Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 20:30 Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega. Vísir/Getty Umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið á Íslandi, sem birt var í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins og fyrrverandi frambjóðandi í síðustu forsetakosningum, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu heilkennisins á Íslandi harðlega í dag í kjölfar umfjöllunarinnar. Heilkennið smám saman að hverfa Nær allar þungaðar, íslenskar konur, sem fá jákvæðar niðurstöður þegar prófað er fyrir Downs-heilkenni, láta eyða fóstrinu, að því er fram kemur í umfjöllun CBS um málið. Heilkennið er því smám saman að hverfa á Íslandi. Þessi próf eru valkvæð en samkvæmt lögum verður þó að gera öllum verðandi mæðrum á Íslandi ljóst að þau séu í boði. Í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. Þá kemur enn fremur fram í umfjölluninni að þróun í þessa átt sé sambærileg í öðrum löndum. Árin 1995-2011 völdu 67 prósent bandarískra kvenna að láta eyða fóstrum með Downs-heilkenni, 77 prósent franskra kvenna og 98 prósent danskra. Tvö börn með Downs-heilkenni fæðast á ári á Íslandi Börn með Downs-heilkenni fæðast þó enn á Íslandi, þrátt fyrir að nær allar konur láti prófa fyrir litningagallanum, en hann finnst ekki í öllum tilvikum. CBS ræddi við Þórdísi Ingadóttur, móður hinnar sjö ára Ágústu, en dóttir hennar fæddist með Downs-heilkenni þrátt fyrir að Þórdís hafi látið prófa fyrir því. Þórdís sagði í samtali við CBS að árið 2010, fæðingarár Ágústu, hefðu þrjú börn fæðst með Downs-heilkenni á Íslandi. „Það er nokkuð meira en venjulega. Venjulega eru það tvö, síðustu nokkur ár.“ Íslendingar að „drepa“ en ekki eyðaÍ kjölfar umfjöllunar CBS um stöðu Downs-heilkennis á Íslandi tjáði einn áhrifamesti þingmaður Repúblikana, Ted Cruz, sig um málið á Twitter-síðu sinni. Hann segir að börn með heilkennið ætti að varðveita en ekki eyða. Truly sad. News celebrating Iceland's "100% termination rate" for children w/ Downs Syndrome. Downs children should be cherished, not ended. https://t.co/GEJGPcFLQg— Ted Cruz (@tedcruz) August 15, 2017 „Svo sannarlega sorglegt. Fréttir upphefja „100 prósent fóstureyðingartíðni“ barna með Downs-heilkenni á Íslandi. Börn með Downs-heilkenni ætti að varðveita en ekki eyða“ ritar Cruz. Í fyrra laut Cruz í lægra haldi fyrir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Leikkonan Patricia Heaton, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Debra Barone í þáttunum Everybody Loves Raymond, segir Íslendinga beinlínis vera að drepa þá sem hafa Downs-heilkennið. Iceland isn't actually eliminating Down Syndrome. They're just killing everybody that has it. Big difference. #Downsyndrome #abortion https://t.co/gAONIzqRXW— Patricia Heaton (@PatriciaHeaton) August 15, 2017 „Ísland er í raun ekki að eyða Downs-heilkenni. Þau eru bara að drepa alla sem að eru með það. Mikill munur,“ skrifar Heaton. Heaton hefur um langt skeið verið andstæðingur fóstureyðinga og hefur enn fremur verið hávær í þeirri afstöðu sinni. Hún er einnig skráð í Repúblikanaflokkinn og á heiðurssæti í samtökunum Feminists for Life sem beita sér gegn fóstureyðingum og stofnfrumurannsóknum. Í kjölfar tístsins hefur hún keppst við að deila myndum af börnum með Downs-heilkenni sem foreldrar hafa sent henni. Preciousness! https://t.co/D9upCCRr4J— Patricia Heaton (@PatriciaHeaton) August 15, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem farið er til Íslands vegna stöðu Downs-heilkennisins í heiminum. Í heimildarmynd bresku leikkonunnar Sally Phillips, A World Without Down‘s Syndrome? eða Heimur án Downs-heilkennis?, heimsótti hún bæði Landspítalann og ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um háa tíðni þungunarrofs á fóstrum með Downs-heilkenni, líkt og gert var í umfjöllun CBS. Phillips á sjálf son með Downs-heilkenni en heimildarmyndin hlaut mikið lof. Einhverjir gagnrýnendur sögðu myndina þó of persónulega og að hægt væri að lesa úr henni að þeir, sem valið hefðu að fara í fóstureyðingu vegna Downs-heilkennis í fóstri, hefðu tekið ranga ákvörðun. Downs-heilkenni Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið á Íslandi, sem birt var í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins og fyrrverandi frambjóðandi í síðustu forsetakosningum, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu heilkennisins á Íslandi harðlega í dag í kjölfar umfjöllunarinnar. Heilkennið smám saman að hverfa Nær allar þungaðar, íslenskar konur, sem fá jákvæðar niðurstöður þegar prófað er fyrir Downs-heilkenni, láta eyða fóstrinu, að því er fram kemur í umfjöllun CBS um málið. Heilkennið er því smám saman að hverfa á Íslandi. Þessi próf eru valkvæð en samkvæmt lögum verður þó að gera öllum verðandi mæðrum á Íslandi ljóst að þau séu í boði. Í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. Þá kemur enn fremur fram í umfjölluninni að þróun í þessa átt sé sambærileg í öðrum löndum. Árin 1995-2011 völdu 67 prósent bandarískra kvenna að láta eyða fóstrum með Downs-heilkenni, 77 prósent franskra kvenna og 98 prósent danskra. Tvö börn með Downs-heilkenni fæðast á ári á Íslandi Börn með Downs-heilkenni fæðast þó enn á Íslandi, þrátt fyrir að nær allar konur láti prófa fyrir litningagallanum, en hann finnst ekki í öllum tilvikum. CBS ræddi við Þórdísi Ingadóttur, móður hinnar sjö ára Ágústu, en dóttir hennar fæddist með Downs-heilkenni þrátt fyrir að Þórdís hafi látið prófa fyrir því. Þórdís sagði í samtali við CBS að árið 2010, fæðingarár Ágústu, hefðu þrjú börn fæðst með Downs-heilkenni á Íslandi. „Það er nokkuð meira en venjulega. Venjulega eru það tvö, síðustu nokkur ár.“ Íslendingar að „drepa“ en ekki eyðaÍ kjölfar umfjöllunar CBS um stöðu Downs-heilkennis á Íslandi tjáði einn áhrifamesti þingmaður Repúblikana, Ted Cruz, sig um málið á Twitter-síðu sinni. Hann segir að börn með heilkennið ætti að varðveita en ekki eyða. Truly sad. News celebrating Iceland's "100% termination rate" for children w/ Downs Syndrome. Downs children should be cherished, not ended. https://t.co/GEJGPcFLQg— Ted Cruz (@tedcruz) August 15, 2017 „Svo sannarlega sorglegt. Fréttir upphefja „100 prósent fóstureyðingartíðni“ barna með Downs-heilkenni á Íslandi. Börn með Downs-heilkenni ætti að varðveita en ekki eyða“ ritar Cruz. Í fyrra laut Cruz í lægra haldi fyrir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Leikkonan Patricia Heaton, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Debra Barone í þáttunum Everybody Loves Raymond, segir Íslendinga beinlínis vera að drepa þá sem hafa Downs-heilkennið. Iceland isn't actually eliminating Down Syndrome. They're just killing everybody that has it. Big difference. #Downsyndrome #abortion https://t.co/gAONIzqRXW— Patricia Heaton (@PatriciaHeaton) August 15, 2017 „Ísland er í raun ekki að eyða Downs-heilkenni. Þau eru bara að drepa alla sem að eru með það. Mikill munur,“ skrifar Heaton. Heaton hefur um langt skeið verið andstæðingur fóstureyðinga og hefur enn fremur verið hávær í þeirri afstöðu sinni. Hún er einnig skráð í Repúblikanaflokkinn og á heiðurssæti í samtökunum Feminists for Life sem beita sér gegn fóstureyðingum og stofnfrumurannsóknum. Í kjölfar tístsins hefur hún keppst við að deila myndum af börnum með Downs-heilkenni sem foreldrar hafa sent henni. Preciousness! https://t.co/D9upCCRr4J— Patricia Heaton (@PatriciaHeaton) August 15, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem farið er til Íslands vegna stöðu Downs-heilkennisins í heiminum. Í heimildarmynd bresku leikkonunnar Sally Phillips, A World Without Down‘s Syndrome? eða Heimur án Downs-heilkennis?, heimsótti hún bæði Landspítalann og ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um háa tíðni þungunarrofs á fóstrum með Downs-heilkenni, líkt og gert var í umfjöllun CBS. Phillips á sjálf son með Downs-heilkenni en heimildarmyndin hlaut mikið lof. Einhverjir gagnrýnendur sögðu myndina þó of persónulega og að hægt væri að lesa úr henni að þeir, sem valið hefðu að fara í fóstureyðingu vegna Downs-heilkennis í fóstri, hefðu tekið ranga ákvörðun.
Downs-heilkenni Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent