Ætla ekki að nýta sér kauprétt að 22 prósenta hlut í Arion banka Hörður Ægisson skrifar 16. ágúst 2017 06:30 Fjárfestarnir sem keyptu samtals um 30 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu hafa kauprétt að 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum til 19. september næstkomandi. Vísir/Stefán Þrír erlendir vogunarsjóðir og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, sem keyptu samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka í mars á þessu ári af Kaupþingi, munu ekki bæta við hlut sinn í bankanum síðar á árinu. Fjárfestahópurinn hefur kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar, sem gildir til 19. september næstkomandi, en hvorki sjóðirnir né Goldman Sachs hafa hins vegar í hyggju að nýta sér þann rétt og þannig eignast samtals meira en helmingshlut í Arion banka, samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins. Stefnt er að hlutafjárútboði Arion banka, þar sem Kaupþing hyggst þá bjóða allt að 58 prósenta hlut sinn í bankanum til sölu, í október eða nóvember næstkomandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er mikill áhugi af hálfu erlendra sjóða að taka þátt í útboðinu. Þannig hafa Fossar markaðir, sem munu brátt fá formlegt hlutverk við útboðið sem söluráðgjafi Kaupþings, nú þegar safnað fjárfestaloforðum (e. soft commitment) fyrir samtals um 700 til 800 milljónir evra, jafnvirði um 90 til 100 milljarða króna. Að sögn þeirra sem þekkja vel til er í þeim hópi bæði um að ræða sömu sjóði og hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri – Eaton Vance, Wellington Management og Miton Group – en eins aðra erlenda sjóði sem hafa ekki áður fjárfest á Íslandi og eru meðal annars hluthafar í ýmsum evrópskum fjármálafyrirtækjum. Möguleg þátttaka íslenskra lífeyrissjóða er því ekki talin ráða miklu um hvort Kaupþingi takist að losa um umtalsverðan hlut sinn í bankanum í útboðinu.Beðið eftir stjórnvöldum Hvenær – og hvort – af hlutafjárútboðinu verður mun hins vegar ráðast af því hvenær Fjármálaeftirlitið lýkur mati sínu á hæfi Taconic Capital og Attestor Capital, sem keyptu hvor um sig 9,99 prósenta hlut í bankanum, til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka og eins að íslensk stjórnvöld staðfesti við Kaupþing að þau hyggist ekki nýta sér mögulegan forkaupsrétt í bankanum ef hann yrði seldur í útboðinu á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Vonir standa til að slík staðfesting fáist á fundi Kaupþings með ráðamönnum í þessari viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Að öðrum kosti er talið óframkvæmanlegt að halda almennt hlutafjárútboð þar sem forkaupsréttur ríkisins myndi aftra fjárfestum frá því að taka þátt í útboðinu. Vogunarsjóðirnir sendu upphaflega tilkynningu til FME í byrjun apríl þar sem þeir fóru þess á leit að hefja formlega það ferli að vera metnir hæfir til að eiga meira en tíu prósenta hlut í Arion banka en sé litið jafnframt til óbeins eignarhalds sjóðanna, sem stórir hluthafar í Kaupþingi sem á 58 prósent í bankanum, fara þeir yfir þau mörk. FME hefur 60 virka daga til að afgreiða umsókn vogunarsjóðanna frá staðfestingu fullbúinnar tilkynningar. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það samt ekki fyrr en um miðjan síðasta mánuð sem stofnunin taldi að slík fullbúin tilkynning hefði borist frá sjóðunum. Enn eru því einhverjar vikur í að niðurstaða fáist í mati FME á hæfi sjóðanna til að vera virkir eigendur að Arion banka. Þess má geta að Attestor Capital var metinn hæfur af fjármálaeftirlitinu í Austurríki til að fara með virkan eignarhlut í tengslum við kaup sjóðsins á bankanum Kommunalkredit árið 2015.Sá sem stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka og hefur allt ákvörðunarvald um fjárfestingar þess er Frank Brosens, eigandi sjóðsins.Nordicphotos/Getty ImagesHaldi eftir hlut í Arion Þá er Fjármálaeftirlitið einnig með til skoðunar um þessar mundir heimild Kaupþings frá 2010 um að fara með virkan eignarhlut í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil. Verði hún felld niður þyrfti Kaupþing í kjölfarið að óbreyttu að standast mat FME um að vera hæfur eigandi að virkum eignarhlut í bankanum, eða sem nemur meira en tíu prósentum, sem er ólíklegt að félagið myndi standast, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála. Það myndi því þýða að Kaupþing gæti þurft að losa að lágmarki um 48 prósenta hlut – félagið á 57,9 prósent í Arion banka – í fyrirhuguðu útboði. Ekki hefur verið tekin nein endanleg ákvörðun af hálfu Kaupþings hversu stór hlutur verður boðin til sölu í útboðinu en áformað er að bankinn verði skráður á markað á Íslandi og Svíþjóð. Ef allur hlutur Kaupþings yrði seldur í útboðinu á sama gengi og vogunarsjóðirnir og Goldman Sachs keyptu sinn hlut í bankanum í mars síðastliðnum – 0,81 miðað við bókfært eigið fé – þá myndi félagið fá um 100 milljarða fyrir 58 prósenta hlut sinn ef horft er til eiginfjárstöðu Arion banka í lok fyrsta fjórðungs 2017. Vegna afkomuskiptasamnings sem gerður var við kröfuhafa Kaupþings þá myndi hins vegar mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar renna í skaut íslenska ríkisins. Þeir fjármunir kæmu til viðbótar við söluandvirðið, eða um 49 milljarðar, sem fór allt ríkisins við kaup sjóðanna á hlut í Arion banka fyrr á árinu. Stjórnvöld eiga því ríkra hagsmuna að gæta að vel takist til við útboðið. Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins er talið sennilegt að Kaupþing vilji halda eftir einhverjum hlut í bankanum – mögulega um 20 prósentum – með það að markmiði að reyna selja hann á hærra verði síðar.Vilja tryggja sér stóran hlut Ef Fjármálaeftirlitið veitir Taconic Capital og Attestor Capital leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka í næsta mánuði – og stjórnvöld þá sömuleiðis staðfest að þau áformi ekki að nýta sér mögulegan forkaupsrétt sinn – gera áætlanir Kaupþings ráð fyrir því að í sama mánuði verði haldnir kynningarfundir með áhugasömum fjárfestum (e. roadshow). Strax í kjölfarið verði þá hægt að innheimta áskriftarloforð vegna útboðsins sem gæti þá farið fram í október eða nóvember. Á meðal þess fyrirkomulags sem horft er til í aðdraganda hlutafjárútboðsins, að sögn þeirra sem þekkja vel til söluferlisins, er að bjóða ýmsum fagfjárfestum að vera í hópi hornsteinsfjárfesta í útboðinu. Þá skuldbinda þeir sig til að að kaupa tiltekinn eignarhlut í bankanum á sama verði og aðrir – og minni – fjárfestar í útboðinu. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í almennum hlutafjárútboðum og skráningu félaga á mörkuðum á Norðurlöndum. Með þessari leið yrði einnig komið til móts við suma erlenda fjárfestingasjóði sem hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til Kaupþings og söluráðgjafa þess um að þeir vilji tryggja sér umtalsverðan hlut í bankanum í útboðinu. Þannig hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að Fossar markaðir hafi meðal annars skráð suma sjóði fyrir fjárfestaloforðum að fjárhæð um 100 milljónir evra, jafnvirði um 12,5 milljarða króna. Kaupum vogunarsjóðanna og Goldman Sachs á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu og þá eru jafnframt söluhömlur á eignarhlutnum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þannig mega sjóðirnir ekki selja þau bréf fyrr en í fyrsta lagi sex mánuðum eftir fyrirhugaða skráningu Arion banka á markað.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Sjá meira
Þrír erlendir vogunarsjóðir og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, sem keyptu samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka í mars á þessu ári af Kaupþingi, munu ekki bæta við hlut sinn í bankanum síðar á árinu. Fjárfestahópurinn hefur kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar, sem gildir til 19. september næstkomandi, en hvorki sjóðirnir né Goldman Sachs hafa hins vegar í hyggju að nýta sér þann rétt og þannig eignast samtals meira en helmingshlut í Arion banka, samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins. Stefnt er að hlutafjárútboði Arion banka, þar sem Kaupþing hyggst þá bjóða allt að 58 prósenta hlut sinn í bankanum til sölu, í október eða nóvember næstkomandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er mikill áhugi af hálfu erlendra sjóða að taka þátt í útboðinu. Þannig hafa Fossar markaðir, sem munu brátt fá formlegt hlutverk við útboðið sem söluráðgjafi Kaupþings, nú þegar safnað fjárfestaloforðum (e. soft commitment) fyrir samtals um 700 til 800 milljónir evra, jafnvirði um 90 til 100 milljarða króna. Að sögn þeirra sem þekkja vel til er í þeim hópi bæði um að ræða sömu sjóði og hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri – Eaton Vance, Wellington Management og Miton Group – en eins aðra erlenda sjóði sem hafa ekki áður fjárfest á Íslandi og eru meðal annars hluthafar í ýmsum evrópskum fjármálafyrirtækjum. Möguleg þátttaka íslenskra lífeyrissjóða er því ekki talin ráða miklu um hvort Kaupþingi takist að losa um umtalsverðan hlut sinn í bankanum í útboðinu.Beðið eftir stjórnvöldum Hvenær – og hvort – af hlutafjárútboðinu verður mun hins vegar ráðast af því hvenær Fjármálaeftirlitið lýkur mati sínu á hæfi Taconic Capital og Attestor Capital, sem keyptu hvor um sig 9,99 prósenta hlut í bankanum, til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka og eins að íslensk stjórnvöld staðfesti við Kaupþing að þau hyggist ekki nýta sér mögulegan forkaupsrétt í bankanum ef hann yrði seldur í útboðinu á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Vonir standa til að slík staðfesting fáist á fundi Kaupþings með ráðamönnum í þessari viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Að öðrum kosti er talið óframkvæmanlegt að halda almennt hlutafjárútboð þar sem forkaupsréttur ríkisins myndi aftra fjárfestum frá því að taka þátt í útboðinu. Vogunarsjóðirnir sendu upphaflega tilkynningu til FME í byrjun apríl þar sem þeir fóru þess á leit að hefja formlega það ferli að vera metnir hæfir til að eiga meira en tíu prósenta hlut í Arion banka en sé litið jafnframt til óbeins eignarhalds sjóðanna, sem stórir hluthafar í Kaupþingi sem á 58 prósent í bankanum, fara þeir yfir þau mörk. FME hefur 60 virka daga til að afgreiða umsókn vogunarsjóðanna frá staðfestingu fullbúinnar tilkynningar. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það samt ekki fyrr en um miðjan síðasta mánuð sem stofnunin taldi að slík fullbúin tilkynning hefði borist frá sjóðunum. Enn eru því einhverjar vikur í að niðurstaða fáist í mati FME á hæfi sjóðanna til að vera virkir eigendur að Arion banka. Þess má geta að Attestor Capital var metinn hæfur af fjármálaeftirlitinu í Austurríki til að fara með virkan eignarhlut í tengslum við kaup sjóðsins á bankanum Kommunalkredit árið 2015.Sá sem stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka og hefur allt ákvörðunarvald um fjárfestingar þess er Frank Brosens, eigandi sjóðsins.Nordicphotos/Getty ImagesHaldi eftir hlut í Arion Þá er Fjármálaeftirlitið einnig með til skoðunar um þessar mundir heimild Kaupþings frá 2010 um að fara með virkan eignarhlut í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil. Verði hún felld niður þyrfti Kaupþing í kjölfarið að óbreyttu að standast mat FME um að vera hæfur eigandi að virkum eignarhlut í bankanum, eða sem nemur meira en tíu prósentum, sem er ólíklegt að félagið myndi standast, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála. Það myndi því þýða að Kaupþing gæti þurft að losa að lágmarki um 48 prósenta hlut – félagið á 57,9 prósent í Arion banka – í fyrirhuguðu útboði. Ekki hefur verið tekin nein endanleg ákvörðun af hálfu Kaupþings hversu stór hlutur verður boðin til sölu í útboðinu en áformað er að bankinn verði skráður á markað á Íslandi og Svíþjóð. Ef allur hlutur Kaupþings yrði seldur í útboðinu á sama gengi og vogunarsjóðirnir og Goldman Sachs keyptu sinn hlut í bankanum í mars síðastliðnum – 0,81 miðað við bókfært eigið fé – þá myndi félagið fá um 100 milljarða fyrir 58 prósenta hlut sinn ef horft er til eiginfjárstöðu Arion banka í lok fyrsta fjórðungs 2017. Vegna afkomuskiptasamnings sem gerður var við kröfuhafa Kaupþings þá myndi hins vegar mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar renna í skaut íslenska ríkisins. Þeir fjármunir kæmu til viðbótar við söluandvirðið, eða um 49 milljarðar, sem fór allt ríkisins við kaup sjóðanna á hlut í Arion banka fyrr á árinu. Stjórnvöld eiga því ríkra hagsmuna að gæta að vel takist til við útboðið. Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins er talið sennilegt að Kaupþing vilji halda eftir einhverjum hlut í bankanum – mögulega um 20 prósentum – með það að markmiði að reyna selja hann á hærra verði síðar.Vilja tryggja sér stóran hlut Ef Fjármálaeftirlitið veitir Taconic Capital og Attestor Capital leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka í næsta mánuði – og stjórnvöld þá sömuleiðis staðfest að þau áformi ekki að nýta sér mögulegan forkaupsrétt sinn – gera áætlanir Kaupþings ráð fyrir því að í sama mánuði verði haldnir kynningarfundir með áhugasömum fjárfestum (e. roadshow). Strax í kjölfarið verði þá hægt að innheimta áskriftarloforð vegna útboðsins sem gæti þá farið fram í október eða nóvember. Á meðal þess fyrirkomulags sem horft er til í aðdraganda hlutafjárútboðsins, að sögn þeirra sem þekkja vel til söluferlisins, er að bjóða ýmsum fagfjárfestum að vera í hópi hornsteinsfjárfesta í útboðinu. Þá skuldbinda þeir sig til að að kaupa tiltekinn eignarhlut í bankanum á sama verði og aðrir – og minni – fjárfestar í útboðinu. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í almennum hlutafjárútboðum og skráningu félaga á mörkuðum á Norðurlöndum. Með þessari leið yrði einnig komið til móts við suma erlenda fjárfestingasjóði sem hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til Kaupþings og söluráðgjafa þess um að þeir vilji tryggja sér umtalsverðan hlut í bankanum í útboðinu. Þannig hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að Fossar markaðir hafi meðal annars skráð suma sjóði fyrir fjárfestaloforðum að fjárhæð um 100 milljónir evra, jafnvirði um 12,5 milljarða króna. Kaupum vogunarsjóðanna og Goldman Sachs á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu og þá eru jafnframt söluhömlur á eignarhlutnum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þannig mega sjóðirnir ekki selja þau bréf fyrr en í fyrsta lagi sex mánuðum eftir fyrirhugaða skráningu Arion banka á markað.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Sjá meira