Íslensk lið hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við lið frá Portúgal í Evrópukeppnum.
Íslensk lið hafa fjórum sinnum áður dregist á móti liðum frá Portúgal. Frægustu leikirnir eru leikir Vals og Benfica í Evrópukeppni meistaraliða fyrir 49 árum. Alls 18.194 manns sáu Val og Benfica gera markalaust jafntefli á Laugardalsvelli 18. september 1968. Það áhorfendamet stóð allt til ársins 2004 þegar rúmlega 20.000 manns sáu Ísland vinna Ítalíu.
Benfica var með eitt sterkasta lið Evrópu á þessum tíma og Eusébio og félagar sýndu styrk sinn í seinni leiknum sem þeir unnu 8-1. Hermann Gunnarsson gerði mark Vals.
Haustið 1986 mætti ÍA Sporting frá Lissabon í Evrópukeppni félagsliða. Það var leikur kattarins að músinni. Sporting vann samanlagt 15-0.
Boavista sló Val út í Evrópukeppni bikarhafa 1992. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Íslandi en Boavista vann þann seinni með þremur mörkum gegn engu.
FH mætti Nacional fyrir sex árum. Fyrri leikurinn fór fram í Kaplakrika og endaði með 1-1 jafntefli. Freyr Bjarnason skoraði mark FH. Nacional vann svo seinni leikinn ytra 2-0 og fór því áfram, 3-1 samanlagt.
Hemmi Gunn og Freyr Bjarna eiga eitt sameiginlegt
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti

Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn
