Óhóflegar vinsældir Íslands Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Sú var tíðin að Ísland var svo óljóst í vitund umheimsins að maður varð nánast land- og ættlaus um leið og maður steig fæti á erlenda grund. Þar urðu allar útskýringar um uppruna og heimahaga að efnafræðiformúlum í eyrum heimamanna. Svo grunnt var á vitneskjunni um þessa eyju að maður var meira að segja sjálfur farinn að velta því fyrir sér hvort þetta Ísland væri ekki bara einhver allsherjar misskilningur. Þetta bauð hins vegar upp á þá skemmtan að segja suðrænu fólkinu frá snjóhúsinu þar sem ég átti að hafa alist upp og selspikinu sem þar var á borðum. Svo fór þetta að breytast og menn kváðu Björk við um leið og maður greindi frá föðurhúsum, síðan Guðjohnsen. Menn voru þó ekki upplýstari um landið en svo að enginn stoppaði mig af þegar ég nýtti mér skáldaleyfið og sagði af Huldumannaflokknum sem hefði meirihluta á Alþingi. En svo allt í einu voru allir búnir að fara til Íslands, voru á leiðinni þangað eða þekktu einhvern sem var nýkominn og hélt ekki vatni yfir fegurð þess. Þá voru menn orðnir svo Íslandsvísir að ég taldi öruggast að ljúga sem minnst. Menn voru farnir að kannast við forsætisráðherrann, þekktu svo hina ýmsu tónlistarmenn, íþróttamenn og leikara. Þetta fór stigvaxandi uns fjölmargir voru farnir að humma fræg íslensk lög eða tjá sig um tíðindi síðustu viku. Steininn tók svo úr fyrir nokkru þegar ég var kynntur fyrir Armena nokkrum í Malagaborg en hann spurði mig hvaðan ég væri og tjáði ég honum það. Því næst vildi hann vita nákvæmlega hvaðan af landinu ég kæmi og sagðist vera frá Bíldudal. Þá vildi hann vita hvort Hannes væri enn þá með Vegamót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sú var tíðin að Ísland var svo óljóst í vitund umheimsins að maður varð nánast land- og ættlaus um leið og maður steig fæti á erlenda grund. Þar urðu allar útskýringar um uppruna og heimahaga að efnafræðiformúlum í eyrum heimamanna. Svo grunnt var á vitneskjunni um þessa eyju að maður var meira að segja sjálfur farinn að velta því fyrir sér hvort þetta Ísland væri ekki bara einhver allsherjar misskilningur. Þetta bauð hins vegar upp á þá skemmtan að segja suðrænu fólkinu frá snjóhúsinu þar sem ég átti að hafa alist upp og selspikinu sem þar var á borðum. Svo fór þetta að breytast og menn kváðu Björk við um leið og maður greindi frá föðurhúsum, síðan Guðjohnsen. Menn voru þó ekki upplýstari um landið en svo að enginn stoppaði mig af þegar ég nýtti mér skáldaleyfið og sagði af Huldumannaflokknum sem hefði meirihluta á Alþingi. En svo allt í einu voru allir búnir að fara til Íslands, voru á leiðinni þangað eða þekktu einhvern sem var nýkominn og hélt ekki vatni yfir fegurð þess. Þá voru menn orðnir svo Íslandsvísir að ég taldi öruggast að ljúga sem minnst. Menn voru farnir að kannast við forsætisráðherrann, þekktu svo hina ýmsu tónlistarmenn, íþróttamenn og leikara. Þetta fór stigvaxandi uns fjölmargir voru farnir að humma fræg íslensk lög eða tjá sig um tíðindi síðustu viku. Steininn tók svo úr fyrir nokkru þegar ég var kynntur fyrir Armena nokkrum í Malagaborg en hann spurði mig hvaðan ég væri og tjáði ég honum það. Því næst vildi hann vita nákvæmlega hvaðan af landinu ég kæmi og sagðist vera frá Bíldudal. Þá vildi hann vita hvort Hannes væri enn þá með Vegamót.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun