Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2017 07:24 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Æðstu yfirmenn fyrirtækjanna Intel Corp, Merck & Co Inc og Under Armour Inc, hafa hætt í ráðgjafaráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um bandaríska framleiðslu. Það gerðu þeir vegna viðbragða forsetans við ástandinu í Charlottesvilli í Virginíu um helgina. Brian Krzanich, frá Intel, sagðist hafa hætt til að beina athygli að því að eitrað andrúmsloft stjórnmála hafi leitt til þess að erfitt hafi verið að takast á við alvarleg mál. Í bloggfærslu nefndi hann meðal annars fjölgun framleiðslustarfa í Bandaríkjunum og ofbeldið í Charlottesville. „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér,“ sagði Krzanich. „Við ættum að heiðra, ekki ráðast gegn, þá sem eru tilbúnir til að standa fyrir jafnrétti og öðrum gildum sem Bandaríkjamönnum þykir vænt um. Ég vona að þetta breytist og ég er verð tilbúinn til að þjóna þegar það gerist.“ Kenneth Fraizer, frá Merck, segist hafa hætt í ráðgjafaráðinu vegna viðbragða forsetans eftir átökin í Charlottesville. Samkvæmt Reuters sagði hann nauðsynlegt að standa gegn fordómum og öfgum.Í tilkynningu sagði Frazier að leiðtogar Bandaríkjanna yrðu að heiðra grunngildi þjóðarinnar og afneita hatri, fordómum og þjóðernishyggju. Trump virtist ekki taka vel í ákvörðun Fraizer og yfirlýsingu hans ef taka á mark á tísti forsetans um afsögnina..@Merck Pharma is a leader in higher & higher drug prices while at the same time taking jobs out of the U.S. Bring jobs back & LOWER PRICES!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2017 Kevin Plank, frá Under Armour, sagðist enn ætla að vinna að bandarískri framleiðslu. Fyrirtækið snerist þó um nýsköpun og íþróttir. Ekki stjórnmál. Þannig ætlaði fyrirtækið áfram að vinna að því að bæta bandaríska framleiðslu. Hann hætti í ráðinu til að einbeita sér að því að hvetja og sameina fólk í gegnum íþróttir. Samkvæmt Reuters varð Plank fyrir gagnrýni frá nokkrum af skærustu stjörnum Under Armour í fyrra fyrir stuðning sinn við Donald Trump.I love our country & company. I am stepping down from the council to focus on inspiring & uniting through power of sport. - CEO Kevin Plank pic.twitter.com/8YvndJMjj1— Under Armour (@UnderArmour) August 15, 2017 Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Æðstu yfirmenn fyrirtækjanna Intel Corp, Merck & Co Inc og Under Armour Inc, hafa hætt í ráðgjafaráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um bandaríska framleiðslu. Það gerðu þeir vegna viðbragða forsetans við ástandinu í Charlottesvilli í Virginíu um helgina. Brian Krzanich, frá Intel, sagðist hafa hætt til að beina athygli að því að eitrað andrúmsloft stjórnmála hafi leitt til þess að erfitt hafi verið að takast á við alvarleg mál. Í bloggfærslu nefndi hann meðal annars fjölgun framleiðslustarfa í Bandaríkjunum og ofbeldið í Charlottesville. „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér,“ sagði Krzanich. „Við ættum að heiðra, ekki ráðast gegn, þá sem eru tilbúnir til að standa fyrir jafnrétti og öðrum gildum sem Bandaríkjamönnum þykir vænt um. Ég vona að þetta breytist og ég er verð tilbúinn til að þjóna þegar það gerist.“ Kenneth Fraizer, frá Merck, segist hafa hætt í ráðgjafaráðinu vegna viðbragða forsetans eftir átökin í Charlottesville. Samkvæmt Reuters sagði hann nauðsynlegt að standa gegn fordómum og öfgum.Í tilkynningu sagði Frazier að leiðtogar Bandaríkjanna yrðu að heiðra grunngildi þjóðarinnar og afneita hatri, fordómum og þjóðernishyggju. Trump virtist ekki taka vel í ákvörðun Fraizer og yfirlýsingu hans ef taka á mark á tísti forsetans um afsögnina..@Merck Pharma is a leader in higher & higher drug prices while at the same time taking jobs out of the U.S. Bring jobs back & LOWER PRICES!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2017 Kevin Plank, frá Under Armour, sagðist enn ætla að vinna að bandarískri framleiðslu. Fyrirtækið snerist þó um nýsköpun og íþróttir. Ekki stjórnmál. Þannig ætlaði fyrirtækið áfram að vinna að því að bæta bandaríska framleiðslu. Hann hætti í ráðinu til að einbeita sér að því að hvetja og sameina fólk í gegnum íþróttir. Samkvæmt Reuters varð Plank fyrir gagnrýni frá nokkrum af skærustu stjörnum Under Armour í fyrra fyrir stuðning sinn við Donald Trump.I love our country & company. I am stepping down from the council to focus on inspiring & uniting through power of sport. - CEO Kevin Plank pic.twitter.com/8YvndJMjj1— Under Armour (@UnderArmour) August 15, 2017
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
„Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40
Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00