Allt að 60 prósent dýrari vörur í H&M á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 14:30 Á þessari mynd má sjá verðið í nokkrum gjaldmiðlum. Aðsend Mikið hefur verið rætt um verðlagningu í fataverslunum hér á landi en Vísir birti í gær verð í íslenskum krónum á nokkrum vörum fatarisans H&M. Ljóst er að þrátt fyrir að verðin í verslun H&M á Íslandi teljist í lægri kantinum eru þau oft töluvert frá því lága verði sem býðst þegar varan er keypt í öðrum löndum. Við skoðuðum verð á nokkrum vörum í íslenskum krónum, evrum, danskri krónu, norskri krónu, sænskri krónu og bresku pundi. Á þeim vörum var verðmunurinn frá 10 prósentum upp í 60 prósent ódýrari erlendis þar sem hann var mestur.VísirBleikir strigaskór sem munu kosta 4.495 krónur á Íslandi kosta 24,99 evrur eða 3.172 krónur ef tekið er mið af genginu þegar þessi frétt er skrifuð. Í Danmörku kosta þeir 3.479 krónur, í Noregi 3.462 krónur, 3.414 í Svíþjóð og 2.788 krónur í Bretlandi. Munurinn á dýrasta og ódýrasta verðinu er 1.707 krónur og eru þeir því 60 prósent dýrari á hér á landi en í Bretlandi. Svartar dömugallabuxur sem kosta 3.495 krónur á Íslandi kosta til samanburðar aðeins 19,99 evrur sem gera 2.538 íslenskar krónur. Í Danmörku kosta þær 3.129 krónur, í Noregi kosta þær 2.767 krónur, í Svíþjóð 2.728 krónur og í Bretlandi er verðið 2.509 krónur. Karlmannssokkar sem kosta 1.495 hér á landi kosta 7,99 evrur eða 1.014 krónur. Í Danmörku er verðið 1.398 krónur, í Noregi 1.250, í Svíþjóð 1.095 krónur og í Bretlandi kosta sokkarnir aðeins 975 krónur. Bláu herragallabuxurnar sem munu kosta 4.995 í H&M á Íslandi kosta 3.808 krónur í þeim löndum þar sem notast er við evru. Í Danmörku kosta þær 4.353 krónur, í Noregi 4.158 krónur, í Svíþjóð 4.099 krónur og í Bretlandi 3.485 krónur á núverandi gengi. Barnasamfellur sem munu kosta 2.295 krónur á Íslandi, kosta 9,99 evrur eða 1.268 krónur erlendis og aðeins 1.114 krónur í Bretlandi. Í Danmörku kosta þær 1.398 krónur, í Noregi 1.377 krónur og í Svíþjóð 1.357 krónur. Vörur á afslætti Fyrsta verslun H&M á Íslandi opnar í Smáralind laugardaginn 26. ágúst og munu fyrstu þúsund viðskiptavinirnir í röðinni fá gjafabréf frá versluninni. Vísir sagði frá því á dögunum að útvaldir einstaklingar hefðu fengið boð um að versla á 20 prósent afslætti í sérstöku opnunarhófi tveimur dögum fyrir opnun. Nú hefur H&M tilkynnt að allir viðskiptavinirnir sem versla á sjálfan opnunardaginn, 26. ágúst, fá þennan sama afslátt af öllum vörum. H&M Tengdar fréttir Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45 H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00 Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um verðlagningu í fataverslunum hér á landi en Vísir birti í gær verð í íslenskum krónum á nokkrum vörum fatarisans H&M. Ljóst er að þrátt fyrir að verðin í verslun H&M á Íslandi teljist í lægri kantinum eru þau oft töluvert frá því lága verði sem býðst þegar varan er keypt í öðrum löndum. Við skoðuðum verð á nokkrum vörum í íslenskum krónum, evrum, danskri krónu, norskri krónu, sænskri krónu og bresku pundi. Á þeim vörum var verðmunurinn frá 10 prósentum upp í 60 prósent ódýrari erlendis þar sem hann var mestur.VísirBleikir strigaskór sem munu kosta 4.495 krónur á Íslandi kosta 24,99 evrur eða 3.172 krónur ef tekið er mið af genginu þegar þessi frétt er skrifuð. Í Danmörku kosta þeir 3.479 krónur, í Noregi 3.462 krónur, 3.414 í Svíþjóð og 2.788 krónur í Bretlandi. Munurinn á dýrasta og ódýrasta verðinu er 1.707 krónur og eru þeir því 60 prósent dýrari á hér á landi en í Bretlandi. Svartar dömugallabuxur sem kosta 3.495 krónur á Íslandi kosta til samanburðar aðeins 19,99 evrur sem gera 2.538 íslenskar krónur. Í Danmörku kosta þær 3.129 krónur, í Noregi kosta þær 2.767 krónur, í Svíþjóð 2.728 krónur og í Bretlandi er verðið 2.509 krónur. Karlmannssokkar sem kosta 1.495 hér á landi kosta 7,99 evrur eða 1.014 krónur. Í Danmörku er verðið 1.398 krónur, í Noregi 1.250, í Svíþjóð 1.095 krónur og í Bretlandi kosta sokkarnir aðeins 975 krónur. Bláu herragallabuxurnar sem munu kosta 4.995 í H&M á Íslandi kosta 3.808 krónur í þeim löndum þar sem notast er við evru. Í Danmörku kosta þær 4.353 krónur, í Noregi 4.158 krónur, í Svíþjóð 4.099 krónur og í Bretlandi 3.485 krónur á núverandi gengi. Barnasamfellur sem munu kosta 2.295 krónur á Íslandi, kosta 9,99 evrur eða 1.268 krónur erlendis og aðeins 1.114 krónur í Bretlandi. Í Danmörku kosta þær 1.398 krónur, í Noregi 1.377 krónur og í Svíþjóð 1.357 krónur. Vörur á afslætti Fyrsta verslun H&M á Íslandi opnar í Smáralind laugardaginn 26. ágúst og munu fyrstu þúsund viðskiptavinirnir í röðinni fá gjafabréf frá versluninni. Vísir sagði frá því á dögunum að útvaldir einstaklingar hefðu fengið boð um að versla á 20 prósent afslætti í sérstöku opnunarhófi tveimur dögum fyrir opnun. Nú hefur H&M tilkynnt að allir viðskiptavinirnir sem versla á sjálfan opnunardaginn, 26. ágúst, fá þennan sama afslátt af öllum vörum.
H&M Tengdar fréttir Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45 H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00 Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45
H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00
Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45