Áhyggjufullur, í losti og talaði enga ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2017 09:15 Friðjón Snorrason, franski vinur þeirra og Sveinn Breki eftir að málunum hafði verið bjargað. Úr einkasafni Það voru íslenskir hjólreiðakappar í hálendisferð með 24 Bandaríkjamönnum sem komu áttavilltum frönskum ferðamanni til bjargar á Landsvegi vestan Heklu á laugardagskvöldið. Sá franski hafði orðið viðskila við samferðafólk sitt á Heklu fyrr um daginn og hófst formleg leit að honum um klukkan tíu um kvöldið. Sveinn Breki Hróbjartsson var einn Íslendinganna í hópnum sem kom að Frakkanum þar sem hann var að reyna að húkka sér far. Sveinn segir þann franska hafa verið afar áhyggjufullan. Ekki hafi bætt úr skák að hann talaði enga ensku og því reyndist erfitt að átta sig á vandræðum hans. Sveinn og félagar höfðu ekki hugmynd um að leit stæði yfir að manninum. „Hann hafði bullandi áhyggjur, var í smá losti og frekar illa klæddur. Hann var símalaus en reyndi að muna númerið hjá konunni sinni, en mundi það ekki,“ segir Sveinn Breki. Þeir hafi lítið skilið í honum og hringt í franskan vin sinn sem hafi reynt að setja sig í hlutverk túlks. Það skilaði litllu.Hekla gaus síðast árið 2000.Vísir/Vilhelm„Það gekk ekkert að fá upplýsingar fyrr en við hringjum í björgunarsveitirnar,“ segir Sveinn. Þá var þeim tjáð að leit stæði yfir að manninum. Björgunarsveitarfólk sem var á leið í leit að manninum kom honum til móts við samferðafólk hans. „Það lifnaði yfir honum og hann var farinn að grínast, orðinn kampakátur.“ Sveinn Breki var sem fyrr segir í sex daga hálendisferð á vegum Bike Company ásamt félaga sínum Friðjóni Snorrasyni og 24 Bandaríkjamönnum. Þeir voru komnir á áfangastað sinn um kvöldið en ákváðu að skjótast í kvöldferð að Þjófafossi. Hópurinn sneri þó við á leiðinni þangað, af tilviljun að sögn Sveins Breka, og hjóluðu í flasið á þeim franska. Sendu þeir hópinn á undan sér en þeir Sveinn og Friðjón urðu eftir með þeim franska og hjálpuðu honum að komast til vina sinna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far Björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamanni á Heklu í gær. Maðurinn fannst eftir skamma leit vestan við fjallið þar sem hann var að reyna að húkka far. 13. ágúst 2017 08:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Það voru íslenskir hjólreiðakappar í hálendisferð með 24 Bandaríkjamönnum sem komu áttavilltum frönskum ferðamanni til bjargar á Landsvegi vestan Heklu á laugardagskvöldið. Sá franski hafði orðið viðskila við samferðafólk sitt á Heklu fyrr um daginn og hófst formleg leit að honum um klukkan tíu um kvöldið. Sveinn Breki Hróbjartsson var einn Íslendinganna í hópnum sem kom að Frakkanum þar sem hann var að reyna að húkka sér far. Sveinn segir þann franska hafa verið afar áhyggjufullan. Ekki hafi bætt úr skák að hann talaði enga ensku og því reyndist erfitt að átta sig á vandræðum hans. Sveinn og félagar höfðu ekki hugmynd um að leit stæði yfir að manninum. „Hann hafði bullandi áhyggjur, var í smá losti og frekar illa klæddur. Hann var símalaus en reyndi að muna númerið hjá konunni sinni, en mundi það ekki,“ segir Sveinn Breki. Þeir hafi lítið skilið í honum og hringt í franskan vin sinn sem hafi reynt að setja sig í hlutverk túlks. Það skilaði litllu.Hekla gaus síðast árið 2000.Vísir/Vilhelm„Það gekk ekkert að fá upplýsingar fyrr en við hringjum í björgunarsveitirnar,“ segir Sveinn. Þá var þeim tjáð að leit stæði yfir að manninum. Björgunarsveitarfólk sem var á leið í leit að manninum kom honum til móts við samferðafólk hans. „Það lifnaði yfir honum og hann var farinn að grínast, orðinn kampakátur.“ Sveinn Breki var sem fyrr segir í sex daga hálendisferð á vegum Bike Company ásamt félaga sínum Friðjóni Snorrasyni og 24 Bandaríkjamönnum. Þeir voru komnir á áfangastað sinn um kvöldið en ákváðu að skjótast í kvöldferð að Þjófafossi. Hópurinn sneri þó við á leiðinni þangað, af tilviljun að sögn Sveins Breka, og hjóluðu í flasið á þeim franska. Sendu þeir hópinn á undan sér en þeir Sveinn og Friðjón urðu eftir með þeim franska og hjálpuðu honum að komast til vina sinna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far Björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamanni á Heklu í gær. Maðurinn fannst eftir skamma leit vestan við fjallið þar sem hann var að reyna að húkka far. 13. ágúst 2017 08:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far Björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamanni á Heklu í gær. Maðurinn fannst eftir skamma leit vestan við fjallið þar sem hann var að reyna að húkka far. 13. ágúst 2017 08:49