Muhammad Ali tapaði líka síðasta bardaganum sínum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Það síðasta sem Bolt gerði var að taka sína frægu stellingu áður en hann gekk út af sviðinu í síðasta skiptið. Vísir/Getty Hinn þrítugi Usain Bolt hljóp sitt síðasta hlaup á laugardag er hann keppti með sveit Jamaíku í 4x100 metra boðhlaupi. Síðasti spretturinn var stuttur enda tognaði Bolt og varð að hætta keppni. Ömurlegur endir á ferli eins flottasta, og skemmtilegasta, íþróttamanns allra tíma. Þessi fljótasti maður allra tíma var löngu búinn að gefa það út að heimsmeistaramótið í London yrði svanasöngur hans á hlaupabrautinni. Hann fékk ekki þann Disney-endi á ferilinn sem hann vildi því Bolt varð að sætta sig við bronsið í 100 metra hlaupinu.Usain Bolt fékk hluta af hlaupabrautinni í London.Vísir/GettyEins og Ali „Þá sagði einhver að Muhammad Ali hefði líka tapað sínum síðasta bardaga. Ég ætti því ekki að hafa áhyggjur af þessu. Ég hef sannað mig í mörg ár og eitt mót breytir ekki minni arfleifð í íþróttinni,“ sagði Bolt eftir kveðjustundina en hann hefur oft sagt að draumur sinn sé að verða goðsögn eins og Ali. Það mun örugglega verða pressað á hann að halda áfram en Jamaíkumaðurinn ætlar að standa við ákvörðun sína. „Það er leiðinlegt að þurfa að hætta og kveðja þennan vettvang. Ég nánast grét er ég kvaddi. Ég hef séð marga hætta, koma til baka og eiginlega verða sér til skammar. Ég ætla ekki að verða einn af þeim.“Einstakur árangur Arfleifð Bolts er glæsileg og sú besta í sögu spretthlaupa. Hann vann til átta gullverðlauna á Ólympíuleikum og náði þeim einstaka árangri að vinna gull í 100 og 200 metra hlaupi á þremur leikum í röð. Einstakur árangur sem verður seint leikinn eftir. Hann á heimsmetin í 100 og 200 metra hlaupi en bæði metin setti hann á HM í Berlín árið 2009. Metið í 100 metra hlaupinu er 9,58 sekúndur en 200 metrana hljóp hann á 19,19 sekúndum. Bolt á níu af 33 fljótustu tímum allra tíma. Hann er líka sé eini á þessum lista sem hefur ekki fallið á lyfjaprófi.Usain Bolt með ungum aðdáenda.Vísir/GettyHatar svindlara Bolt hefur alla tíð tekið sterka afstöðu gegn svindlurum í íþróttinni og það var örugglega afar sárt að tapa lokahlaupinu fyrir Justin Gatlin sem hefur tvisvar sinnum fallið á lyfjaprófi. „Ég hef alltaf verið á því að þeir sem falla á lyfjaprófi eigi að fá ævilangt bann. Ef þú svindlar þá á að útiloka þig. Íþróttin náði botni sínum fyrir einu ári en ég hef sannað að það er hægt að ná árangri án þess að svindla. Það er eitt af því sem ég vil segja við krakka úti um allan heim,“ sagði Bolt sem ætlar sér að slaka á næstu misserin. „Það sem er efst á listanum hjá mér núna er að skemmta mér aðeins. Henda mér út á lífið og fá mér einn drykk. Þetta lokamót tók á og nú vil ég njóta mín og vera með fjölskyldunni.“Gæti spilað með Man. Utd Það er sama hvað Bolt tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Hann mun vekja athygli. Bolt er mikill aðdáandi Man. Utd og dreymir um að fá að spila leik fyrir félagið. Það gæti gerst. Ef hann jafnar sig aftur á móti fljótt af meiðslunum þá fær hann kannski að spila í goðsagnaleik Man. Utd og Barcelona sem fer fram á Old Trafford þann 2. september. Það myndi örugglega gleðja marga að sjá þennan magnaða íþróttamann í rauðu treyjunni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira
Hinn þrítugi Usain Bolt hljóp sitt síðasta hlaup á laugardag er hann keppti með sveit Jamaíku í 4x100 metra boðhlaupi. Síðasti spretturinn var stuttur enda tognaði Bolt og varð að hætta keppni. Ömurlegur endir á ferli eins flottasta, og skemmtilegasta, íþróttamanns allra tíma. Þessi fljótasti maður allra tíma var löngu búinn að gefa það út að heimsmeistaramótið í London yrði svanasöngur hans á hlaupabrautinni. Hann fékk ekki þann Disney-endi á ferilinn sem hann vildi því Bolt varð að sætta sig við bronsið í 100 metra hlaupinu.Usain Bolt fékk hluta af hlaupabrautinni í London.Vísir/GettyEins og Ali „Þá sagði einhver að Muhammad Ali hefði líka tapað sínum síðasta bardaga. Ég ætti því ekki að hafa áhyggjur af þessu. Ég hef sannað mig í mörg ár og eitt mót breytir ekki minni arfleifð í íþróttinni,“ sagði Bolt eftir kveðjustundina en hann hefur oft sagt að draumur sinn sé að verða goðsögn eins og Ali. Það mun örugglega verða pressað á hann að halda áfram en Jamaíkumaðurinn ætlar að standa við ákvörðun sína. „Það er leiðinlegt að þurfa að hætta og kveðja þennan vettvang. Ég nánast grét er ég kvaddi. Ég hef séð marga hætta, koma til baka og eiginlega verða sér til skammar. Ég ætla ekki að verða einn af þeim.“Einstakur árangur Arfleifð Bolts er glæsileg og sú besta í sögu spretthlaupa. Hann vann til átta gullverðlauna á Ólympíuleikum og náði þeim einstaka árangri að vinna gull í 100 og 200 metra hlaupi á þremur leikum í röð. Einstakur árangur sem verður seint leikinn eftir. Hann á heimsmetin í 100 og 200 metra hlaupi en bæði metin setti hann á HM í Berlín árið 2009. Metið í 100 metra hlaupinu er 9,58 sekúndur en 200 metrana hljóp hann á 19,19 sekúndum. Bolt á níu af 33 fljótustu tímum allra tíma. Hann er líka sé eini á þessum lista sem hefur ekki fallið á lyfjaprófi.Usain Bolt með ungum aðdáenda.Vísir/GettyHatar svindlara Bolt hefur alla tíð tekið sterka afstöðu gegn svindlurum í íþróttinni og það var örugglega afar sárt að tapa lokahlaupinu fyrir Justin Gatlin sem hefur tvisvar sinnum fallið á lyfjaprófi. „Ég hef alltaf verið á því að þeir sem falla á lyfjaprófi eigi að fá ævilangt bann. Ef þú svindlar þá á að útiloka þig. Íþróttin náði botni sínum fyrir einu ári en ég hef sannað að það er hægt að ná árangri án þess að svindla. Það er eitt af því sem ég vil segja við krakka úti um allan heim,“ sagði Bolt sem ætlar sér að slaka á næstu misserin. „Það sem er efst á listanum hjá mér núna er að skemmta mér aðeins. Henda mér út á lífið og fá mér einn drykk. Þetta lokamót tók á og nú vil ég njóta mín og vera með fjölskyldunni.“Gæti spilað með Man. Utd Það er sama hvað Bolt tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Hann mun vekja athygli. Bolt er mikill aðdáandi Man. Utd og dreymir um að fá að spila leik fyrir félagið. Það gæti gerst. Ef hann jafnar sig aftur á móti fljótt af meiðslunum þá fær hann kannski að spila í goðsagnaleik Man. Utd og Barcelona sem fer fram á Old Trafford þann 2. september. Það myndi örugglega gleðja marga að sjá þennan magnaða íþróttamann í rauðu treyjunni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira