Tóku upp plötu í rólegheitum á Grænlandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. ágúst 2017 11:45 Stereo Hypnosis og Futuregrapher mættir til Grænlands. Mynd/Aðsend „Við fórum til að spila á tónlistarhátíðinni Arctic Sounds sem er stærsta hátíð Grænlands og er haldin í Sisimiut, þetta er norrænt samstarf þar sem hljómsveitir frá öllum Norðurlöndunum spila. Við erum í rosa skemmtilegu gömlu húsi þarna í bænum og það slysaðist eiginlega þannig að við ákváðum að henda í plötu. Við fórum í stúdíó og platan var tekin upp á tveggja rása upptöku – í einni töku, þetta er eiginlega spunatónverk sem heppnaðist svo vel að við ákváðum að gefa það út sem plötu. Það var aldrei ætlunin að gera þessa plötu, við fórum bara út saman og spiluðum hver í sínu lagi og svo gerðist þetta. Það hefur samt alltaf verið pínu draumur að við myndum gera plötu saman,“ segir Pan Thorarensen úr hljómsveitinni Stereo Hypnosis sem tók upp plötuna Toqqissivoq með tónlistarmanninum Futuregrapher í Sisimiut á Grænlandi. Hljómsveitina Stereo Hypnosis skipa þeir Pan Thorarensen, Óskar Thorarensen og Þorkell Atlason en þeir hafa gefið út tvær breiðskífur auk Toqqissivoq. Futuregrapher er Árni Grétar Jóhannesson og hefur hann verið, ásamt Stereo Hypnosis og fleirum, í fremstu línu í íslenska raftónlistarheiminum. Nafn plötunnar merkir að vera rólegur á grænlensku og segir Pan það fanga nákvæmlega tilfinninguna sem átti sér stað við gerð plötunnar. Þeir voru líka duglegir við að taka myndir og myndbönd í ferðinni og héldu útgáfutónleika sem í leiðinni voru sýning á ljósmyndum og myndböndum teknum í Sisimiut. „Þetta er rosalega skemmtilegur staður. Þetta er um það bil fimm þúsund manna bær og ekkert margir sem slysast þangað. Flestir fara til Kulusuq eða Nuuk kannski. Það er líka vesen að komast þangað – maður þarf að fljúga til Nuuk og taka rellu yfir, þetta er svolítið ævintýri.“ Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við fórum til að spila á tónlistarhátíðinni Arctic Sounds sem er stærsta hátíð Grænlands og er haldin í Sisimiut, þetta er norrænt samstarf þar sem hljómsveitir frá öllum Norðurlöndunum spila. Við erum í rosa skemmtilegu gömlu húsi þarna í bænum og það slysaðist eiginlega þannig að við ákváðum að henda í plötu. Við fórum í stúdíó og platan var tekin upp á tveggja rása upptöku – í einni töku, þetta er eiginlega spunatónverk sem heppnaðist svo vel að við ákváðum að gefa það út sem plötu. Það var aldrei ætlunin að gera þessa plötu, við fórum bara út saman og spiluðum hver í sínu lagi og svo gerðist þetta. Það hefur samt alltaf verið pínu draumur að við myndum gera plötu saman,“ segir Pan Thorarensen úr hljómsveitinni Stereo Hypnosis sem tók upp plötuna Toqqissivoq með tónlistarmanninum Futuregrapher í Sisimiut á Grænlandi. Hljómsveitina Stereo Hypnosis skipa þeir Pan Thorarensen, Óskar Thorarensen og Þorkell Atlason en þeir hafa gefið út tvær breiðskífur auk Toqqissivoq. Futuregrapher er Árni Grétar Jóhannesson og hefur hann verið, ásamt Stereo Hypnosis og fleirum, í fremstu línu í íslenska raftónlistarheiminum. Nafn plötunnar merkir að vera rólegur á grænlensku og segir Pan það fanga nákvæmlega tilfinninguna sem átti sér stað við gerð plötunnar. Þeir voru líka duglegir við að taka myndir og myndbönd í ferðinni og héldu útgáfutónleika sem í leiðinni voru sýning á ljósmyndum og myndböndum teknum í Sisimiut. „Þetta er rosalega skemmtilegur staður. Þetta er um það bil fimm þúsund manna bær og ekkert margir sem slysast þangað. Flestir fara til Kulusuq eða Nuuk kannski. Það er líka vesen að komast þangað – maður þarf að fljúga til Nuuk og taka rellu yfir, þetta er svolítið ævintýri.“
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp