Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2017 17:02 Það er allt sérstakt við þennan bardaga. Líka hanskarnir enda gefin sérstök undanþága. vísir/getty Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. Það var búið að ákveða að bardaginn yrði með 10 únsu hönskum en á fundinum í dag var farið fram á að kapparnir mættu berjast með 8 únsu hanska. Léttari hanskar og ekki eins þykkir. Það var einróma samþykkt þar sem bardaginn væri sérstakur. Conor hafði upprunalega sagt að hann ætlaði að klára Floyd í fjórum lotum en með léttari hönskum myndi það taka hann í mesta lagi tvær lotur. Þessi hugmynd að fara í minni hanska kom óvænt frá Mayweather eftir að Conor hafði strítt honum á því að hann hefði krafist þess að fara í þykka hanska. Owen Roddy, hnefaleikaþjálfari Conors, sagði að það hefðu verið mistök hjá Floyd að gefa þetta eftir. Upprunalega hugmyndin kom samt frá Gunnari Nelson í viðtali við Vísi í byrjun febrúar. Þá sagði hann það vera gáfulegt til þess að jafna leikinn aðeins. Þessi hanskastærð er samt stærðin sem Floyd þekkir best enda hefur hann unnið 48 af 49 bardögum sínum í þessari hanskastærð. Á fundi íþróttasambandsins í dag fékk Conor einnig formlegt hnefaleikaleyfi. Ekki seinna vænna þar sem það eru tíu dagar í bardagann. Bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. Það var búið að ákveða að bardaginn yrði með 10 únsu hönskum en á fundinum í dag var farið fram á að kapparnir mættu berjast með 8 únsu hanska. Léttari hanskar og ekki eins þykkir. Það var einróma samþykkt þar sem bardaginn væri sérstakur. Conor hafði upprunalega sagt að hann ætlaði að klára Floyd í fjórum lotum en með léttari hönskum myndi það taka hann í mesta lagi tvær lotur. Þessi hugmynd að fara í minni hanska kom óvænt frá Mayweather eftir að Conor hafði strítt honum á því að hann hefði krafist þess að fara í þykka hanska. Owen Roddy, hnefaleikaþjálfari Conors, sagði að það hefðu verið mistök hjá Floyd að gefa þetta eftir. Upprunalega hugmyndin kom samt frá Gunnari Nelson í viðtali við Vísi í byrjun febrúar. Þá sagði hann það vera gáfulegt til þess að jafna leikinn aðeins. Þessi hanskastærð er samt stærðin sem Floyd þekkir best enda hefur hann unnið 48 af 49 bardögum sínum í þessari hanskastærð. Á fundi íþróttasambandsins í dag fékk Conor einnig formlegt hnefaleikaleyfi. Ekki seinna vænna þar sem það eru tíu dagar í bardagann. Bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira