrir herskáar yfirlýsingar síðustu daga. Hættan á að hernaðarátök brjótist út sé mikil. Fulltrúar norður-kóreskra stjórnvalda hafa kallað Donald Trump Bandaríkjaforseta „elliæran“ og „skyni skroppinn“ en Trump hefur svarað með því sem margir hafa túlkað sem hótun um kjarnorkuárás. Norður-Kórea hefur á móti hótað eldflaugaárás á Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Lavrov segir að stjórnvöld í Kreml séu með böggum hildar yfir gagnkvæmum hótunum ráðamanna í Washington og Pjongjang yfir kjarnorkuáætlun þeirra síðarnefndu. „Því miður eru yfirlýsingarnar frá Washington og Pjongjang núna farnar að fara yfir strikið. Við vonum enn og trúum að skynsemin muni verða ofan á,“ sagði Lavrov í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Sá vægir er vitið hefur meiraSagði hann rússnesk stjórnvöld munu gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum. Hvatti hann Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn til að gangast undir skilmála áætlunar Rússa og Kínverja um að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu gegn því að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn láti af meiriháttar heræfingum. „Mín persónulega skoðun er sú að þegar menn nálgast það að átök brjótist út þá taki sá aðili sem er sterkari og skynsamari fyrsta skrefið frá þröskuldi hættunnar,“ sagði Lavrov. Trump tísti í dag að hernaðarlausnir væru tilbúnar ef Norður-Kóreumenn „hegðuðu sér ekki skynsamlega“. Norður-Kórea Tengdar fréttir ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00 Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýnir bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld fyrir herskáar yfirlýsingar síðustu daga. Hættan á að hernaðarátök brjótist út sé mikil. Fulltrúar norður-kóreskra stjórnvalda hafa kallað Donald Trump Bandaríkjaforseta „elliæran“ og „skyni skroppinn“ en Trump hefur svarað með því sem margir hafa túlkað sem hótun um kjarnorkuárás. Norður-Kórea hefur á móti hótað eldflaugaárás á Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Lavrov segir að stjórnvöld í Kreml séu með böggum hildar yfir gagnkvæmum hótunum ráðamanna í Washington og Pjongjang yfir kjarnorkuáætlun þeirra síðarnefndu. „Því miður eru yfirlýsingarnar frá Washington og Pjongjang núna farnar að fara yfir strikið. Við vonum enn og trúum að skynsemin muni verða ofan á,“ sagði Lavrov í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Sá vægir er vitið hefur meiraSagði hann rússnesk stjórnvöld munu gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum. Hvatti hann Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn til að gangast undir skilmála áætlunar Rússa og Kínverja um að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu gegn því að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn láti af meiriháttar heræfingum. „Mín persónulega skoðun er sú að þegar menn nálgast það að átök brjótist út þá taki sá aðili sem er sterkari og skynsamari fyrsta skrefið frá þröskuldi hættunnar,“ sagði Lavrov. Trump tísti í dag að hernaðarlausnir væru tilbúnar ef Norður-Kóreumenn „hegðuðu sér ekki skynsamlega“.
Norður-Kórea Tengdar fréttir ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00 Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00
Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00
Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11